Læknir í framlínu New York borgar fannst látinn Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2020 08:51 Lorna Breen starfaði við New York-Presbyterian Allen sjúkrahúsið á Manhattan. Facebook-síða Lornu Breen Læknir sem hefur verið í framlínu yfirvalda í New York í baráttunni gegn kórónuveirunni fannst látin um helgina. Er talið að hún hafi svipt sig lífi. Lorna Breen, sem var forstjóri lækninga við New York-Presbyterian Allen sjúkrahúsið á Manhattan, fannst látin á sunnudaginn að því er segir í yfirlýsingu frá lögreglu. „Hún reyndi að sinna starfi sínu og það varð henni að bana,“ hefur New York Times eftir Philip Breen, föður Lornu Breen. New York hefur farið illa út úr faraldri kórónuveirunnar, en af um 56 þúsund skráðum dauðsföllum sem rakin eru til Covid-19 í Bandaríkjunum hafa um 17.500 átt sér stað í New York, eða um þriðjungur. Philip Breen segir dóttur sína ekki hafa glímt við andlega sjúkdóma en að hún hafi verið „fjarlæg“ síðustu dagana og lýst því hvernig sjúklingar hafi látist í hrönnum. „Hún var sannarlega í skotgröfunum í framlínunni.“ Lorna Breen lést í Charlottsville í Virginíu þar sem hún hafði dvalið með fjölskyldu sinni síðustu daga. Hún hafði sjálf smitast af kórónuveirunni en snúið aftur til vinnu eftir að hafa haldið sig heima í eina og hálfa viku. Yfirmenn á sjúkrahúsinu hafi hins vegar vísað henni aftur heim til að hún gæti jafnað sig frekar og hafi fjölskylda hennar farið með hana til Charlottsville. „Tryggið að hylla hana sem hetju. Hún er fórnarlamb líkt og allir aðrir sem hafa látist,“ hefur NYT eftir föður Lornu Breen. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Læknir sem hefur verið í framlínu yfirvalda í New York í baráttunni gegn kórónuveirunni fannst látin um helgina. Er talið að hún hafi svipt sig lífi. Lorna Breen, sem var forstjóri lækninga við New York-Presbyterian Allen sjúkrahúsið á Manhattan, fannst látin á sunnudaginn að því er segir í yfirlýsingu frá lögreglu. „Hún reyndi að sinna starfi sínu og það varð henni að bana,“ hefur New York Times eftir Philip Breen, föður Lornu Breen. New York hefur farið illa út úr faraldri kórónuveirunnar, en af um 56 þúsund skráðum dauðsföllum sem rakin eru til Covid-19 í Bandaríkjunum hafa um 17.500 átt sér stað í New York, eða um þriðjungur. Philip Breen segir dóttur sína ekki hafa glímt við andlega sjúkdóma en að hún hafi verið „fjarlæg“ síðustu dagana og lýst því hvernig sjúklingar hafi látist í hrönnum. „Hún var sannarlega í skotgröfunum í framlínunni.“ Lorna Breen lést í Charlottsville í Virginíu þar sem hún hafði dvalið með fjölskyldu sinni síðustu daga. Hún hafði sjálf smitast af kórónuveirunni en snúið aftur til vinnu eftir að hafa haldið sig heima í eina og hálfa viku. Yfirmenn á sjúkrahúsinu hafi hins vegar vísað henni aftur heim til að hún gæti jafnað sig frekar og hafi fjölskylda hennar farið með hana til Charlottsville. „Tryggið að hylla hana sem hetju. Hún er fórnarlamb líkt og allir aðrir sem hafa látist,“ hefur NYT eftir föður Lornu Breen. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira