Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2020 09:00 Frá vettvangi slyssins í gær. Vísir/AP Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. Ökumaður Porsche-bifreiðar, sem stöðvaður hafði verið vegna ofsaaksturs, flúði vettvang slyssins ómeiddur en tók fyrst myndir af slysinu og birti á samfélagsmiðlum. Tveir lögreglumannanna stöðvuðu ökumanninn, hinn 41 árs Richard Pusey að því er fram kemur í frétt Guardian, og beindu honum inn á neyðarakrein við hraðbrautina. Tveir lögreglumenn til viðbótar voru svo kallaðir á vettvang til aðstoðar við að gera bifreið Pusey upptæka, eftir að hann sýndi jákvæða niðurstöðu úr fíkniefnaprófi. Lögreglumennirnir fjórir voru allir komnir út úr bílum sínum og voru við störf þegar stór vörubíll sveigði inn á neyðarakreinina og hafnaði á þeim. Lögreglumennirnir létust allir við áreksturinn, og þá gjöreyðilagðist Porsche-bíllinn, en Pusey og bílstjóri vörubílsins hlutu enga eða minniháttar áverka. Pusey, sem sagður er eiga umfangsmikinn afbrotaferil að baki, tók myndir af slysinu og birti á Facebook áður en hann flúði vettvang. Myndirnar eru sagðar afar ósmekklegar og lögregla í Viktoríu-fylki hefur hvatt almenning til að dreifa þeim ekki á netinu. Pusey hafði síðar samband við lögreglu og er sagður munu gefa sig fram. Bílstjóri vörubílsins var fluttur á sjúkrahús og vonast lögregla til að ræða við hann í dag. Þá fékk lögregla heimild til leitar á heimili hans en hann er sagður hafa fengið einhvers konar veikindakast á vettvangi. Graham Ashton lögreglustjóri í Viktoríufylki sagði slysið hvíla þungt á lögreglu. Aldrei hafa fleiri lögregluþjónar látist í einu við störf í sögu umdæmisins. Ástralía Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. Ökumaður Porsche-bifreiðar, sem stöðvaður hafði verið vegna ofsaaksturs, flúði vettvang slyssins ómeiddur en tók fyrst myndir af slysinu og birti á samfélagsmiðlum. Tveir lögreglumannanna stöðvuðu ökumanninn, hinn 41 árs Richard Pusey að því er fram kemur í frétt Guardian, og beindu honum inn á neyðarakrein við hraðbrautina. Tveir lögreglumenn til viðbótar voru svo kallaðir á vettvang til aðstoðar við að gera bifreið Pusey upptæka, eftir að hann sýndi jákvæða niðurstöðu úr fíkniefnaprófi. Lögreglumennirnir fjórir voru allir komnir út úr bílum sínum og voru við störf þegar stór vörubíll sveigði inn á neyðarakreinina og hafnaði á þeim. Lögreglumennirnir létust allir við áreksturinn, og þá gjöreyðilagðist Porsche-bíllinn, en Pusey og bílstjóri vörubílsins hlutu enga eða minniháttar áverka. Pusey, sem sagður er eiga umfangsmikinn afbrotaferil að baki, tók myndir af slysinu og birti á Facebook áður en hann flúði vettvang. Myndirnar eru sagðar afar ósmekklegar og lögregla í Viktoríu-fylki hefur hvatt almenning til að dreifa þeim ekki á netinu. Pusey hafði síðar samband við lögreglu og er sagður munu gefa sig fram. Bílstjóri vörubílsins var fluttur á sjúkrahús og vonast lögregla til að ræða við hann í dag. Þá fékk lögregla heimild til leitar á heimili hans en hann er sagður hafa fengið einhvers konar veikindakast á vettvangi. Graham Ashton lögreglustjóri í Viktoríufylki sagði slysið hvíla þungt á lögreglu. Aldrei hafa fleiri lögregluþjónar látist í einu við störf í sögu umdæmisins.
Ástralía Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira