Ekki víst að áfengisneysla hafi aukist þrátt fyrir meiri sölu hjá ÁTVR Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. apríl 2020 20:35 Áfengissala í Vínbúðinni hefur aukist um 18% frá því á sama tímabili í fyrra. Vísir/Vilhelm Áfengissala hjá ÁTVR um páskana jókst um 18% frá sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir það telur Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, ekki að áfengisneysla landsmanna hafi aukist, einfaldlega að neysluvenjur hafi breyst undanfarið. Hann ræddi málið í Reykjavík Síðdegis nú á dögunum. „Ég held að þetta sé nú ekki raunveruleg neysluaukning hjá landsmönnum, vegna þess að við þurfum að hafa það í huga að sala í fríhöfninni er til dæmis dottin niður í núll og sala á hótelum og veitingahúsum vara í núlli líka. Þannig að öll áfengissala er komin inn í ÁTVR. Þetta er ekkert endilega aukin neysla landsmanna.“ Hann segir að áfengissala yfir heildina litið sé nokkuð svipuð og hún var áður en faraldurinn braust út. „Það er alltaf svolítið erfitt að bera saman tímabilið í kring um páskana, okkur finnst alltaf bara best að bera saman mars og apríl, þessa tvo mánuði í heild sinni, þá sjáum við kannski raunverulega hvað er að gerast,“ segir Andri. „Við erum að sjá að það eru að eiga sér stað heilmiklar neyslubreytingar. Mesta aukningin í ÁTVR til dæmis er í léttum vínum og þá má kannski heimfæra það á Íslendingana sem fara í gegn um fríhöfnina, þeir versla þar mikið af léttu víni, hlutfallslega meira en af bjór, þannig að salan er að skila sér inn í ÁTVR þar og í léttum vínum er salan líka mikið að aukast í þessum kassavínum,“ segir Andri. „Þetta eru ekki svona veisluflöskur heldur frekar beljan inni í eldhúsinu.“ Hann segir heildaráfengissölu hafa minnkað, enda sé engin sala hjá hótelum og veitingahúsum. Salan til veitingahúsa sé í kring um 10 prósent af því sem hún var á sama tíma í fyrra. Þó séu einhverjir veitingastaðir byrjaðir að undirbúa sig til að opna á ný og salan færist í aukana með hverjum deginum. Áfengi og tóbak Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir ESA gagnrýnir áfengissöluna í Fríhöfninni, aftur Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt að mati ESA. 22. apríl 2020 10:33 Mikill fjöldi tilkynninga um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla í nótt þar sem tilkynnt hafði verið um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum. 19. apríl 2020 07:11 Kortavelta í mars sýnir vel áhrif samkomubanns Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum samanborið við mars í fyrra en netverslun ríflega tvöfaldaðist á milli ára. Á sama tíma sáust tekjur snyrti- og hárgreiðslustofa hverfa yfir nótt. 8. apríl 2020 08:23 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Áfengissala hjá ÁTVR um páskana jókst um 18% frá sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir það telur Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, ekki að áfengisneysla landsmanna hafi aukist, einfaldlega að neysluvenjur hafi breyst undanfarið. Hann ræddi málið í Reykjavík Síðdegis nú á dögunum. „Ég held að þetta sé nú ekki raunveruleg neysluaukning hjá landsmönnum, vegna þess að við þurfum að hafa það í huga að sala í fríhöfninni er til dæmis dottin niður í núll og sala á hótelum og veitingahúsum vara í núlli líka. Þannig að öll áfengissala er komin inn í ÁTVR. Þetta er ekkert endilega aukin neysla landsmanna.“ Hann segir að áfengissala yfir heildina litið sé nokkuð svipuð og hún var áður en faraldurinn braust út. „Það er alltaf svolítið erfitt að bera saman tímabilið í kring um páskana, okkur finnst alltaf bara best að bera saman mars og apríl, þessa tvo mánuði í heild sinni, þá sjáum við kannski raunverulega hvað er að gerast,“ segir Andri. „Við erum að sjá að það eru að eiga sér stað heilmiklar neyslubreytingar. Mesta aukningin í ÁTVR til dæmis er í léttum vínum og þá má kannski heimfæra það á Íslendingana sem fara í gegn um fríhöfnina, þeir versla þar mikið af léttu víni, hlutfallslega meira en af bjór, þannig að salan er að skila sér inn í ÁTVR þar og í léttum vínum er salan líka mikið að aukast í þessum kassavínum,“ segir Andri. „Þetta eru ekki svona veisluflöskur heldur frekar beljan inni í eldhúsinu.“ Hann segir heildaráfengissölu hafa minnkað, enda sé engin sala hjá hótelum og veitingahúsum. Salan til veitingahúsa sé í kring um 10 prósent af því sem hún var á sama tíma í fyrra. Þó séu einhverjir veitingastaðir byrjaðir að undirbúa sig til að opna á ný og salan færist í aukana með hverjum deginum.
Áfengi og tóbak Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir ESA gagnrýnir áfengissöluna í Fríhöfninni, aftur Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt að mati ESA. 22. apríl 2020 10:33 Mikill fjöldi tilkynninga um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla í nótt þar sem tilkynnt hafði verið um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum. 19. apríl 2020 07:11 Kortavelta í mars sýnir vel áhrif samkomubanns Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum samanborið við mars í fyrra en netverslun ríflega tvöfaldaðist á milli ára. Á sama tíma sáust tekjur snyrti- og hárgreiðslustofa hverfa yfir nótt. 8. apríl 2020 08:23 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
ESA gagnrýnir áfengissöluna í Fríhöfninni, aftur Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt að mati ESA. 22. apríl 2020 10:33
Mikill fjöldi tilkynninga um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla í nótt þar sem tilkynnt hafði verið um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum. 19. apríl 2020 07:11
Kortavelta í mars sýnir vel áhrif samkomubanns Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum samanborið við mars í fyrra en netverslun ríflega tvöfaldaðist á milli ára. Á sama tíma sáust tekjur snyrti- og hárgreiðslustofa hverfa yfir nótt. 8. apríl 2020 08:23