Fagnar niðurstöðu Hæstaréttar og segist taka við afsökunarbeiðni á fimmtudögum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2020 10:52 Jón Steinar í réttarsal. visir/vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar þess efnis að fella skuli úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. Tveir af fimm dómurum Hæstaréttar skiluðu inn sératkvæði og vildu staðfesta dóm héraðsdóms í málinu, sem sýknaði Lögmannafélagið af stefnu Jóns Steinars. Í samtali við Vísi fagnar Jón Steinar niðurstöðu Hæstaréttar. „Það væri nú ágætt að koma því á framfæri við Lögmannafélagið að ég tek við afsökunarbeiðnum á milli 15-17 á fimmtudögum á skrifstofunni minni,“ segir Jón Steinar. Misbauð afgreiðsla dómarans Lögmannafélagið áminnti hann fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. Ingimundur kvartaði til Lögmannafélagsins vegna málsins en hann sagði það einsýnt að framkoma Jóns hafi brotið í bága við siðareglur lögmanna. Tölvupóstarnir voru vegna dómsmáls sem Jón Steinar vildi fá flýtimeðferð á. Ingimundur hafnaði beiðninni hins vegar á þeim grundvelli að nauðsynleg gögn hefðu ekki fylgt með. Jón Steinar taldi afgreiðslu dómstjórans óásættanlega og á milli þeirra fóru tölvupóstar. Kvartaði Ingimundur til Lögmannafélagsins vegna þessara tölvupósta. Jón Steinar segir að sér hafi misboðið að Ingimundur hafi afgreitt beiðnina á þeim grundvelli að nauðsynleg gögn vantaði með flýtimeðferðarbeiðninni. Um mikið magn skjala hafi verið að ræða því hafi Jón Steinar afráðið að senda skjalalista þannig að Ingimundur gæti haft samband og óskað eftir þeim skjölum sem hann teldi sig þurfa til að taka afstöðu til beiðninnar. „Það var skýrt tekið fram að skjölin fengi hann eftir listanum sem hann bæði um. Þá afgreiðir hann erindið á þeirri forsendu að skjölin hafi ekki fylgt með. Það var út af þessu sem mér misbauð og þetta kemur ekkert fram í dómunum,“ segir Jón Steinar. Meirihluti tók undir dóm Landsréttar Úrskurðarnefnd lögmanna áminnti Jón Steinar vegna málsins. Þetta sætti Jón Steinar sig ekki við og stefndi hann því Lögmannafélaginu. Krafðist hann þess að úrskurður úrskurðarnefndar lögmanna yrði felldur úr gildi. Héraðsdómur tók málið fyrir og taldi Jón Steinar ekki hafa sýnt fram á neinar málsástæður eða lagarök sem leiða ættu til ógildingar. Jón Steinar áfrýjaði málinu til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdóms við og felldi áminninguna úr gildi. Niðurstaða Landsréttar byggðist á því að skyldufélag eins og Lögmannafélag Íslands geti ekki átt aðild að kærum til úrskurðarnefndar, þar sem gerðar eru kröfur um refsikenndar ákvarðanir á hendur félagsmönnum vegna samskipta þeirra við aðra. Slík kæruaðild þarfnist skýrrar lagaheimildar. Henni sé ekki til að dreifa í lögum um lögmenn. Lögmannafélagið fékk leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar, sem kvað upp dóm sinn í dag. Þrír af fimm settum dómurum í málinu tóku í meginatriðum undir dóm Landsréttar, og var það því niðurstaða Hæstaréttar að dómur Landsréttar skyldi vera óraskaður. Haraldur Henryson og Eggert Óskarsson, settir Hæstaréttardómarar í málinu skiluði hins vegar sératkvæði og vildu þeir staðfesta dóm héraðsdóms í málinu. Dómsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar þess efnis að fella skuli úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. Tveir af fimm dómurum Hæstaréttar skiluðu inn sératkvæði og vildu staðfesta dóm héraðsdóms í málinu, sem sýknaði Lögmannafélagið af stefnu Jóns Steinars. Í samtali við Vísi fagnar Jón Steinar niðurstöðu Hæstaréttar. „Það væri nú ágætt að koma því á framfæri við Lögmannafélagið að ég tek við afsökunarbeiðnum á milli 15-17 á fimmtudögum á skrifstofunni minni,“ segir Jón Steinar. Misbauð afgreiðsla dómarans Lögmannafélagið áminnti hann fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. Ingimundur kvartaði til Lögmannafélagsins vegna málsins en hann sagði það einsýnt að framkoma Jóns hafi brotið í bága við siðareglur lögmanna. Tölvupóstarnir voru vegna dómsmáls sem Jón Steinar vildi fá flýtimeðferð á. Ingimundur hafnaði beiðninni hins vegar á þeim grundvelli að nauðsynleg gögn hefðu ekki fylgt með. Jón Steinar taldi afgreiðslu dómstjórans óásættanlega og á milli þeirra fóru tölvupóstar. Kvartaði Ingimundur til Lögmannafélagsins vegna þessara tölvupósta. Jón Steinar segir að sér hafi misboðið að Ingimundur hafi afgreitt beiðnina á þeim grundvelli að nauðsynleg gögn vantaði með flýtimeðferðarbeiðninni. Um mikið magn skjala hafi verið að ræða því hafi Jón Steinar afráðið að senda skjalalista þannig að Ingimundur gæti haft samband og óskað eftir þeim skjölum sem hann teldi sig þurfa til að taka afstöðu til beiðninnar. „Það var skýrt tekið fram að skjölin fengi hann eftir listanum sem hann bæði um. Þá afgreiðir hann erindið á þeirri forsendu að skjölin hafi ekki fylgt með. Það var út af þessu sem mér misbauð og þetta kemur ekkert fram í dómunum,“ segir Jón Steinar. Meirihluti tók undir dóm Landsréttar Úrskurðarnefnd lögmanna áminnti Jón Steinar vegna málsins. Þetta sætti Jón Steinar sig ekki við og stefndi hann því Lögmannafélaginu. Krafðist hann þess að úrskurður úrskurðarnefndar lögmanna yrði felldur úr gildi. Héraðsdómur tók málið fyrir og taldi Jón Steinar ekki hafa sýnt fram á neinar málsástæður eða lagarök sem leiða ættu til ógildingar. Jón Steinar áfrýjaði málinu til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdóms við og felldi áminninguna úr gildi. Niðurstaða Landsréttar byggðist á því að skyldufélag eins og Lögmannafélag Íslands geti ekki átt aðild að kærum til úrskurðarnefndar, þar sem gerðar eru kröfur um refsikenndar ákvarðanir á hendur félagsmönnum vegna samskipta þeirra við aðra. Slík kæruaðild þarfnist skýrrar lagaheimildar. Henni sé ekki til að dreifa í lögum um lögmenn. Lögmannafélagið fékk leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar, sem kvað upp dóm sinn í dag. Þrír af fimm settum dómurum í málinu tóku í meginatriðum undir dóm Landsréttar, og var það því niðurstaða Hæstaréttar að dómur Landsréttar skyldi vera óraskaður. Haraldur Henryson og Eggert Óskarsson, settir Hæstaréttardómarar í málinu skiluði hins vegar sératkvæði og vildu þeir staðfesta dóm héraðsdóms í málinu.
Dómsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira