Hefði ekki verið skynsamlegt að halda hlutastarfaleiðinni óbreyttri Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. apríl 2020 12:17 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Safnahúsinu í dag. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir að ekki hefði verið skynsamlegt að halda hlutastarfaleiðinni svokölluðu óbreyttri. Þá geri hlutagreiðslur uppsagnarfrests fyrirtækjum kleift að leggjast í híði og bíða bjartari tíma - og forðast gjaldþrot, líkt og kallað hafði verið eftir. Á meðal þeirra kórónuveiruaðgerða sem ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi í dag var framlenging hlutastarfaleiðarinnar, án breytinga með 25% lágmarksstarfshlutfalli út júní, en lágmarkið hækkar svo í 50% í júlí. Leiðin verður í boði til 31. ágúst. Að óbreyttu hefði hlutastarfaleiðin fallið úr gildi 1. júní. Þá verður fyrirtækjum, sem orðið hafa fyrir 75 prósent tekjutapi að lágmarki og sjá fram á áframhaldandi tap, gefinn kostur á að sækja um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu á hluta uppsagnarfrests. Stuðningurinn verður að hámarki 633 þúsund krónur, auk orlofs, í allt að þrjá mánuði. Klippa: Viðtal við Bjarna Benediktsson Óvissunni um hlutastarfaleiðina svarað í dag Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í samtali við fréttastofu nú eftir fundinn í Safnahúsinu að umfang aðgerðanna færi eftir því hvernig á það væri litið. Þannig væri áætlað að um 35 þúsund manns væru að nýta hlutastarfaleiðina og kallað hefði verið eftir því hvað tæki við þegar hún félli úr gildi um mánaðamótin maí/júní. Því hefði verið svarað í dag. Aðgerðin nái til tugþúsunda starfsmanna á vinnumarkaði og því afar umfangsmikil. Ríkisstjórnin geri sér jafnframt grein fyrir því að gríðarlegur kostnaður falli á ríkissjóð ef ekkert verður að gert. Aðgerðirnar snúist einnig um að verja störfin sem enn eru eftir og þá sé leitast við að fyrirtæki sem orðið hafa fyrir algjöru tekjuhruni og ráða ekki við að greiða uppsagnarfrest geti lagst í híði og beðið átekta þar til tekur að birta til að nýju. Um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka lágmark hlutabótaleiðarinnar í 50 prósent í júlí, og hvort það stuðli frekar að uppsögnum en hitt, sagði Bjarni að nú væri komið að ákveðnum gatnamótum. Ekki væri skynsamlegt að halda áfram með hlutabæturnar óáreittar. Ríkisstjórnin væri að reyna að svara kalli þeirra fyrirtækja sem vildu möguleikann á því að „leggjast í híði“, einkum fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ekkert launungamál að verið sé að skoða stuðning við Icelandair Inntur eftir því hvort verið væri að skoða sérstaklega aðgerðir varðandi Icelandair, sem boðað hefur miklar uppsagnir í þessari viku, sagði Bjarni að á undanförnum vikum hefði ríkisstjórnin kynnt sér stöðu og áform félagsins til að geta lagt grunn að upplýstri ákvörðun í þeim efnum. Það sé ekkert launungamál að stjórnvöld leggi upp með möguleikann á einhvers konar stuðningi við félagið. Ákvörðun verði tekin þegar áform félagsins sjálfs liggi fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að ekki hefði verið skynsamlegt að halda hlutastarfaleiðinni svokölluðu óbreyttri. Þá geri hlutagreiðslur uppsagnarfrests fyrirtækjum kleift að leggjast í híði og bíða bjartari tíma - og forðast gjaldþrot, líkt og kallað hafði verið eftir. Á meðal þeirra kórónuveiruaðgerða sem ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi í dag var framlenging hlutastarfaleiðarinnar, án breytinga með 25% lágmarksstarfshlutfalli út júní, en lágmarkið hækkar svo í 50% í júlí. Leiðin verður í boði til 31. ágúst. Að óbreyttu hefði hlutastarfaleiðin fallið úr gildi 1. júní. Þá verður fyrirtækjum, sem orðið hafa fyrir 75 prósent tekjutapi að lágmarki og sjá fram á áframhaldandi tap, gefinn kostur á að sækja um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu á hluta uppsagnarfrests. Stuðningurinn verður að hámarki 633 þúsund krónur, auk orlofs, í allt að þrjá mánuði. Klippa: Viðtal við Bjarna Benediktsson Óvissunni um hlutastarfaleiðina svarað í dag Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í samtali við fréttastofu nú eftir fundinn í Safnahúsinu að umfang aðgerðanna færi eftir því hvernig á það væri litið. Þannig væri áætlað að um 35 þúsund manns væru að nýta hlutastarfaleiðina og kallað hefði verið eftir því hvað tæki við þegar hún félli úr gildi um mánaðamótin maí/júní. Því hefði verið svarað í dag. Aðgerðin nái til tugþúsunda starfsmanna á vinnumarkaði og því afar umfangsmikil. Ríkisstjórnin geri sér jafnframt grein fyrir því að gríðarlegur kostnaður falli á ríkissjóð ef ekkert verður að gert. Aðgerðirnar snúist einnig um að verja störfin sem enn eru eftir og þá sé leitast við að fyrirtæki sem orðið hafa fyrir algjöru tekjuhruni og ráða ekki við að greiða uppsagnarfrest geti lagst í híði og beðið átekta þar til tekur að birta til að nýju. Um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka lágmark hlutabótaleiðarinnar í 50 prósent í júlí, og hvort það stuðli frekar að uppsögnum en hitt, sagði Bjarni að nú væri komið að ákveðnum gatnamótum. Ekki væri skynsamlegt að halda áfram með hlutabæturnar óáreittar. Ríkisstjórnin væri að reyna að svara kalli þeirra fyrirtækja sem vildu möguleikann á því að „leggjast í híði“, einkum fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ekkert launungamál að verið sé að skoða stuðning við Icelandair Inntur eftir því hvort verið væri að skoða sérstaklega aðgerðir varðandi Icelandair, sem boðað hefur miklar uppsagnir í þessari viku, sagði Bjarni að á undanförnum vikum hefði ríkisstjórnin kynnt sér stöðu og áform félagsins til að geta lagt grunn að upplýstri ákvörðun í þeim efnum. Það sé ekkert launungamál að stjórnvöld leggi upp með möguleikann á einhvers konar stuðningi við félagið. Ákvörðun verði tekin þegar áform félagsins sjálfs liggi fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira