Stemningin á Anfield líklega sú besta sem Terry upplifði á sínum ferli Anton Ingi Leifsson skrifar 26. apríl 2020 07:00 John Terry vann fjöldan allan af titlum hjá Chelsea. vísir/getty John Terry, fyrrum varnamaður Chelsea og enska landsliðsins, er nú aðstoðarþjálfari Aston Villa. Hann fær ekkert að þjálfa um þessar mundir vegna kórónuveirunnar en hann var í viðtali við Jamie Carragher og Sky Sports um heima og geima. Eitt af því sem þessir fyrrum varnarmenn enska landsliðsins ræddu var gengi Englands á stórmótum og Terry var með ákveðna tillögu hvernig mætti bæta gengið þeirra þar. „Þú hafðir endað leiktíðina á toppnum líkamlega og svo þurftirðu að taka tvær eða þrjár vikur í frí áður en mótið byrjaði. Það skiptir ekki máli hversu mikið þú hleypur og gerir æfingar, því þú munt alltaf vera langt á eftir þegar það kemur að leiknum sjálfum,“ sagði Terry. „Þú þurftir þrjá eða fjóra leiki á mótinu til þess að koma þér í form og þá ertu riðlakeppnin búin og þú ert kominn inn í átta liða úrslitin. Þegar ég var fyrirliði enska landsliðsins sagði ég við enska knattspyrnusambandið að við þyrftum að seinka tímabilinu og lengja það hægt og rólega.“ "Nobody listened to me..." John Terry believes previous domestic seasons should have been spread out to finish closer to the start of a major tournament so England players could be sharper.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 24, 2020 „Þá myndum við enda leiktíðina og síðan fimm dögum seinna þá myndum við fara saman á stórmót. Það hefði hjálpað okkur mikið en enginn hlustaði á mig!“ Það var ekki bara enska landsliðið sem þeir ræddu um því einnig kom Terry inn á upplifunina að spila á gamla heimavelli Carragher, Anfield. „Að fara inn á þennan leikvang! Ég hef sagt það í mörg ár að stemningin er líklega sú besta sem ég hef upplifað sem leikmaður.“ John Terry on playing at Anfield to Sky Sports:"For us going into the stadium, I ve said over the years the atmosphere was probably the best I ve ever experienced as a player."— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) April 25, 2020 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
John Terry, fyrrum varnamaður Chelsea og enska landsliðsins, er nú aðstoðarþjálfari Aston Villa. Hann fær ekkert að þjálfa um þessar mundir vegna kórónuveirunnar en hann var í viðtali við Jamie Carragher og Sky Sports um heima og geima. Eitt af því sem þessir fyrrum varnarmenn enska landsliðsins ræddu var gengi Englands á stórmótum og Terry var með ákveðna tillögu hvernig mætti bæta gengið þeirra þar. „Þú hafðir endað leiktíðina á toppnum líkamlega og svo þurftirðu að taka tvær eða þrjár vikur í frí áður en mótið byrjaði. Það skiptir ekki máli hversu mikið þú hleypur og gerir æfingar, því þú munt alltaf vera langt á eftir þegar það kemur að leiknum sjálfum,“ sagði Terry. „Þú þurftir þrjá eða fjóra leiki á mótinu til þess að koma þér í form og þá ertu riðlakeppnin búin og þú ert kominn inn í átta liða úrslitin. Þegar ég var fyrirliði enska landsliðsins sagði ég við enska knattspyrnusambandið að við þyrftum að seinka tímabilinu og lengja það hægt og rólega.“ "Nobody listened to me..." John Terry believes previous domestic seasons should have been spread out to finish closer to the start of a major tournament so England players could be sharper.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 24, 2020 „Þá myndum við enda leiktíðina og síðan fimm dögum seinna þá myndum við fara saman á stórmót. Það hefði hjálpað okkur mikið en enginn hlustaði á mig!“ Það var ekki bara enska landsliðið sem þeir ræddu um því einnig kom Terry inn á upplifunina að spila á gamla heimavelli Carragher, Anfield. „Að fara inn á þennan leikvang! Ég hef sagt það í mörg ár að stemningin er líklega sú besta sem ég hef upplifað sem leikmaður.“ John Terry on playing at Anfield to Sky Sports:"For us going into the stadium, I ve said over the years the atmosphere was probably the best I ve ever experienced as a player."— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) April 25, 2020
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira