Þrír reynsluboltar til Sensa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2020 10:55 Sigurður, Björgvin og Guðbjarni mættir til starfa. Sensa Upplýsingatæknifyrirtækið Sensa hefur ráðið til sín þrjá reynslumikla starfsmenn, þá Guðbjarna Guðmundsson, Sigurð H. Ólafsson og Björgvin Björgvinsson. Í tilkynningu segir að ráðningarnar séu vegna aukinna umsvifa. Guðbjarni er í tilkynningunni sagður einn reynslumesti netsérfræðingur landsins og bætist við við teymi Sensa í net- og öryggislausnum. „Guðbjarni hefur undanfarin tuttugu ár starfað hjá Opnum Kerfum sem sérfræðingur og ráðgjafi í innleiðingum á net- og öryggislausnum fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir. Þá var hann samhliða ráðgjöf forstöðumaður Kjarnalausna síðustu fimm ár. Guðbjarni er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með CCIE gráðu frá Cisco eða Cisco Certified Internetworking Expert sem er eftirsótt í upplýsingatækniheiminum.“ Guðbjarni stundar crossfit af kappi en leggur líka stund á jeppaferðir sem og almenna fjallamennsku. Guðbjarni er kvæntur Ragnheiði Marteinsdóttur og eiga þau þrjú börn. Sigurður hefur verið ráðinn í viðskiptaþróun Netapp hjá Sensa. „Hlutverk Sigurðar verður að skapa nýjar lausnir og þjónustur úr lausnamengi Netapp með áherslu á samnýtingu gagna á milli skýjalausna og hefðbundinna gagnageymslna. Sigurður styrkir öflugan hóp hjá Sensa sem einbeitir sér að lausnum er snúa að gagnaumsýslu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Gögn fyrirtækja og meðhöndlun þeirra er lykilatriði í samkeppnishæfni fyrirtækja og er markmið Sensa að bjóða viðskiptavinum sínum hagkvæmar og virðisaukandi lausnir er snúa að því að virkja gögn til verðmætasköpunar. Sigurður hefur undanfarin 25 ár sinnt ýmsum störfum hjá Origo hf., síðustu ár sem Lausnastjóri innviða. Sigurður er með sveinspróf í rafeindavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík og BA gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands með tölvunarfræði sem aukagrein. Sigurður er kvæntur Guðfinnu Hákonardóttur og eiga þau fjögur börn.“ Björgvin Björgvinsson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri hjá Sensa. „Hlutverk Björgvins verður fyrst og fremst sala og sérhæfing í Microsoft 365 umhverfinu og skýjalausnum, ásamt almennum rekstrarlausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Björgvin hefur undanfarin fjórtán ár starfað hjá Epli. Þar hefur hann gegnt ýmsum störfum m.a. á fyrirtækjasviði og gegnt hlutverki verslunarstjóra síðastliðin fimm ár. Þá hefur hann samhliða unnið sem vefstjóri og stofnað og rekið vefverslanir í gegnum tíðina. Björgvin útskrifast í vor með MCSA og CCNA gráðu í kerfisstjórnun. Alls kyns tækni er ofarlega í huga hjá Björgvini en auk þess spilar hann á píanó, er liðtækur í matargerð auk þess að stunda útivist og líkamsrækt af kappi. Sambýliskona Björgvins er Hrafnhildur B. Þórsdóttir og á hann tvö börn.“ 120 vinna hjá Sensa sem er upplýsingafyrirtæki sem sér um rekstur, hýsingu, skýjalausnir, sérfræðiþjónustu og ráðgjöf. Vistaskipti Upplýsingatækni Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Upplýsingatæknifyrirtækið Sensa hefur ráðið til sín þrjá reynslumikla starfsmenn, þá Guðbjarna Guðmundsson, Sigurð H. Ólafsson og Björgvin Björgvinsson. Í tilkynningu segir að ráðningarnar séu vegna aukinna umsvifa. Guðbjarni er í tilkynningunni sagður einn reynslumesti netsérfræðingur landsins og bætist við við teymi Sensa í net- og öryggislausnum. „Guðbjarni hefur undanfarin tuttugu ár starfað hjá Opnum Kerfum sem sérfræðingur og ráðgjafi í innleiðingum á net- og öryggislausnum fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir. Þá var hann samhliða ráðgjöf forstöðumaður Kjarnalausna síðustu fimm ár. Guðbjarni er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með CCIE gráðu frá Cisco eða Cisco Certified Internetworking Expert sem er eftirsótt í upplýsingatækniheiminum.“ Guðbjarni stundar crossfit af kappi en leggur líka stund á jeppaferðir sem og almenna fjallamennsku. Guðbjarni er kvæntur Ragnheiði Marteinsdóttur og eiga þau þrjú börn. Sigurður hefur verið ráðinn í viðskiptaþróun Netapp hjá Sensa. „Hlutverk Sigurðar verður að skapa nýjar lausnir og þjónustur úr lausnamengi Netapp með áherslu á samnýtingu gagna á milli skýjalausna og hefðbundinna gagnageymslna. Sigurður styrkir öflugan hóp hjá Sensa sem einbeitir sér að lausnum er snúa að gagnaumsýslu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Gögn fyrirtækja og meðhöndlun þeirra er lykilatriði í samkeppnishæfni fyrirtækja og er markmið Sensa að bjóða viðskiptavinum sínum hagkvæmar og virðisaukandi lausnir er snúa að því að virkja gögn til verðmætasköpunar. Sigurður hefur undanfarin 25 ár sinnt ýmsum störfum hjá Origo hf., síðustu ár sem Lausnastjóri innviða. Sigurður er með sveinspróf í rafeindavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík og BA gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands með tölvunarfræði sem aukagrein. Sigurður er kvæntur Guðfinnu Hákonardóttur og eiga þau fjögur börn.“ Björgvin Björgvinsson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri hjá Sensa. „Hlutverk Björgvins verður fyrst og fremst sala og sérhæfing í Microsoft 365 umhverfinu og skýjalausnum, ásamt almennum rekstrarlausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Björgvin hefur undanfarin fjórtán ár starfað hjá Epli. Þar hefur hann gegnt ýmsum störfum m.a. á fyrirtækjasviði og gegnt hlutverki verslunarstjóra síðastliðin fimm ár. Þá hefur hann samhliða unnið sem vefstjóri og stofnað og rekið vefverslanir í gegnum tíðina. Björgvin útskrifast í vor með MCSA og CCNA gráðu í kerfisstjórnun. Alls kyns tækni er ofarlega í huga hjá Björgvini en auk þess spilar hann á píanó, er liðtækur í matargerð auk þess að stunda útivist og líkamsrækt af kappi. Sambýliskona Björgvins er Hrafnhildur B. Þórsdóttir og á hann tvö börn.“ 120 vinna hjá Sensa sem er upplýsingafyrirtæki sem sér um rekstur, hýsingu, skýjalausnir, sérfræðiþjónustu og ráðgjöf.
Vistaskipti Upplýsingatækni Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira