Fann besta erlenda leikmann sem hefur leikið hér á landi í körfuboltabúðum í New Jersey Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2020 15:15 Kostas Tsartsaris hóf glæstan feril hjá Grindavík tímabilið 1997-98. Þar lék hann undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. vísir/getty Bestu erlendu leikmenn í sögu efstu deildar karla í körfubolta á Íslandi voru til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Benedikt Guðmundsson tilnefndi grískan leikmann sem lék undir hans stjórn hjá Grindavík rétt fyrir aldamótin. „Að mínu mati er besti erlendi leikmaðurinn strákur sem ég fékk til landsins á síðustu öld. Hann kom sautján ára. Ég var að þjálfa í æfingabúðum í New Jersey og þar voru efnilegustu leikmennirnir úr menntaskóla í Bandaríkjunum auk efnilegra stráka úr Evrópu,“ sagði Benedikt. „Ég samdi við þennan strák sem var að spila í 4. deild í Grikklandi. Hann var að spá að fara í háskóla en var þarna með umboðsmanninum, sem var bannað. Ég talaði þá inn á það að koma til Íslands að spila. Þeir kýldu á þetta fyrir eitthvað klink. Hann fékk reyndar ekki keppnisleyfi fyrr en hann var orðinn átján ára. En hann var frábær.“ Umræddur leikmaður heitir Kostas Tsartsaris. Hann lék lengst af ferilsins með Panathinaikos í heimalandinu. Hann varð tíu sinnum grískur meistari með liðinu, átta sinnum bikarmeistari og vann EuroLeague í þrígang. Enginn leikmaður í sögu grísku deildarinnar hefur tekið fleiri fráköst en hann. Þá varð Tsartsaris Evrópumeistari með gríska landsliðinu 2005 og fékk silfur á HM ári seinna. „Í hvert skipti sem ég fer til Grikklands er ég alltaf tekinn í viðtal um hann. Mönnum finnst stórmerkilegt að hann hafi verið á Íslandi því þetta er einn besti leikmaðurinn sem Grikkland hefur átt. Það sem hann hefur gert á sínum ferli er eitthvað sem enginn Kani sem hefur komið hingað hefur gert,“ sagði Benedikt. Tsartsaris varð deildar- og bikarmeistari með Grindavík. Á eina tímabilinu sínu á Íslandi (1997-98) var hann með 20,7 stig, 11,3 fráköst og 4,5 varin skot að meðaltali í leik. „Annar eins hæfileikamaður hefur aldrei komið hingað,“ sagði Benedikt um Tsartsaris. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld - Benedikt um besta erlenda leikmanninn Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Tengdar fréttir Domino's Körfuboltakvöld: „Þetta verður aldrei samþykkt“ Formenn innan körfuboltahreyfingarinnar hafa stigið fram á undanförnum vikum og talað um það að búa til heiðursmannasamkomulag innan körfuboltans hvað varðar erlenda leikmenn. 26. apríl 2020 23:00 Domino's Köfuboltakvöld: Fimm leikmenn sem eiga að fara í stærri lið Í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið fóru spekingarnir yfir tvo lista sem Benedikt Guðmundsson gerði á dögunum. 26. apríl 2020 20:00 Valdi fimm leikmenn sem eiga að fá stærra hlutverk í öðrum liðum á næstu leiktíð Benedikt Guðmundsson, körfuboltaþjálfari og mikill spekingur, setti fram lista á Twitter-síðu sína á dögunum þar sem hann valdi fimm leikmenn sem eiga að færa sig um set í Dominos-deild karla. 26. apríl 2020 18:00 Heitustu orðrómarnir úr Dominos-deild karla Dominos Körfuboltakvöld hefur haldið áfram að rúlla þrátt fyrir að það sé rúmur mánuður frá því að keppnistímabilið og allt mótahald innan vébanda KKÍ var blásið af vegna kórónuveirunnar. 25. apríl 2020 22:00 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Bestu erlendu leikmenn í sögu efstu deildar karla í körfubolta á Íslandi voru til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Benedikt Guðmundsson tilnefndi grískan leikmann sem lék undir hans stjórn hjá Grindavík rétt fyrir aldamótin. „Að mínu mati er besti erlendi leikmaðurinn strákur sem ég fékk til landsins á síðustu öld. Hann kom sautján ára. Ég var að þjálfa í æfingabúðum í New Jersey og þar voru efnilegustu leikmennirnir úr menntaskóla í Bandaríkjunum auk efnilegra stráka úr Evrópu,“ sagði Benedikt. „Ég samdi við þennan strák sem var að spila í 4. deild í Grikklandi. Hann var að spá að fara í háskóla en var þarna með umboðsmanninum, sem var bannað. Ég talaði þá inn á það að koma til Íslands að spila. Þeir kýldu á þetta fyrir eitthvað klink. Hann fékk reyndar ekki keppnisleyfi fyrr en hann var orðinn átján ára. En hann var frábær.“ Umræddur leikmaður heitir Kostas Tsartsaris. Hann lék lengst af ferilsins með Panathinaikos í heimalandinu. Hann varð tíu sinnum grískur meistari með liðinu, átta sinnum bikarmeistari og vann EuroLeague í þrígang. Enginn leikmaður í sögu grísku deildarinnar hefur tekið fleiri fráköst en hann. Þá varð Tsartsaris Evrópumeistari með gríska landsliðinu 2005 og fékk silfur á HM ári seinna. „Í hvert skipti sem ég fer til Grikklands er ég alltaf tekinn í viðtal um hann. Mönnum finnst stórmerkilegt að hann hafi verið á Íslandi því þetta er einn besti leikmaðurinn sem Grikkland hefur átt. Það sem hann hefur gert á sínum ferli er eitthvað sem enginn Kani sem hefur komið hingað hefur gert,“ sagði Benedikt. Tsartsaris varð deildar- og bikarmeistari með Grindavík. Á eina tímabilinu sínu á Íslandi (1997-98) var hann með 20,7 stig, 11,3 fráköst og 4,5 varin skot að meðaltali í leik. „Annar eins hæfileikamaður hefur aldrei komið hingað,“ sagði Benedikt um Tsartsaris. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld - Benedikt um besta erlenda leikmanninn Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Tengdar fréttir Domino's Körfuboltakvöld: „Þetta verður aldrei samþykkt“ Formenn innan körfuboltahreyfingarinnar hafa stigið fram á undanförnum vikum og talað um það að búa til heiðursmannasamkomulag innan körfuboltans hvað varðar erlenda leikmenn. 26. apríl 2020 23:00 Domino's Köfuboltakvöld: Fimm leikmenn sem eiga að fara í stærri lið Í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið fóru spekingarnir yfir tvo lista sem Benedikt Guðmundsson gerði á dögunum. 26. apríl 2020 20:00 Valdi fimm leikmenn sem eiga að fá stærra hlutverk í öðrum liðum á næstu leiktíð Benedikt Guðmundsson, körfuboltaþjálfari og mikill spekingur, setti fram lista á Twitter-síðu sína á dögunum þar sem hann valdi fimm leikmenn sem eiga að færa sig um set í Dominos-deild karla. 26. apríl 2020 18:00 Heitustu orðrómarnir úr Dominos-deild karla Dominos Körfuboltakvöld hefur haldið áfram að rúlla þrátt fyrir að það sé rúmur mánuður frá því að keppnistímabilið og allt mótahald innan vébanda KKÍ var blásið af vegna kórónuveirunnar. 25. apríl 2020 22:00 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Domino's Körfuboltakvöld: „Þetta verður aldrei samþykkt“ Formenn innan körfuboltahreyfingarinnar hafa stigið fram á undanförnum vikum og talað um það að búa til heiðursmannasamkomulag innan körfuboltans hvað varðar erlenda leikmenn. 26. apríl 2020 23:00
Domino's Köfuboltakvöld: Fimm leikmenn sem eiga að fara í stærri lið Í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið fóru spekingarnir yfir tvo lista sem Benedikt Guðmundsson gerði á dögunum. 26. apríl 2020 20:00
Valdi fimm leikmenn sem eiga að fá stærra hlutverk í öðrum liðum á næstu leiktíð Benedikt Guðmundsson, körfuboltaþjálfari og mikill spekingur, setti fram lista á Twitter-síðu sína á dögunum þar sem hann valdi fimm leikmenn sem eiga að færa sig um set í Dominos-deild karla. 26. apríl 2020 18:00
Heitustu orðrómarnir úr Dominos-deild karla Dominos Körfuboltakvöld hefur haldið áfram að rúlla þrátt fyrir að það sé rúmur mánuður frá því að keppnistímabilið og allt mótahald innan vébanda KKÍ var blásið af vegna kórónuveirunnar. 25. apríl 2020 22:00
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum