Lagði til að rúmum milljarði yrði varið í framkvæmdir við höfnina í Helguvík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2020 13:21 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kveðst mjög meðvitaður um áhuga sveitarstjórnarmanna og þingmanna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að þegar kallað hafi verið eftir tillögum innan ráðherranefndar um ríkisfjármál um innviðauppbyggingu í kjölfar kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi hann lagt til að ráðist yrði í framkvæmdir við höfnina í Helguvík. Tillagan hafi hljóðað upp á að 235 milljónum króna yrði varið í framkvæmdirnar á ári á fimm ára tímabili, frá 2021 til 2025, eða samtals rúmum milljarði króna. Tillagan fór hins vegar ekki í gegn þannig að á meðan svo er hafa ekki átt sér stað neinar formlegar viðræður af hálfu utanríkisráðherra, hvorki við innlenda aðila né Atlantshafsbandalagið. „En ég er mjög meðvitaður um áhuga þingmanna og sveitarstjórnarmanna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík,“ segir Guðlaugur Þór. Fyrr í vikunni voru sagðar fréttir af áhuga sveitarstjórnarfólks í Reykjanesbæ og Reykjaneshafna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík yrði þannig að þar verði hægt að taka á móti herskipum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Mikið atvinnuleysi er nú á Suðurnesjum vegna kórónuveirunnar þar sem höggið sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir vegna faraldursins er ekki hvað síst mikið í þessum landshluta. Komið hefur fram að stjórn Reykjaneshafnar, Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og formaður bæjarráðs, sem og Ásmundur Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, séu sammála um að uppbygging í Helguvík hefði mikilvæg efnahagsleg áhrif á svæðinu. Stærri og öflugri höfn á svæðinu myndi skapa tækifæri fyrir Reykjanesbæ Guðlaugur segir að gert sé ráð fyrir að þær viðhaldsframkvæmdir sem nú séu á áætlun stjórnvalda vegna varnarmannvirkja Atlantshafsbandalagsins geti skapað allt að 300 störf á næsta ári. Það segi sig hins vegar sjálft að stærri og öflugri höfn á svæðinu myndi skapa tækifæri, vissulega fyrir landið allt, en kannski helst fyrir Reykjanesbæ. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið í vikunni að framkvæmdir af þessum toga í Helguvík þyrftu að fá ítarlegri og formlegri umræðu áður en nokkuð yrði aðhafst enda væri hernaðarleg uppbygging á hafnarsvæðum á Íslandi alvarlegt. Utanríkisráðherra bendir á höfnin í Helguvík sé til staðar og að hún sé byggð af Atlantshafsbandalaginu. Um varnarmannvirki sé því að ræða en það nýtist í borgaralegum tilgangi og sé á forræði utanríkisráðuneytisins líkt og önnur varnarmannvirki hér á landi, til að mynda ratsjárstöðvar. Guðlaugur Þór segir þó að aldrei yrði farið í neina uppbyggingu við höfnina í Helguvík nema kynna það fyrst í viðkomandi þingnefndum. „Það er hins vegar svo að á meðan ríkisstjórnin hefur ekki tekið neina ákvörðun um málið þá nær það ekkert lengra,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að uppbygging og stækkun hafnarinnar í Helguvík myndi meðal annars þýða það að stærri olíuskip kæmust til hafnar við landið sem er umhverfisvænna en að taka á móti mörgum minni skipum. Þá yrði meira um að herskip færu inn til hafnar í Helguvík, þar af leiðandi yrði minna af þeim á móti í höfninni í Reykjavík. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Reykjanesbær Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að þegar kallað hafi verið eftir tillögum innan ráðherranefndar um ríkisfjármál um innviðauppbyggingu í kjölfar kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi hann lagt til að ráðist yrði í framkvæmdir við höfnina í Helguvík. Tillagan hafi hljóðað upp á að 235 milljónum króna yrði varið í framkvæmdirnar á ári á fimm ára tímabili, frá 2021 til 2025, eða samtals rúmum milljarði króna. Tillagan fór hins vegar ekki í gegn þannig að á meðan svo er hafa ekki átt sér stað neinar formlegar viðræður af hálfu utanríkisráðherra, hvorki við innlenda aðila né Atlantshafsbandalagið. „En ég er mjög meðvitaður um áhuga þingmanna og sveitarstjórnarmanna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík,“ segir Guðlaugur Þór. Fyrr í vikunni voru sagðar fréttir af áhuga sveitarstjórnarfólks í Reykjanesbæ og Reykjaneshafna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík yrði þannig að þar verði hægt að taka á móti herskipum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Mikið atvinnuleysi er nú á Suðurnesjum vegna kórónuveirunnar þar sem höggið sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir vegna faraldursins er ekki hvað síst mikið í þessum landshluta. Komið hefur fram að stjórn Reykjaneshafnar, Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og formaður bæjarráðs, sem og Ásmundur Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, séu sammála um að uppbygging í Helguvík hefði mikilvæg efnahagsleg áhrif á svæðinu. Stærri og öflugri höfn á svæðinu myndi skapa tækifæri fyrir Reykjanesbæ Guðlaugur segir að gert sé ráð fyrir að þær viðhaldsframkvæmdir sem nú séu á áætlun stjórnvalda vegna varnarmannvirkja Atlantshafsbandalagsins geti skapað allt að 300 störf á næsta ári. Það segi sig hins vegar sjálft að stærri og öflugri höfn á svæðinu myndi skapa tækifæri, vissulega fyrir landið allt, en kannski helst fyrir Reykjanesbæ. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið í vikunni að framkvæmdir af þessum toga í Helguvík þyrftu að fá ítarlegri og formlegri umræðu áður en nokkuð yrði aðhafst enda væri hernaðarleg uppbygging á hafnarsvæðum á Íslandi alvarlegt. Utanríkisráðherra bendir á höfnin í Helguvík sé til staðar og að hún sé byggð af Atlantshafsbandalaginu. Um varnarmannvirki sé því að ræða en það nýtist í borgaralegum tilgangi og sé á forræði utanríkisráðuneytisins líkt og önnur varnarmannvirki hér á landi, til að mynda ratsjárstöðvar. Guðlaugur Þór segir þó að aldrei yrði farið í neina uppbyggingu við höfnina í Helguvík nema kynna það fyrst í viðkomandi þingnefndum. „Það er hins vegar svo að á meðan ríkisstjórnin hefur ekki tekið neina ákvörðun um málið þá nær það ekkert lengra,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að uppbygging og stækkun hafnarinnar í Helguvík myndi meðal annars þýða það að stærri olíuskip kæmust til hafnar við landið sem er umhverfisvænna en að taka á móti mörgum minni skipum. Þá yrði meira um að herskip færu inn til hafnar í Helguvík, þar af leiðandi yrði minna af þeim á móti í höfninni í Reykjavík.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Reykjanesbær Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira