Fimmtungur íbúa New York gæti hafa smitast af Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2020 23:36 Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York. AP/John Minchillo Mögulegt er að fimmtungur íbúa í New York borg hafi smitast af, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Þetta sagði Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, að nýleg rannsókn Þar sem sýni voru tekin úr þrjú þúsund manns hafi leitt í ljós. Fimmtungur þeirra sem tóku þátt í rannsókninni og eru frá New York borg greindust með mótefni við Covid-19. Reynist niðurstaðan rétt er útlit fyrir að sjúkdómurinn hafi náð mun meiri dreifingu í borginni en áður hefur verið talið. Allt að 2,7 milljónir manna gætu þá hafa smitast af veirunni. Stór meirihluti þeirra hefur þá ekki sýnt einkenni og ekki vitað af því að þau hafi smitast af veirunni, samkvæmt frétt New York Times. Embættismenn í New York telja að mótefnaskimun sé lykilatriði í því að létta á félagsforðun og endurræsa efnahag ríkisins og því hvort það sé óhætt. Í New York borg greindist 21 prósent þátttakenda með mótefni við Covid-19. Hlutfallið var 17 prósent í Long Island og minna annarsstaðar í ríkinu. Alls hafa 15.700 manns dáið vegna Covid-19 í New York. Ekki hefur verið staðfest hve mikla vörn mótefni við Covid-19 veita gegn sjúkdómnum og hve lengi ónæmi gæti varið. Þá varaði Cuomo við því að um bráðabirgðaniðurstöður væri að ræða. Sambærileg rannsókn í Kaliforníu sýndi að um fjögur prósent íbúa í Santa Clara sýslu höfðu smitast af veirunni og þó það sé ekki nærri því jafn hátt hlutfall og í New York, er það töluvert hærra en áður var talið. AP fréttaveitan segir að vísindamenn séu að skima fyrir mótefnum víðsvegar í Bandaríkjunum til að kortleggja útbreiðslu veirunnar. Sérfræðingar segja þörf á umfangsmiklum rannsóknum til að ná utan um raunverulega útbreiðslu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Mögulegt er að fimmtungur íbúa í New York borg hafi smitast af, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Þetta sagði Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, að nýleg rannsókn Þar sem sýni voru tekin úr þrjú þúsund manns hafi leitt í ljós. Fimmtungur þeirra sem tóku þátt í rannsókninni og eru frá New York borg greindust með mótefni við Covid-19. Reynist niðurstaðan rétt er útlit fyrir að sjúkdómurinn hafi náð mun meiri dreifingu í borginni en áður hefur verið talið. Allt að 2,7 milljónir manna gætu þá hafa smitast af veirunni. Stór meirihluti þeirra hefur þá ekki sýnt einkenni og ekki vitað af því að þau hafi smitast af veirunni, samkvæmt frétt New York Times. Embættismenn í New York telja að mótefnaskimun sé lykilatriði í því að létta á félagsforðun og endurræsa efnahag ríkisins og því hvort það sé óhætt. Í New York borg greindist 21 prósent þátttakenda með mótefni við Covid-19. Hlutfallið var 17 prósent í Long Island og minna annarsstaðar í ríkinu. Alls hafa 15.700 manns dáið vegna Covid-19 í New York. Ekki hefur verið staðfest hve mikla vörn mótefni við Covid-19 veita gegn sjúkdómnum og hve lengi ónæmi gæti varið. Þá varaði Cuomo við því að um bráðabirgðaniðurstöður væri að ræða. Sambærileg rannsókn í Kaliforníu sýndi að um fjögur prósent íbúa í Santa Clara sýslu höfðu smitast af veirunni og þó það sé ekki nærri því jafn hátt hlutfall og í New York, er það töluvert hærra en áður var talið. AP fréttaveitan segir að vísindamenn séu að skima fyrir mótefnum víðsvegar í Bandaríkjunum til að kortleggja útbreiðslu veirunnar. Sérfræðingar segja þörf á umfangsmiklum rannsóknum til að ná utan um raunverulega útbreiðslu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira