Fann besta erlenda leikmann sem hefur leikið hér á landi í körfuboltabúðum í New Jersey Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2020 15:15 Kostas Tsartsaris hóf glæstan feril hjá Grindavík tímabilið 1997-98. Þar lék hann undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. vísir/getty Bestu erlendu leikmenn í sögu efstu deildar karla í körfubolta á Íslandi voru til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Benedikt Guðmundsson tilnefndi grískan leikmann sem lék undir hans stjórn hjá Grindavík rétt fyrir aldamótin. „Að mínu mati er besti erlendi leikmaðurinn strákur sem ég fékk til landsins á síðustu öld. Hann kom sautján ára. Ég var að þjálfa í æfingabúðum í New Jersey og þar voru efnilegustu leikmennirnir úr menntaskóla í Bandaríkjunum auk efnilegra stráka úr Evrópu,“ sagði Benedikt. „Ég samdi við þennan strák sem var að spila í 4. deild í Grikklandi. Hann var að spá að fara í háskóla en var þarna með umboðsmanninum, sem var bannað. Ég talaði þá inn á það að koma til Íslands að spila. Þeir kýldu á þetta fyrir eitthvað klink. Hann fékk reyndar ekki keppnisleyfi fyrr en hann var orðinn átján ára. En hann var frábær.“ Umræddur leikmaður heitir Kostas Tsartsaris. Hann lék lengst af ferilsins með Panathinaikos í heimalandinu. Hann varð tíu sinnum grískur meistari með liðinu, átta sinnum bikarmeistari og vann EuroLeague í þrígang. Enginn leikmaður í sögu grísku deildarinnar hefur tekið fleiri fráköst en hann. Þá varð Tsartsaris Evrópumeistari með gríska landsliðinu 2005 og fékk silfur á HM ári seinna. „Í hvert skipti sem ég fer til Grikklands er ég alltaf tekinn í viðtal um hann. Mönnum finnst stórmerkilegt að hann hafi verið á Íslandi því þetta er einn besti leikmaðurinn sem Grikkland hefur átt. Það sem hann hefur gert á sínum ferli er eitthvað sem enginn Kani sem hefur komið hingað hefur gert,“ sagði Benedikt. Tsartsaris varð deildar- og bikarmeistari með Grindavík. Á eina tímabilinu sínu á Íslandi (1997-98) var hann með 20,7 stig, 11,3 fráköst og 4,5 varin skot að meðaltali í leik. „Annar eins hæfileikamaður hefur aldrei komið hingað,“ sagði Benedikt um Tsartsaris. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld - Benedikt um besta erlenda leikmanninn Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Tengdar fréttir Domino's Körfuboltakvöld: „Þetta verður aldrei samþykkt“ Formenn innan körfuboltahreyfingarinnar hafa stigið fram á undanförnum vikum og talað um það að búa til heiðursmannasamkomulag innan körfuboltans hvað varðar erlenda leikmenn. 26. apríl 2020 23:00 Domino's Köfuboltakvöld: Fimm leikmenn sem eiga að fara í stærri lið Í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið fóru spekingarnir yfir tvo lista sem Benedikt Guðmundsson gerði á dögunum. 26. apríl 2020 20:00 Valdi fimm leikmenn sem eiga að fá stærra hlutverk í öðrum liðum á næstu leiktíð Benedikt Guðmundsson, körfuboltaþjálfari og mikill spekingur, setti fram lista á Twitter-síðu sína á dögunum þar sem hann valdi fimm leikmenn sem eiga að færa sig um set í Dominos-deild karla. 26. apríl 2020 18:00 Heitustu orðrómarnir úr Dominos-deild karla Dominos Körfuboltakvöld hefur haldið áfram að rúlla þrátt fyrir að það sé rúmur mánuður frá því að keppnistímabilið og allt mótahald innan vébanda KKÍ var blásið af vegna kórónuveirunnar. 25. apríl 2020 22:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
Bestu erlendu leikmenn í sögu efstu deildar karla í körfubolta á Íslandi voru til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Benedikt Guðmundsson tilnefndi grískan leikmann sem lék undir hans stjórn hjá Grindavík rétt fyrir aldamótin. „Að mínu mati er besti erlendi leikmaðurinn strákur sem ég fékk til landsins á síðustu öld. Hann kom sautján ára. Ég var að þjálfa í æfingabúðum í New Jersey og þar voru efnilegustu leikmennirnir úr menntaskóla í Bandaríkjunum auk efnilegra stráka úr Evrópu,“ sagði Benedikt. „Ég samdi við þennan strák sem var að spila í 4. deild í Grikklandi. Hann var að spá að fara í háskóla en var þarna með umboðsmanninum, sem var bannað. Ég talaði þá inn á það að koma til Íslands að spila. Þeir kýldu á þetta fyrir eitthvað klink. Hann fékk reyndar ekki keppnisleyfi fyrr en hann var orðinn átján ára. En hann var frábær.“ Umræddur leikmaður heitir Kostas Tsartsaris. Hann lék lengst af ferilsins með Panathinaikos í heimalandinu. Hann varð tíu sinnum grískur meistari með liðinu, átta sinnum bikarmeistari og vann EuroLeague í þrígang. Enginn leikmaður í sögu grísku deildarinnar hefur tekið fleiri fráköst en hann. Þá varð Tsartsaris Evrópumeistari með gríska landsliðinu 2005 og fékk silfur á HM ári seinna. „Í hvert skipti sem ég fer til Grikklands er ég alltaf tekinn í viðtal um hann. Mönnum finnst stórmerkilegt að hann hafi verið á Íslandi því þetta er einn besti leikmaðurinn sem Grikkland hefur átt. Það sem hann hefur gert á sínum ferli er eitthvað sem enginn Kani sem hefur komið hingað hefur gert,“ sagði Benedikt. Tsartsaris varð deildar- og bikarmeistari með Grindavík. Á eina tímabilinu sínu á Íslandi (1997-98) var hann með 20,7 stig, 11,3 fráköst og 4,5 varin skot að meðaltali í leik. „Annar eins hæfileikamaður hefur aldrei komið hingað,“ sagði Benedikt um Tsartsaris. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld - Benedikt um besta erlenda leikmanninn Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Tengdar fréttir Domino's Körfuboltakvöld: „Þetta verður aldrei samþykkt“ Formenn innan körfuboltahreyfingarinnar hafa stigið fram á undanförnum vikum og talað um það að búa til heiðursmannasamkomulag innan körfuboltans hvað varðar erlenda leikmenn. 26. apríl 2020 23:00 Domino's Köfuboltakvöld: Fimm leikmenn sem eiga að fara í stærri lið Í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið fóru spekingarnir yfir tvo lista sem Benedikt Guðmundsson gerði á dögunum. 26. apríl 2020 20:00 Valdi fimm leikmenn sem eiga að fá stærra hlutverk í öðrum liðum á næstu leiktíð Benedikt Guðmundsson, körfuboltaþjálfari og mikill spekingur, setti fram lista á Twitter-síðu sína á dögunum þar sem hann valdi fimm leikmenn sem eiga að færa sig um set í Dominos-deild karla. 26. apríl 2020 18:00 Heitustu orðrómarnir úr Dominos-deild karla Dominos Körfuboltakvöld hefur haldið áfram að rúlla þrátt fyrir að það sé rúmur mánuður frá því að keppnistímabilið og allt mótahald innan vébanda KKÍ var blásið af vegna kórónuveirunnar. 25. apríl 2020 22:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
Domino's Körfuboltakvöld: „Þetta verður aldrei samþykkt“ Formenn innan körfuboltahreyfingarinnar hafa stigið fram á undanförnum vikum og talað um það að búa til heiðursmannasamkomulag innan körfuboltans hvað varðar erlenda leikmenn. 26. apríl 2020 23:00
Domino's Köfuboltakvöld: Fimm leikmenn sem eiga að fara í stærri lið Í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið fóru spekingarnir yfir tvo lista sem Benedikt Guðmundsson gerði á dögunum. 26. apríl 2020 20:00
Valdi fimm leikmenn sem eiga að fá stærra hlutverk í öðrum liðum á næstu leiktíð Benedikt Guðmundsson, körfuboltaþjálfari og mikill spekingur, setti fram lista á Twitter-síðu sína á dögunum þar sem hann valdi fimm leikmenn sem eiga að færa sig um set í Dominos-deild karla. 26. apríl 2020 18:00
Heitustu orðrómarnir úr Dominos-deild karla Dominos Körfuboltakvöld hefur haldið áfram að rúlla þrátt fyrir að það sé rúmur mánuður frá því að keppnistímabilið og allt mótahald innan vébanda KKÍ var blásið af vegna kórónuveirunnar. 25. apríl 2020 22:00