Efast um að „inneignarnótuúrræði“ standist eignaréttarákvæði stjórnarskrár Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. apríl 2020 13:16 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir hið svokallaða „inneignarnótuúrræði“ fyrir ferðaskrifstofur koma illa niður á neytendum og að verið sé að velta vandanum yfir á neytendur sem, margir hverjir, hafi misst lífsviðurværi sitt í heimsfaraldrinum sem nú geisar. Hann telur úrræðið ganga gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Í aðgerðapakkanum sem stjórnvöld kynntu í gær kemur meðal annars fram að „komið verði til móts við lausafjárvanda ferðaskrifstofa með lagabreytingu sem heimilar þeim að endurgreiða vissar ferðir með inneignarnótum.“ Breki er afar ósáttur með útspilið. „Það sem við höfum aðallega áhyggjur af er að þarna er verið að velta lausafjárvanda ferðaskrifstofa yfir á herðar neytendum. Það er ekki að leysa vandann heldur bara að færa hann til. Þá teljum við líka að þetta geti gengið gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar þar sem fókl kaupir ferðina undir þágildandi lögum og reglum með þeirri ábyrgð og þeim skyldum sem því fylgir og það er ekki hægt að breyta lögum eftir á. Það er ekki í anda lýðræðis að lög séu afurvirk eins og þetta frumvarp gengur út á. Breki telur að stjórnvöld geti bakað sér bótaskyldu nái frumvarpið fram að ganga í þeirri mynd sem það er nú. „Við erum öll í þessu saman. Við þurfum að takast á við þetta saman en þá þýðir það líka að við eigum ekki að velta vandanum frá einum aðila yfir á annan, það er að segja frá ferðaskrifstofum yfir á neytendur. Við neitendur höfum, mörg hver, misst lífsviðurværi okkar, við erum með skert starfshlutfall og höfum jafnvel misst vinnuna. Við eigum líka við lausafjárvanda að stríða. Breki mælir með „dönsku leiðinni“ svokölluðu til að leysa vandann. „Þar sem ferðafyrirtækjum er lánaður peningur til að borga neytendum til baka og svo hafa ferðafyrirtæki tíu ár til að endurgreiða slík lán. Það myndi leysa vandann og auka lausafé í hagkerfinu og örva það. Það væri eitthvað sem væri öllum til góða en ekki bara plástur á svöðusár. Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56 Skýlaus réttur til endurgreiðslu má ekki fara forgörðum Formaður Neytendasamtakanna vonast til að í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar verði úrræði fyrir ferðaþjónustuna og neytendur. 19. apríl 2020 12:14 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir hið svokallaða „inneignarnótuúrræði“ fyrir ferðaskrifstofur koma illa niður á neytendum og að verið sé að velta vandanum yfir á neytendur sem, margir hverjir, hafi misst lífsviðurværi sitt í heimsfaraldrinum sem nú geisar. Hann telur úrræðið ganga gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Í aðgerðapakkanum sem stjórnvöld kynntu í gær kemur meðal annars fram að „komið verði til móts við lausafjárvanda ferðaskrifstofa með lagabreytingu sem heimilar þeim að endurgreiða vissar ferðir með inneignarnótum.“ Breki er afar ósáttur með útspilið. „Það sem við höfum aðallega áhyggjur af er að þarna er verið að velta lausafjárvanda ferðaskrifstofa yfir á herðar neytendum. Það er ekki að leysa vandann heldur bara að færa hann til. Þá teljum við líka að þetta geti gengið gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar þar sem fókl kaupir ferðina undir þágildandi lögum og reglum með þeirri ábyrgð og þeim skyldum sem því fylgir og það er ekki hægt að breyta lögum eftir á. Það er ekki í anda lýðræðis að lög séu afurvirk eins og þetta frumvarp gengur út á. Breki telur að stjórnvöld geti bakað sér bótaskyldu nái frumvarpið fram að ganga í þeirri mynd sem það er nú. „Við erum öll í þessu saman. Við þurfum að takast á við þetta saman en þá þýðir það líka að við eigum ekki að velta vandanum frá einum aðila yfir á annan, það er að segja frá ferðaskrifstofum yfir á neytendur. Við neitendur höfum, mörg hver, misst lífsviðurværi okkar, við erum með skert starfshlutfall og höfum jafnvel misst vinnuna. Við eigum líka við lausafjárvanda að stríða. Breki mælir með „dönsku leiðinni“ svokölluðu til að leysa vandann. „Þar sem ferðafyrirtækjum er lánaður peningur til að borga neytendum til baka og svo hafa ferðafyrirtæki tíu ár til að endurgreiða slík lán. Það myndi leysa vandann og auka lausafé í hagkerfinu og örva það. Það væri eitthvað sem væri öllum til góða en ekki bara plástur á svöðusár.
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56 Skýlaus réttur til endurgreiðslu má ekki fara forgörðum Formaður Neytendasamtakanna vonast til að í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar verði úrræði fyrir ferðaþjónustuna og neytendur. 19. apríl 2020 12:14 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56
Skýlaus réttur til endurgreiðslu má ekki fara forgörðum Formaður Neytendasamtakanna vonast til að í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar verði úrræði fyrir ferðaþjónustuna og neytendur. 19. apríl 2020 12:14