Segir Þórarin Tyrfingsson hafa „hrútskýrt“ stöðuna á stjórnarfundi Sylvía Hall og Eiður Þór Árnason skrifa 1. apríl 2020 17:48 Hörður Oddfríðarson er dagskrárstjóri SÁÁ. Vísir Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ að undanförnu í kjölfar þess að átta starfsmönnum var sagt upp störfum á Vogi. Í kjölfarið lét Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri og yfirlæknir á Vogi, skyndilega af störfum en hún kvaðst ekki geta sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki án þess að það væri gert í samráði við hana eða aðra yfirmenn. Mikið hefur gengið á í kjölfarið og lýstu starfsmenn meðferðarsviðs meðal annars yfir vantrausti á framkvæmdastjórn samtakanna. Hörður Oddfríðarson, varastjórnarmaður í aðalstjórn SÁÁ og dagskrárstjóri samtakanna, sendi frá sér yfirlýsingu í gær en hann segir ástandið innan samtakanna vera erfitt. Hann ræddi stöðuna í útvarpsþættinum Harmageddon á X977 í dag. Sjá einnig: Sakar framkvæmdastjórn SÁÁ um „ofbeldi og einelti gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum“ „Það sem kannski skiptir máli er annars vegar það að það er verið að fara inn á faglegt svæði og inn í faglega stjórnun fram hjá lækningaforstjóranum sem er Valgerður Rúnarsdóttir og hins vegar hefur verið bara ofbeldi og einelti í gangi, sérstaklega gagnvart þeim tveimur Valgerði og Ingunni Hansdóttur yfirsálfræðingi. Það hefur bara birst í því að það er verið að grafa undan þeim, verið að gera lítið úr þeirra menntun, verið að gera lítið því sem þær eru að gera og hafa verið að gera.“ Þetta er í samræmi við þá gagnrýni sem starfsmenn hafa sett fram en í vantrauststillögu þeirra var kallað eftir því að fagleg stjórn yrði skipuð. Þá væru Valgerður og Ingunn þær hæfustu til þess að leiða þá starfsemi sem fram færi inn á Vogi en Hörður segir þær hafa verið beittar ofbeldi af framkvæmdastjórn samtakanna. „Ofbeldið kemur fyrst of fremst fram í því að framkvæmdastjórn samtakanna hefur ekki staðið með þeim í vetur og þegar að þetta er orðið svona alveg síendurtekið og það er síendurtekið verið að taka fólk á teppið, það er síendurtekið verið að gera lítið úr því sem fólk gerir og grafa undan því og þeir sem eiga að verja þeir eru þá þeir sem eru að framkvæma það og þá er það auðvitað orðið ofbeldi og það heitir orðið einelti því að þetta er endurtekið.“ Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Vísir/Baldur Hörður segir miklar breytingar hafa átt sér stað innan samtakanna eftir að Ingunn Halldóttir kom til starfa sem yfirsálfræðingur og svo þegar Valgerður hafi tekið við sem yfirlæknir á Vogi. Þær hafi til að byrja með starfað með góðum stuðningi og framkvæmdastjórnarinnar. „Svo hefur bara í vetur einhvern veginn allt snúist á hvolf og við höfum bara fundið fyrir þessu óöryggi þegar að innan úr framkvæmdastjórn fara í rauninni að koma efasemdir og fara að koma eins og maður segir, það er verið að grafa undan þeim megin frá.“ Telur stjórnina vilja koma öðrum að Hörður sakar stjórnina jafnframt um að hafa nýtt sér endurskoðun á samningum félagsins við ríkið til þess að reyna losa sig við Ingunn og Valgerði. „Þegar þú tekur eingöngu bara krónumælistikuna og ferð svo og tekur úrelta samninga við ríkið og notar það sem afsökun til að losa þig við manneskju við sem þú vilt losa þig við, það er það sem ég er að ætla þeim. Af því að það er það sem hefur einhvern veginn legið í loftinu, það er í rauninni að losa sig við þær tvær til að koma þá einhverjum öðrum að hlýtur að vera, sem er þá betur þóknanlegur.“ Vantrauststillaga var borin upp á hendur framkvæmdastjórn SÁÁ á stjórnarfundi síðasta sunnudag. Fundurinn var boðaður í skyndi í kjölfar uppsagnar Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis og forstjóra á sjúkrahúsinu Vogi. Sú tillaga var felld en Hörður segir það ljóst hver fer með völdin í stjórninni. „Það er alveg í augsýn hver það er sem raunverulega fer með og stýrir þessari framkvæmdarstjórn fram hjá öllu. Það auðvitað kom bara í ljós á stjórnarfundinum sem var á sunnudaginn. Þar var það Þórarinn Tyrfingsson [fyrrverandi formaður SÁÁ], sem stóð þar upp og hrútskýrði fyrir okkur hinum vitleysingunum, af því að það lá alveg í hans attitúdi, að við værum bara einhverjir vitleysingar og þyrftum að skilja hans skilning á því sem fór fram.“ Mikið hefur gengið á innan SÁÁ. Hefur óhjákvæmilega áhrif á skjólstæðinga Hörður segir starfsfólk á meðferðarsviði SÁÁ standa beint í baki og reyna að veita þjónustu undir miklu álagi nú þegar starfshlutfall margra hefur verið skert vegna faraldurs kórónuveirunnar. „Það er alveg sama hvernig við snúum því. Ef þú ert búinn að vera nógu lengi að og búinn að grafa nógu mikið undan þá er þetta ekki bara ofbeldi gagnvart starfsmanninum eða starfsmannahópnum, það hefur áhrif á skjólstæðinga okkar óhjákvæmilega.“ Hann segir það vera kröfu skjólstæðinga SÁÁ og aðstandenda þeirra að félagið haldi áfram að veita góða og víðtæka þjónustu á þessu sviði og hún sé þróuð í takt við tímann. Sálfræðingar séu nú hluti af öflugu og þverfaglegu teymi sem heldur utan um starfsemina. Forsvarsmenn SÁÁ hafa sagt að ríkið borgi ekkert fyrir sálfræðiþjónustuna sem félagið veiti og að hún sé kostnaðarsöm fyrir samtökin. „Það er alveg út í hött að vera að taka meðferðina núna niður og færa hana aftur til 2001 eða 1995 eða hvað það er af því að það er minnst á eina starfsstétt í einhverjum samningi við ríkið. Hvers vega í ósköpunum sinnir ekki framkvæmdarstjórn skyldu sinni og fer þá bara í samtal við ríkisvaldið, heilbrigðisráðherra, fjármálaráðherra, Sjúkratryggingar Íslands og ræðir þetta,“ bætir Hörður við. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Ólga innan SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að meðferðarstarf SÁÁ fari 30 ár aftur í tímann Forstjóri sjúkrahússins á Vogi segir vel koma til greina að draga uppsögn sína til baka hjá stofnuninni. Yfirlæknir óttast að meðferðarstarf þar fari 30 ár aftur í tímann verði núverandi framkvæmdastjórn og formaður enn við stjórnvölinn. 30. mars 2020 19:00 Fleiri lýsa yfir vantrausti á framkvæmdastjórn SÁÁ Sjö sálfræðingar og einn lýðheilsufræðingur hjá SÁÁ hafa lýst yfir vantrausti á framkvæmdastjórn stofnunarinnar, og lýst áhyggjum af framtíð hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út í gær. 29. mars 2020 09:16 Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir snúi aftur. 28. mars 2020 17:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ að undanförnu í kjölfar þess að átta starfsmönnum var sagt upp störfum á Vogi. Í kjölfarið lét Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri og yfirlæknir á Vogi, skyndilega af störfum en hún kvaðst ekki geta sætt sig við að teknar væru ákvarðanir um að segja upp lykilstarfsfólki án þess að það væri gert í samráði við hana eða aðra yfirmenn. Mikið hefur gengið á í kjölfarið og lýstu starfsmenn meðferðarsviðs meðal annars yfir vantrausti á framkvæmdastjórn samtakanna. Hörður Oddfríðarson, varastjórnarmaður í aðalstjórn SÁÁ og dagskrárstjóri samtakanna, sendi frá sér yfirlýsingu í gær en hann segir ástandið innan samtakanna vera erfitt. Hann ræddi stöðuna í útvarpsþættinum Harmageddon á X977 í dag. Sjá einnig: Sakar framkvæmdastjórn SÁÁ um „ofbeldi og einelti gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum“ „Það sem kannski skiptir máli er annars vegar það að það er verið að fara inn á faglegt svæði og inn í faglega stjórnun fram hjá lækningaforstjóranum sem er Valgerður Rúnarsdóttir og hins vegar hefur verið bara ofbeldi og einelti í gangi, sérstaklega gagnvart þeim tveimur Valgerði og Ingunni Hansdóttur yfirsálfræðingi. Það hefur bara birst í því að það er verið að grafa undan þeim, verið að gera lítið úr þeirra menntun, verið að gera lítið því sem þær eru að gera og hafa verið að gera.“ Þetta er í samræmi við þá gagnrýni sem starfsmenn hafa sett fram en í vantrauststillögu þeirra var kallað eftir því að fagleg stjórn yrði skipuð. Þá væru Valgerður og Ingunn þær hæfustu til þess að leiða þá starfsemi sem fram færi inn á Vogi en Hörður segir þær hafa verið beittar ofbeldi af framkvæmdastjórn samtakanna. „Ofbeldið kemur fyrst of fremst fram í því að framkvæmdastjórn samtakanna hefur ekki staðið með þeim í vetur og þegar að þetta er orðið svona alveg síendurtekið og það er síendurtekið verið að taka fólk á teppið, það er síendurtekið verið að gera lítið úr því sem fólk gerir og grafa undan því og þeir sem eiga að verja þeir eru þá þeir sem eru að framkvæma það og þá er það auðvitað orðið ofbeldi og það heitir orðið einelti því að þetta er endurtekið.“ Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Vísir/Baldur Hörður segir miklar breytingar hafa átt sér stað innan samtakanna eftir að Ingunn Halldóttir kom til starfa sem yfirsálfræðingur og svo þegar Valgerður hafi tekið við sem yfirlæknir á Vogi. Þær hafi til að byrja með starfað með góðum stuðningi og framkvæmdastjórnarinnar. „Svo hefur bara í vetur einhvern veginn allt snúist á hvolf og við höfum bara fundið fyrir þessu óöryggi þegar að innan úr framkvæmdastjórn fara í rauninni að koma efasemdir og fara að koma eins og maður segir, það er verið að grafa undan þeim megin frá.“ Telur stjórnina vilja koma öðrum að Hörður sakar stjórnina jafnframt um að hafa nýtt sér endurskoðun á samningum félagsins við ríkið til þess að reyna losa sig við Ingunn og Valgerði. „Þegar þú tekur eingöngu bara krónumælistikuna og ferð svo og tekur úrelta samninga við ríkið og notar það sem afsökun til að losa þig við manneskju við sem þú vilt losa þig við, það er það sem ég er að ætla þeim. Af því að það er það sem hefur einhvern veginn legið í loftinu, það er í rauninni að losa sig við þær tvær til að koma þá einhverjum öðrum að hlýtur að vera, sem er þá betur þóknanlegur.“ Vantrauststillaga var borin upp á hendur framkvæmdastjórn SÁÁ á stjórnarfundi síðasta sunnudag. Fundurinn var boðaður í skyndi í kjölfar uppsagnar Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis og forstjóra á sjúkrahúsinu Vogi. Sú tillaga var felld en Hörður segir það ljóst hver fer með völdin í stjórninni. „Það er alveg í augsýn hver það er sem raunverulega fer með og stýrir þessari framkvæmdarstjórn fram hjá öllu. Það auðvitað kom bara í ljós á stjórnarfundinum sem var á sunnudaginn. Þar var það Þórarinn Tyrfingsson [fyrrverandi formaður SÁÁ], sem stóð þar upp og hrútskýrði fyrir okkur hinum vitleysingunum, af því að það lá alveg í hans attitúdi, að við værum bara einhverjir vitleysingar og þyrftum að skilja hans skilning á því sem fór fram.“ Mikið hefur gengið á innan SÁÁ. Hefur óhjákvæmilega áhrif á skjólstæðinga Hörður segir starfsfólk á meðferðarsviði SÁÁ standa beint í baki og reyna að veita þjónustu undir miklu álagi nú þegar starfshlutfall margra hefur verið skert vegna faraldurs kórónuveirunnar. „Það er alveg sama hvernig við snúum því. Ef þú ert búinn að vera nógu lengi að og búinn að grafa nógu mikið undan þá er þetta ekki bara ofbeldi gagnvart starfsmanninum eða starfsmannahópnum, það hefur áhrif á skjólstæðinga okkar óhjákvæmilega.“ Hann segir það vera kröfu skjólstæðinga SÁÁ og aðstandenda þeirra að félagið haldi áfram að veita góða og víðtæka þjónustu á þessu sviði og hún sé þróuð í takt við tímann. Sálfræðingar séu nú hluti af öflugu og þverfaglegu teymi sem heldur utan um starfsemina. Forsvarsmenn SÁÁ hafa sagt að ríkið borgi ekkert fyrir sálfræðiþjónustuna sem félagið veiti og að hún sé kostnaðarsöm fyrir samtökin. „Það er alveg út í hött að vera að taka meðferðina núna niður og færa hana aftur til 2001 eða 1995 eða hvað það er af því að það er minnst á eina starfsstétt í einhverjum samningi við ríkið. Hvers vega í ósköpunum sinnir ekki framkvæmdarstjórn skyldu sinni og fer þá bara í samtal við ríkisvaldið, heilbrigðisráðherra, fjármálaráðherra, Sjúkratryggingar Íslands og ræðir þetta,“ bætir Hörður við. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Ólga innan SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að meðferðarstarf SÁÁ fari 30 ár aftur í tímann Forstjóri sjúkrahússins á Vogi segir vel koma til greina að draga uppsögn sína til baka hjá stofnuninni. Yfirlæknir óttast að meðferðarstarf þar fari 30 ár aftur í tímann verði núverandi framkvæmdastjórn og formaður enn við stjórnvölinn. 30. mars 2020 19:00 Fleiri lýsa yfir vantrausti á framkvæmdastjórn SÁÁ Sjö sálfræðingar og einn lýðheilsufræðingur hjá SÁÁ hafa lýst yfir vantrausti á framkvæmdastjórn stofnunarinnar, og lýst áhyggjum af framtíð hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út í gær. 29. mars 2020 09:16 Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir snúi aftur. 28. mars 2020 17:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Óttast að meðferðarstarf SÁÁ fari 30 ár aftur í tímann Forstjóri sjúkrahússins á Vogi segir vel koma til greina að draga uppsögn sína til baka hjá stofnuninni. Yfirlæknir óttast að meðferðarstarf þar fari 30 ár aftur í tímann verði núverandi framkvæmdastjórn og formaður enn við stjórnvölinn. 30. mars 2020 19:00
Fleiri lýsa yfir vantrausti á framkvæmdastjórn SÁÁ Sjö sálfræðingar og einn lýðheilsufræðingur hjá SÁÁ hafa lýst yfir vantrausti á framkvæmdastjórn stofnunarinnar, og lýst áhyggjum af framtíð hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út í gær. 29. mars 2020 09:16
Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir snúi aftur. 28. mars 2020 17:20