Dæmi um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. apríl 2020 23:00 Dæmi eru um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út að sögn varahéraðssaksóknara. Málin séu alltaf að verða umfangsmeiri og flóknari og tíminn sem halda má mönnum í gæsluvarðhaldi áður en ákæra er gefin út of stuttur. Í kvöldfréttum okkar í gær fjölluðum við um þá þróun að það gerist nú æ oftar að lögregla neyðist til að sleppa mönnum sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að rannsókn málanna sé ólokið. Samkvæmt lögum er lengst hægt að halda mönnum í varðhaldi í tólf vikur án þess að höfða mál á hendur þeim og er sá tími sagður of stuttur fyrir umfangsmikil mál eins og þau sem tengjast fíkniefnaframleiðslu og peningaþvætti. Sjá einnig: Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Varahéraðssaksóknari tekur undir með lögreglunni. „Þetta getur líka verið í kynferðisbrotamálum þar sem við erum til dæmis að rannsaka vörslur á barnaníðsefni, með kannski miklu magni af barnaníðsefni, og kannski gróf kynferðisbrot gegn börnum framin á netinu,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari og bætir við að þá þurfi oft að fara í gegn um mjög mikið af rafrænum gögnum. „Það getur leitt til þess að málin eru bara ekki nægilega vel rannsökuð þegar við erum að gefa út ákæru. Það hafa komið upp þannig mál þar sem maður er að keppast við að gefa út ákæru innan tólf vikna en málin hefðu þolað meiri rannsókn,“ segir Kolbrún. Þetta geti haft þær afleiðingar að mistök séu gerð. Stundum hafi mönnum verið sleppt úr varðhaldi og farbanni beitt í staðinn. „Dæmin hafa sýnt það að ef einhver vill ekki vera hér í farbanni, þá bara fer hann og við höfum misst marga menn úr haldi sem hafa verið hér í farbanni,“ segir Kolbrún. Hún segist gera sér fulla grein fyrir því að gæsluvarðhald sé mjög íþyngjandi fyrir fólk. Hún bendir á að ákærendur þurfi að leiða menn fyrir dómara á fjögurra vikna fresti til að biðja um framlengingu á varðhaldi. „Dómstólarnir veita þetta aðhald og ég treysti dómstólum fullkomnlega til að gera það í þessum málum þó að við hefðum ekki þetta tólf vikna hámark áður en að ákæra er gefin út,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. 23. apríl 2020 20:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Dæmi eru um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út að sögn varahéraðssaksóknara. Málin séu alltaf að verða umfangsmeiri og flóknari og tíminn sem halda má mönnum í gæsluvarðhaldi áður en ákæra er gefin út of stuttur. Í kvöldfréttum okkar í gær fjölluðum við um þá þróun að það gerist nú æ oftar að lögregla neyðist til að sleppa mönnum sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að rannsókn málanna sé ólokið. Samkvæmt lögum er lengst hægt að halda mönnum í varðhaldi í tólf vikur án þess að höfða mál á hendur þeim og er sá tími sagður of stuttur fyrir umfangsmikil mál eins og þau sem tengjast fíkniefnaframleiðslu og peningaþvætti. Sjá einnig: Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Varahéraðssaksóknari tekur undir með lögreglunni. „Þetta getur líka verið í kynferðisbrotamálum þar sem við erum til dæmis að rannsaka vörslur á barnaníðsefni, með kannski miklu magni af barnaníðsefni, og kannski gróf kynferðisbrot gegn börnum framin á netinu,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari og bætir við að þá þurfi oft að fara í gegn um mjög mikið af rafrænum gögnum. „Það getur leitt til þess að málin eru bara ekki nægilega vel rannsökuð þegar við erum að gefa út ákæru. Það hafa komið upp þannig mál þar sem maður er að keppast við að gefa út ákæru innan tólf vikna en málin hefðu þolað meiri rannsókn,“ segir Kolbrún. Þetta geti haft þær afleiðingar að mistök séu gerð. Stundum hafi mönnum verið sleppt úr varðhaldi og farbanni beitt í staðinn. „Dæmin hafa sýnt það að ef einhver vill ekki vera hér í farbanni, þá bara fer hann og við höfum misst marga menn úr haldi sem hafa verið hér í farbanni,“ segir Kolbrún. Hún segist gera sér fulla grein fyrir því að gæsluvarðhald sé mjög íþyngjandi fyrir fólk. Hún bendir á að ákærendur þurfi að leiða menn fyrir dómara á fjögurra vikna fresti til að biðja um framlengingu á varðhaldi. „Dómstólarnir veita þetta aðhald og ég treysti dómstólum fullkomnlega til að gera það í þessum málum þó að við hefðum ekki þetta tólf vikna hámark áður en að ákæra er gefin út,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. 23. apríl 2020 20:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. 23. apríl 2020 20:00