Mikið tjón í World Class og Lágafellslaug eftir vatnsleka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2020 12:15 Slökkviliðið sá um að dæla vatninu. Vísir/Jói K. Mikið tjón varð í húsnæði Lágafellslaugar og World Class í Mosfellsbæ vegna vatnsleka í nótt. Bilun í búnaði sundlaugarinnar olli því að vatni var áfram dælt eftir að aðallaugin fylltist. Þetta kom fram í samtali fréttastofu við Lárus Petersen, varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta eru einhverjar græjur sem verið var að nota til að fylla aðallaugina. Á dælunni er rofi sem á að slá út þegar laugin er full. Hann virðist hafa bilað og þess vegna dældi í alla nótt,“ segir Lárus. Afleiðingin var talsvert vatnstjón í kjallara húsnæðis Lágafellslaugar, sem og í World Class-líkamsræktarstöðinni, sem er í sama húsi. Þegar fréttastofa náði tali af Lárusi var aðgerðum á vettvangi nýlokið. Notast var við stærðarinnar dælu, sem almennt er notuð við slökkvistarf, til þess að pumpa vatni úr húsinu og út á götu. Þannig var dregið úr álagi á niðurföll í húsinu sem gátu tekið það vatn sem eftir var. Lárus segir að á um 600 fermetra svæði kjallarans hafi meðaldýpt vatns verið í kring um 50 sentimetra. Þannig gæti vatnsmagnið í kjallaranum hafa verið í kring um 300 þúsund lítra. Vatninu var dælt út á götu, þaðan sem það fann leið sína í niðurföll Mosfellsbæjar.Vísir/Jói K. Þarf að skipta um gólf í World Class-stöðinni Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki búinn að fara sjálfur á stöðina í Mosfellsbæ þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann hafði þó fengið símtal frá sundlaugarstjóranum og verið upplýstur um stöðu mála. Björn segir að útlit sé fyrir að skipta þurfi um allt gólfið á neðri hæð stöðvarinnar. Hann segir þó að annar búnaður, á borð við líkamsræktartæki, hafi sloppið vel. „Það er auðvitað bara heilmikil vinna að færa öll tækin og skipta um þetta,“ segir Björn. Hann bætir þó við að búið verði að skipta um gólf áður en stöðin opnar aftur. Frá vettvangi.Vísir/Bjarni Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Mosfellsbær Slökkvilið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira
Mikið tjón varð í húsnæði Lágafellslaugar og World Class í Mosfellsbæ vegna vatnsleka í nótt. Bilun í búnaði sundlaugarinnar olli því að vatni var áfram dælt eftir að aðallaugin fylltist. Þetta kom fram í samtali fréttastofu við Lárus Petersen, varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta eru einhverjar græjur sem verið var að nota til að fylla aðallaugina. Á dælunni er rofi sem á að slá út þegar laugin er full. Hann virðist hafa bilað og þess vegna dældi í alla nótt,“ segir Lárus. Afleiðingin var talsvert vatnstjón í kjallara húsnæðis Lágafellslaugar, sem og í World Class-líkamsræktarstöðinni, sem er í sama húsi. Þegar fréttastofa náði tali af Lárusi var aðgerðum á vettvangi nýlokið. Notast var við stærðarinnar dælu, sem almennt er notuð við slökkvistarf, til þess að pumpa vatni úr húsinu og út á götu. Þannig var dregið úr álagi á niðurföll í húsinu sem gátu tekið það vatn sem eftir var. Lárus segir að á um 600 fermetra svæði kjallarans hafi meðaldýpt vatns verið í kring um 50 sentimetra. Þannig gæti vatnsmagnið í kjallaranum hafa verið í kring um 300 þúsund lítra. Vatninu var dælt út á götu, þaðan sem það fann leið sína í niðurföll Mosfellsbæjar.Vísir/Jói K. Þarf að skipta um gólf í World Class-stöðinni Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki búinn að fara sjálfur á stöðina í Mosfellsbæ þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann hafði þó fengið símtal frá sundlaugarstjóranum og verið upplýstur um stöðu mála. Björn segir að útlit sé fyrir að skipta þurfi um allt gólfið á neðri hæð stöðvarinnar. Hann segir þó að annar búnaður, á borð við líkamsræktartæki, hafi sloppið vel. „Það er auðvitað bara heilmikil vinna að færa öll tækin og skipta um þetta,“ segir Björn. Hann bætir þó við að búið verði að skipta um gólf áður en stöðin opnar aftur. Frá vettvangi.Vísir/Bjarni
Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Mosfellsbær Slökkvilið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira