Hvarf Anne-Elisabeth Hagen er óumdeilanlega stærsta sakamál síðustu ára í Noregi. Algjör leynd hvíldi yfir rannsókninni fyrst um sinn en málið sprakk út með látum í janúar, talsvert eftir að Anne-Elisabeth hvarf sporlaust. Rannsóknin heltók norsku þjóðina, sem fylgdist með blaðamannafundum og hafði samúð með hægláta auðjöfrinum Tom Hagen, sem saknaði eiginkonu sinnar svo mjög. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar; dularfulla mannræningja, ólæsilegt kröfubréf og vísbendingar um „stormasamt hjónaband“ Hagen-hjónanna. Ákveðnum hluta rannsóknarinnar lyktaði í gærmorgun með handtöku áðurnefnds Tom Hagen. En málinu er hvergi nærri lokið. 68 ára húsmóðir horfin sporlaust Þann 9. janúar 2019 greindi dagblaðið Aftenposten fyrst norskra fjölmiðla frá dularfullu hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, 68 ára heimavinnandi húsmóður í Lørenskógi. Anne-Elisabeth hafði verið saknað síðan 31. október er hún hvarf frá heimili sínu og eiginmanns síns, milljarðamæringsins Tom Hagen. Málið vakti strax gríðarlega athygli í Noregi, einkum sökum þess að lögregla hafði haldið rannsókninni leyndri í rúma tvo mánuði. Fjölmiðlar sátu jafnframt á umfjöllun um málið vegna rannsóknarhagsmuna. Fyrstu fregnir hermdu að ekkert benti til þess að brotist hefði verið inn í hús hjónanna. Málið var rannsakað sem mannrán og meintir mannræningjar sagðir hafa krafist lausnargjalds: níu milljóna evra í hinni órekjanlegu rafmynt Monero, sem jafngildir um milljarði íslenskra króna. „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Tom og Anne-Elisabeth giftu sig árið 1979 og eiga þrjú uppkomin börn. Þegar upp komst um hvarf þeirrar síðarnefndu sat Tom í 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir 400 efnuðustu einstaklinga Noregs. Haustið 2018 greindi tímaritið Dagens Næringsliv frá því að Tom hefði þénað um milljarð norskra króna á orkusölu ellefu árin á undan, eða tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. Aftenposten leiddi að því líkum að sú umfjöllun hefði kveikt áhuga meintra mannræningja á eiginkonu hans. Lögreglumenn rannsaka heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi í gærmorgun, skömmu eftir að Tom Hagen var handtekinn á leið til vinnu.Vísir/EPA Hagen-fjölskyldan hafði hingað til haft sig afar lítið frammi í norsku þjóðlífi. Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður, sem búsettur er í Noregi, sagði samtali við Bítið á Bylgjunni að morgni 10. janúar 2019 að nær enginn vissi í raun hver Tom og Anne-Elisabeth Hagen væru. „Þetta er fólk sem hefur haldið sig út af fyrir sig og ekkert verið áberandi þannig að þetta er svolítið athyglisvert val á fórnarlambi þannig séð. Þau eru búin að vera þarna í Lørrenskog síðan 1981 eða -2 og ekkert látið á sér bera. Bara sinnt sinni vinnu og sinni fjárfestingu og ekkert meira með það. Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er nema það sem er í viðskiptalífinu og raforkubransanum,“ sagði Atli þennan janúarmorgun. Og það mætti í raun segja að þarna kristallist eitt af lykilatriðum rannsóknarinnar. Hagen-hjónin voru sterkefnuð en ekki áberandi rík. Héldu sig út af fyrir sig í úthverfi Óslóar. Af hverju ættu mannræningjar að beina spjótum sínum að þeim? Svo sannarlega athyglisvert val á fórnarlambi. Kröfubréf og glæpagengi frá Balkanskaga Strax fóru að berast fregnir af vísbendingum og sönnunargögnum sem fundist höfðu á heimili Hagen-hjónanna. Sama dag og upplýst var um rannsókn málsins greindi NRK frá því að skilaboð frá ræningjunum hefðu fundist á vettvangi. Tom sjálfur, eiginmaðurinn, hefði gengið fram á umrætt bréf og lögregla vonaðist til að málvísindamenn gætu aðstoðað við að varpa ljósi á það sem þar stóð. Lögregla staðfesti jafnframt að þar hefði verið að finna hótanir í garð Anne-Elisabeth, og gaf enn fremur út að samband hefði náðst við meinta mannræningja í gegnum netið. Þá fundust ummerki um að ráðist hefði verið á Anne-Elisabeth inni á baðherbergi á heimilinu daginn sem hún hvarf. Fljótlega voru birtar myndir úr öryggismyndavélum í grennd við heimili hjónanna og vinnustað Toms. Lögregla óskaði eftir að ná tali af nokkrum einstaklingum sem sáust á myndunum fyrir utan vinnustaðinn að morgni 31. október. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth í janúar.Vísir/EPA Tommy Brøske, yfirlögregluþjónn sem verið hefur í forsvari fyrir rannsóknina frá upphafi, sagði að ekki væri hægt að útiloka að fylgst hefði verið með skyldmennum hjónanna og stöðum þeim tengdum í aðdraganda hvarfsins. Þessar umleitanir lögreglu virtust þó ekki skila neinu sem skipti máli. Næstu daga og vikur kom sífellt meira í ljós um rannsóknina. Lögregla kembdi heimili hjónanna, stöðuvatn við húsið og næsta nágrenni eftir sönnunargögnum. Bréf ræningjanna reyndist á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google Translate-þýðingu, og þá lýsti nágranni Hagen-hjónanna dularfullum ferðum bíls við heimili þeirra daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Þann 21. janúar hafði NRK eftir Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmanni hjá norsku leyniþjónustunni, að reyndir glæpamenn hlytu að hafa staðið að mannráninu í Lørenskógi. Hann horfði einkum til glæpasamtaka frá Balkanskaga í því samhengi. Mannræningjar hafa samband Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, boðaði svo til blaðamannafundar 24. janúar 2019. Þar greindi hann frá því að meintir mannræningjar hefðu sett sig í samband við fjölskylduna fyrr í mánuðinum. „Miðvikudaginn 16. janúar fékk fjölskyldan skilaboð frá þeim sem segjast hafa rænt Anne-Elisabeth Hagen,“ sagði Holden á blaðamannafundinum. „Við höfum farið vandlega yfir þessi skilaboð með lögreglu og ákváðum að nú væri rétti tíminn fyrir mig að koma fram í fjölmiðlum og greina frá því að skilaboðin bárust í gegnum sama stafræna vettvang og ræningjarnir hafa áður notað til að hafa samband. Skilaboðin voru hvorki sönnun þess efnis að Anne-Elisabeth sé á lífi né að sendandi hafi Anne-Elisabeth í haldi í dag.“ Kúvending í málinu Næstu vikur fór svo að draga nokkuð úr fjölmiðlaumfjöllun um málið. Lögregla hafði enda úr litlu að moða. Enginn var nokkru nær um það hvar Anne-Elisabeth var niðurkomin. Í apríl var greint frá því að svindlarar, ótengdir málinu, hefðu reynt að kúga fé út úr Tom Hagen og lögregla hefði raunar nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. Áfram var lítið að frétta af rannsókninni. En svo, 26. júní 2019, urðu loks nýjar vendingar – og meira að segja nokkuð merkilegar. Tommy Brøske tilkynnti á blaðamannafundi að lögregla gengi nú út frá því að Anne-Elisabeth hefði verið myrt. Henni hefði ekki verið rænt heldur hefði mannránið verið sett á svið til að villa um fyrir lögreglu. Enginn var þó grunaður um aðild að málinu á þessum tímapunkti. Svein Holden, lögmaður fjölskyldunnar, boðaði svo aftur til blaðamannafundar í byrjun ágúst. Þar sagði hann að meintir mannræningjar hefðu sett sig í samband við Hagen-fjölskylduna 8. júlí, eftir að lögregla kynnti fyrrnefnda stefnubreytingu í rannsókninni, og fullyrt að Anne-Elisabeth væri á lífi. „En okkur hefur ekki borist staðfesting á því að það sé rétt,“ sagði Holden. „Það kæmi mér á óvart ef lögregla útilokaði nú að Hagen gæti verið á lífi,“ bætti hann við. Lögrega boðaði til blaðamannafundar síðar sama dag og sagðist þá standa við fyrri yfirlýsingar sínar, þ.e. að enn væri gengið út frá því að Anne-Elisabeth hefði verið myrt. Á þeim tímapunkti hafði norska dagblaðið VG jafnframt greint frá því, samkvæmt heimildum, að Hagen-fjölskyldunni hefði borist ný lausnargjaldskrafa í júlí. Þá hefði Tom greitt yfir tíu milljónir norskra króna, um 136 milljónir íslenskra króna, gegn því að fá staðfestingu á því að Anne-Elisabeth væri á lífi. Slík staðfesting hefði ekki borist, þrátt fyrir greiðslurnar. Hótuðu að birta aftökumyndband Í lok ágúst greindi VG svo í fyrsta sinn frá innihaldi hótunarbréfsins sem Tom Hagen var sagður hafa fundið er hann kom heim úr vinnunni 31. október. Samkvæmt heimildum VG hótuðu mannræningjarnir því að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth, reiddi Tom Hagen ekki fram umbeðið lausnargjald. Áfram hægði svo á umfjöllun um rannsóknina. Í október 2019 staðfesti þó áðurnefndur yfirlögregluþjónn Tommy Brøske að blóð úr Anne-Elisabeth hefði fundist á heimili hjónanna, þó að það teldist ekki grunsamlegt í ljósi þess að hún bjó á heimilinu. Þann 30. október, daginn áður en ár var liðið frá hvarfi Anne-Elisabeth, hélt Svein Holden enn einn blaðamannafundinn fyrir hönd fjölskyldunnar og kvað hana hafa sett sig í samband við meinta mannræningja, en án árangurs. Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, á blaðamannafundi þann 9. janúar síðastliðinn.EPA/TORE MEEK Handtekinn og grunaður Það var svo í janúar síðastliðnum sem lögregla gaf það út að hvarf Anne-Elisabeth teldist nú óupplýst morðmál. Hún var því skráð myrt daginn sem hún hvarf. Og þá virtist sem málið væri að lognast út af. Áhugi fjölmiðla dvínaði sem aldrei fyrr og lítið heyrðist í lögreglu. Þangað til nú. Tom Hagen var handtekinn skammt frá heimili þeirra hjóna á leið til vinnu klukkan hálf níu að norskum tíma í gærmorgun, 28. apríl. Sautján mánuðum og tuttugu átta dögum eftir að síðast spurðist til Anne-Elisabeth. Lögreglumenn á bílum lokuðu veginum og Tom fór með þeim án þess að hreyfa teljandi mótmælum. Bíll hans var skilinn eftir mannlaus á götunni og síðar dreginn burt. Ekkert var gefið upp um handtökuna fyrr en á blaðamannafundi lögreglu um tveimur klukkustundum síðar. Þar var tilkynnt að Tom Hagen væri grunaður um morðið, eða hlutdeild að morðinu, á Anne-Elisabeth. Farið yrði fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum, líklega í dag. Rannsóknin færist yfir á nýtt stig Fram kom í máli forsvarsmanna lögreglu að eftir því sem leið á rannsóknina hefði lögregla sannfærst um að Hagen hefði átt hlut að máli. Lögregla teldi nú að Anne-Elisabeth hefði aldrei verið rænt og að engir mannræningjar hefðu nokkurn tímann komið við sögu. Málið var jafnframt sagt einkennast af einbeittum brotavilja og misferli. Þá hefur ekki verið útilokað að fleiri verði handteknir. Ida Melbo Øystese lögreglustjóri austurumdæmis lögreglu í Noregi sagði á fundinum að rannsókn málsins færðist nú yfir á nýtt stig. „Á þessu stigi er mikilvægt fyrir mig að leggja áherslu á að þrátt fyrir að Tom Hagen hafi fengið stöðu sakbornings er málið enn í rannsókn. Mörgum spurningum er enn ósvarað,“ sagði Øystese. Tom Hagen neitar sök, að því er fram kom í máli Svein Holden, lögmannsins sem verið hefur í forsvari fyrir fjölskylduna en gegnir nú stöðu verjanda. „Honum finnst mjög erfitt að vera sakaður um eitthvað sem hann er viss um að hann gerði ekki,“ hafði NRK eftir honum í gær. Virðist hafa verið grunaður um verknaðinn strax í fyrrasumar Ýmislegt nýtt leit jafnframt dagsins ljós í tengslum við málið í gær. Þar ber hæst leynileg rannsókn lögreglu á Tom Hagen sem sögð er hafa staðið yfir undanfarna mánuði. Þannig virðist sem grunur lögreglu hafi beinst að Tom strax í fyrrasumar, að því er heimildir VG herma. Blaðið greinir frá því að sérstakt leyfi dómstóla hafi fengist til að koma fyrir hlerunarbúnaði á heimili hans í Lørenskógi. Sími hans var einnig hleraður. Ida Melbo Øystese, lögreglustjóri austurumdæmis lögreglu í Noregi, upplýsir blaðamenn um handtöku Tom Hagen á blaðamannafundi í gær.Vísir/EPA Snemma í rannsókninni hafi lögregla auk þess fengið upplýsingar um að Anne-Elisabeth hafi sagt nokkrum frá því að hjónaband hennar og Toms væri stormasamt. Vísbendingar hafi verið um að hún vildi skilja við eiginmann sinn. Samkvæmt þessu grunaði lögregla Tom þegar um aðild að málinu þegar boðað var til blaðamannafundar 26. júní 2019. Það var þá sem lögregla tilkynnti að Anne-Elisabeth hefði ekki verið rænt, heldur hún að öllum líkindum verið myrt. Óvænta uppákoman hafi sitt að segja Ljóst þykir að aðgerð lögreglu í gærmorgun við heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi hafi verið þaulskipulögð. Olav Rønneberg, afbrotagreinandi NRK, segir í umfjöllun sinni um málið að lögregla hafi e.t.v. verið hrædd um að Tom kynni að eyða sönnunargögnum og því hafi verið ákveðið að handtaka hann svo fyrirvaralaust. „Þau hefðu getað ákveðið að banka upp á hjá honum eða kalla hann til yfirheyrslu en í staðinn ákváðu þau að mæta honum opinberlega,“ skrifar Rønneberg. Óvænt uppákoma. Þá þykir einhverjum afar ósennilegt að Tom Hagen, sé hann sekur um morðið á konu sinni, hafi verið einn að verki. Samkvæmt upplýsingum VG telur lögregla margt benda til þess að fleiri hafi verið með í ráðum, einkum er varðar þann hluta málsins er snýr að rafmyntinni og netsamskiptum hinna meintu mannræningja við lögreglu. Þá sagði Tommy Brøske í samtali við dagblaðið í janúar að vísbendingar væru um að morðinginn, eða morðingjarnir, hefði byrjað að skipuleggja verknaðinn sumarið 2018. Örlagaríkur hálftími að morgni 31. október 2018 Lögreglustjórinn Ida Melbo Øystese hafði sennilega lög að mæla á blaðamannafundinum í gær. Mörgum spurningum er enn ósvarað. Nú þarf lögregla til dæmis að reyna hvað hún getur til að varpa ljósi á ferðir Tom Hagen 31. október. Hann hélt til vinnu klukkan níu um morguninn, nokkuð seinna en venjulega, og Anne-Elisabeth ræddi við ættingja sinn í síma fjórtán mínútum síðar. Þetta símtal er síðasta lífsmarkið. Ekkert hefur spurst til hennar síðan. Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen.Vísir/AP Talið er að voðaverkið hafi verið framið einhvern tímann á næsta rúma hálftímanum eða svo. Rafvirki, sem segist hafa verið bókaður til að skipta um ljós í eldhúsi Hagen-hjónanna þennan örlagaríka dag, hringdi í Anne-Elisabeth klukkan 9:48. Hún svaraði ekki símanum. Tom Hagen mætti í vinnuna klukkan 9:08. Lögregla hefur yfirsýn yfir ferðir hans framan af morgni en svo tapar hún slóðinni. Eða, virðist að minnsta kosti halda að það sé ekki endilega hafið yfir allan vafa að Tom hafi verið í vinnunni. Tom kveðst hins vegar hafa verið á skrifstofunni þangað til hann fór heim til sín um klukkan hálf tvö – þegar Anne-Elisabeth svaraði ekki í símann. Hann segist hafa orðið áhyggjufullur. Þau hjónin hafi ætlað að hittast síðar um daginn. Um hálftíma eftir að Tom Hagen kom heim í Lørenskóg hringdi hann í lögreglu og hitti svo lögreglumann á bensínstöð í grennd við heimilið. Í lögregluskýrslu um bensínstöðvarfundinn segir að Tom Hagen hafi virst óttast mjög um afdrif konu sinnar. Sendi lögreglu tölvupóst í síðustu viku Tom Hagen er sagður hafa ætíð verið samvinnuþýður lögreglu, látið sig rannsóknina mjög varða og sent marga tölvupósta til rannsakenda þar sem hann bauð aðstoð sína og hugmyndir að lausnum. Samkvæmt upplýsingum VG hefur Tom haldið því fram að innlendir glæpamenn, sem vilji koma höggi á hann persónulega, beri ábyrgð á hvarfi Anne-Elisabeth. Og hann er sagður hafa nefnt nafngreinda menn í því samhengi. VG greindi einmitt frá því á forsíðu sinni í morgun að Tom hefði sent lögreglu einn slíkan tölvupóst nokkrum dögum áður en hann var handtekinn, með upplýsingum og hugmyndum um málið sem hann teldi geta gagnast við rannsóknina. Ótal spurningum er svo sannarlega ósvarað. Greiddi Tom Hagen sér þá sjálfum milljónalausnargjald í rafmynt? Skrifaði hann, eða mögulegir vitorðsmenn, hið ólæsilega kröfubréf? Er þessi hægláti milljarðamæringur, sem virðist hafa óttast svo mjög um afdrif konu sinnar í átján mánuði, á bak við þaulskipulagt morð sem á sér engan líka í norskri réttarsögu? Ætli við verðum ekki bara að bíða og sjá. Noregur Anne-Elisabeth Hagen Fréttaskýringar Tengdar fréttir Tom Hagen neitar sök Norski milljarðamæringurinn Tom Hagen, sem handtekinn var í morgun grunaður um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, neitar sök. 28. apríl 2020 13:32 Tom Hagen ákærður fyrir morðið á Anne-Elisabeth Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem ekkert hefur spurst til síðan í október 2018, er grunaður um morð, eða að eiga hlut að morði, á eiginkonu sinni. 28. apríl 2020 08:53 Eiginmaður Anne-Elisabeth handtekinn Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14 Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Hvarf Anne-Elisabeth Hagen er óumdeilanlega stærsta sakamál síðustu ára í Noregi. Algjör leynd hvíldi yfir rannsókninni fyrst um sinn en málið sprakk út með látum í janúar, talsvert eftir að Anne-Elisabeth hvarf sporlaust. Rannsóknin heltók norsku þjóðina, sem fylgdist með blaðamannafundum og hafði samúð með hægláta auðjöfrinum Tom Hagen, sem saknaði eiginkonu sinnar svo mjög. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar; dularfulla mannræningja, ólæsilegt kröfubréf og vísbendingar um „stormasamt hjónaband“ Hagen-hjónanna. Ákveðnum hluta rannsóknarinnar lyktaði í gærmorgun með handtöku áðurnefnds Tom Hagen. En málinu er hvergi nærri lokið. 68 ára húsmóðir horfin sporlaust Þann 9. janúar 2019 greindi dagblaðið Aftenposten fyrst norskra fjölmiðla frá dularfullu hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, 68 ára heimavinnandi húsmóður í Lørenskógi. Anne-Elisabeth hafði verið saknað síðan 31. október er hún hvarf frá heimili sínu og eiginmanns síns, milljarðamæringsins Tom Hagen. Málið vakti strax gríðarlega athygli í Noregi, einkum sökum þess að lögregla hafði haldið rannsókninni leyndri í rúma tvo mánuði. Fjölmiðlar sátu jafnframt á umfjöllun um málið vegna rannsóknarhagsmuna. Fyrstu fregnir hermdu að ekkert benti til þess að brotist hefði verið inn í hús hjónanna. Málið var rannsakað sem mannrán og meintir mannræningjar sagðir hafa krafist lausnargjalds: níu milljóna evra í hinni órekjanlegu rafmynt Monero, sem jafngildir um milljarði íslenskra króna. „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Tom og Anne-Elisabeth giftu sig árið 1979 og eiga þrjú uppkomin börn. Þegar upp komst um hvarf þeirrar síðarnefndu sat Tom í 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir 400 efnuðustu einstaklinga Noregs. Haustið 2018 greindi tímaritið Dagens Næringsliv frá því að Tom hefði þénað um milljarð norskra króna á orkusölu ellefu árin á undan, eða tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. Aftenposten leiddi að því líkum að sú umfjöllun hefði kveikt áhuga meintra mannræningja á eiginkonu hans. Lögreglumenn rannsaka heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi í gærmorgun, skömmu eftir að Tom Hagen var handtekinn á leið til vinnu.Vísir/EPA Hagen-fjölskyldan hafði hingað til haft sig afar lítið frammi í norsku þjóðlífi. Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður, sem búsettur er í Noregi, sagði samtali við Bítið á Bylgjunni að morgni 10. janúar 2019 að nær enginn vissi í raun hver Tom og Anne-Elisabeth Hagen væru. „Þetta er fólk sem hefur haldið sig út af fyrir sig og ekkert verið áberandi þannig að þetta er svolítið athyglisvert val á fórnarlambi þannig séð. Þau eru búin að vera þarna í Lørrenskog síðan 1981 eða -2 og ekkert látið á sér bera. Bara sinnt sinni vinnu og sinni fjárfestingu og ekkert meira með það. Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er nema það sem er í viðskiptalífinu og raforkubransanum,“ sagði Atli þennan janúarmorgun. Og það mætti í raun segja að þarna kristallist eitt af lykilatriðum rannsóknarinnar. Hagen-hjónin voru sterkefnuð en ekki áberandi rík. Héldu sig út af fyrir sig í úthverfi Óslóar. Af hverju ættu mannræningjar að beina spjótum sínum að þeim? Svo sannarlega athyglisvert val á fórnarlambi. Kröfubréf og glæpagengi frá Balkanskaga Strax fóru að berast fregnir af vísbendingum og sönnunargögnum sem fundist höfðu á heimili Hagen-hjónanna. Sama dag og upplýst var um rannsókn málsins greindi NRK frá því að skilaboð frá ræningjunum hefðu fundist á vettvangi. Tom sjálfur, eiginmaðurinn, hefði gengið fram á umrætt bréf og lögregla vonaðist til að málvísindamenn gætu aðstoðað við að varpa ljósi á það sem þar stóð. Lögregla staðfesti jafnframt að þar hefði verið að finna hótanir í garð Anne-Elisabeth, og gaf enn fremur út að samband hefði náðst við meinta mannræningja í gegnum netið. Þá fundust ummerki um að ráðist hefði verið á Anne-Elisabeth inni á baðherbergi á heimilinu daginn sem hún hvarf. Fljótlega voru birtar myndir úr öryggismyndavélum í grennd við heimili hjónanna og vinnustað Toms. Lögregla óskaði eftir að ná tali af nokkrum einstaklingum sem sáust á myndunum fyrir utan vinnustaðinn að morgni 31. október. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth í janúar.Vísir/EPA Tommy Brøske, yfirlögregluþjónn sem verið hefur í forsvari fyrir rannsóknina frá upphafi, sagði að ekki væri hægt að útiloka að fylgst hefði verið með skyldmennum hjónanna og stöðum þeim tengdum í aðdraganda hvarfsins. Þessar umleitanir lögreglu virtust þó ekki skila neinu sem skipti máli. Næstu daga og vikur kom sífellt meira í ljós um rannsóknina. Lögregla kembdi heimili hjónanna, stöðuvatn við húsið og næsta nágrenni eftir sönnunargögnum. Bréf ræningjanna reyndist á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google Translate-þýðingu, og þá lýsti nágranni Hagen-hjónanna dularfullum ferðum bíls við heimili þeirra daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Þann 21. janúar hafði NRK eftir Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmanni hjá norsku leyniþjónustunni, að reyndir glæpamenn hlytu að hafa staðið að mannráninu í Lørenskógi. Hann horfði einkum til glæpasamtaka frá Balkanskaga í því samhengi. Mannræningjar hafa samband Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, boðaði svo til blaðamannafundar 24. janúar 2019. Þar greindi hann frá því að meintir mannræningjar hefðu sett sig í samband við fjölskylduna fyrr í mánuðinum. „Miðvikudaginn 16. janúar fékk fjölskyldan skilaboð frá þeim sem segjast hafa rænt Anne-Elisabeth Hagen,“ sagði Holden á blaðamannafundinum. „Við höfum farið vandlega yfir þessi skilaboð með lögreglu og ákváðum að nú væri rétti tíminn fyrir mig að koma fram í fjölmiðlum og greina frá því að skilaboðin bárust í gegnum sama stafræna vettvang og ræningjarnir hafa áður notað til að hafa samband. Skilaboðin voru hvorki sönnun þess efnis að Anne-Elisabeth sé á lífi né að sendandi hafi Anne-Elisabeth í haldi í dag.“ Kúvending í málinu Næstu vikur fór svo að draga nokkuð úr fjölmiðlaumfjöllun um málið. Lögregla hafði enda úr litlu að moða. Enginn var nokkru nær um það hvar Anne-Elisabeth var niðurkomin. Í apríl var greint frá því að svindlarar, ótengdir málinu, hefðu reynt að kúga fé út úr Tom Hagen og lögregla hefði raunar nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. Áfram var lítið að frétta af rannsókninni. En svo, 26. júní 2019, urðu loks nýjar vendingar – og meira að segja nokkuð merkilegar. Tommy Brøske tilkynnti á blaðamannafundi að lögregla gengi nú út frá því að Anne-Elisabeth hefði verið myrt. Henni hefði ekki verið rænt heldur hefði mannránið verið sett á svið til að villa um fyrir lögreglu. Enginn var þó grunaður um aðild að málinu á þessum tímapunkti. Svein Holden, lögmaður fjölskyldunnar, boðaði svo aftur til blaðamannafundar í byrjun ágúst. Þar sagði hann að meintir mannræningjar hefðu sett sig í samband við Hagen-fjölskylduna 8. júlí, eftir að lögregla kynnti fyrrnefnda stefnubreytingu í rannsókninni, og fullyrt að Anne-Elisabeth væri á lífi. „En okkur hefur ekki borist staðfesting á því að það sé rétt,“ sagði Holden. „Það kæmi mér á óvart ef lögregla útilokaði nú að Hagen gæti verið á lífi,“ bætti hann við. Lögrega boðaði til blaðamannafundar síðar sama dag og sagðist þá standa við fyrri yfirlýsingar sínar, þ.e. að enn væri gengið út frá því að Anne-Elisabeth hefði verið myrt. Á þeim tímapunkti hafði norska dagblaðið VG jafnframt greint frá því, samkvæmt heimildum, að Hagen-fjölskyldunni hefði borist ný lausnargjaldskrafa í júlí. Þá hefði Tom greitt yfir tíu milljónir norskra króna, um 136 milljónir íslenskra króna, gegn því að fá staðfestingu á því að Anne-Elisabeth væri á lífi. Slík staðfesting hefði ekki borist, þrátt fyrir greiðslurnar. Hótuðu að birta aftökumyndband Í lok ágúst greindi VG svo í fyrsta sinn frá innihaldi hótunarbréfsins sem Tom Hagen var sagður hafa fundið er hann kom heim úr vinnunni 31. október. Samkvæmt heimildum VG hótuðu mannræningjarnir því að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth, reiddi Tom Hagen ekki fram umbeðið lausnargjald. Áfram hægði svo á umfjöllun um rannsóknina. Í október 2019 staðfesti þó áðurnefndur yfirlögregluþjónn Tommy Brøske að blóð úr Anne-Elisabeth hefði fundist á heimili hjónanna, þó að það teldist ekki grunsamlegt í ljósi þess að hún bjó á heimilinu. Þann 30. október, daginn áður en ár var liðið frá hvarfi Anne-Elisabeth, hélt Svein Holden enn einn blaðamannafundinn fyrir hönd fjölskyldunnar og kvað hana hafa sett sig í samband við meinta mannræningja, en án árangurs. Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, á blaðamannafundi þann 9. janúar síðastliðinn.EPA/TORE MEEK Handtekinn og grunaður Það var svo í janúar síðastliðnum sem lögregla gaf það út að hvarf Anne-Elisabeth teldist nú óupplýst morðmál. Hún var því skráð myrt daginn sem hún hvarf. Og þá virtist sem málið væri að lognast út af. Áhugi fjölmiðla dvínaði sem aldrei fyrr og lítið heyrðist í lögreglu. Þangað til nú. Tom Hagen var handtekinn skammt frá heimili þeirra hjóna á leið til vinnu klukkan hálf níu að norskum tíma í gærmorgun, 28. apríl. Sautján mánuðum og tuttugu átta dögum eftir að síðast spurðist til Anne-Elisabeth. Lögreglumenn á bílum lokuðu veginum og Tom fór með þeim án þess að hreyfa teljandi mótmælum. Bíll hans var skilinn eftir mannlaus á götunni og síðar dreginn burt. Ekkert var gefið upp um handtökuna fyrr en á blaðamannafundi lögreglu um tveimur klukkustundum síðar. Þar var tilkynnt að Tom Hagen væri grunaður um morðið, eða hlutdeild að morðinu, á Anne-Elisabeth. Farið yrði fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum, líklega í dag. Rannsóknin færist yfir á nýtt stig Fram kom í máli forsvarsmanna lögreglu að eftir því sem leið á rannsóknina hefði lögregla sannfærst um að Hagen hefði átt hlut að máli. Lögregla teldi nú að Anne-Elisabeth hefði aldrei verið rænt og að engir mannræningjar hefðu nokkurn tímann komið við sögu. Málið var jafnframt sagt einkennast af einbeittum brotavilja og misferli. Þá hefur ekki verið útilokað að fleiri verði handteknir. Ida Melbo Øystese lögreglustjóri austurumdæmis lögreglu í Noregi sagði á fundinum að rannsókn málsins færðist nú yfir á nýtt stig. „Á þessu stigi er mikilvægt fyrir mig að leggja áherslu á að þrátt fyrir að Tom Hagen hafi fengið stöðu sakbornings er málið enn í rannsókn. Mörgum spurningum er enn ósvarað,“ sagði Øystese. Tom Hagen neitar sök, að því er fram kom í máli Svein Holden, lögmannsins sem verið hefur í forsvari fyrir fjölskylduna en gegnir nú stöðu verjanda. „Honum finnst mjög erfitt að vera sakaður um eitthvað sem hann er viss um að hann gerði ekki,“ hafði NRK eftir honum í gær. Virðist hafa verið grunaður um verknaðinn strax í fyrrasumar Ýmislegt nýtt leit jafnframt dagsins ljós í tengslum við málið í gær. Þar ber hæst leynileg rannsókn lögreglu á Tom Hagen sem sögð er hafa staðið yfir undanfarna mánuði. Þannig virðist sem grunur lögreglu hafi beinst að Tom strax í fyrrasumar, að því er heimildir VG herma. Blaðið greinir frá því að sérstakt leyfi dómstóla hafi fengist til að koma fyrir hlerunarbúnaði á heimili hans í Lørenskógi. Sími hans var einnig hleraður. Ida Melbo Øystese, lögreglustjóri austurumdæmis lögreglu í Noregi, upplýsir blaðamenn um handtöku Tom Hagen á blaðamannafundi í gær.Vísir/EPA Snemma í rannsókninni hafi lögregla auk þess fengið upplýsingar um að Anne-Elisabeth hafi sagt nokkrum frá því að hjónaband hennar og Toms væri stormasamt. Vísbendingar hafi verið um að hún vildi skilja við eiginmann sinn. Samkvæmt þessu grunaði lögregla Tom þegar um aðild að málinu þegar boðað var til blaðamannafundar 26. júní 2019. Það var þá sem lögregla tilkynnti að Anne-Elisabeth hefði ekki verið rænt, heldur hún að öllum líkindum verið myrt. Óvænta uppákoman hafi sitt að segja Ljóst þykir að aðgerð lögreglu í gærmorgun við heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi hafi verið þaulskipulögð. Olav Rønneberg, afbrotagreinandi NRK, segir í umfjöllun sinni um málið að lögregla hafi e.t.v. verið hrædd um að Tom kynni að eyða sönnunargögnum og því hafi verið ákveðið að handtaka hann svo fyrirvaralaust. „Þau hefðu getað ákveðið að banka upp á hjá honum eða kalla hann til yfirheyrslu en í staðinn ákváðu þau að mæta honum opinberlega,“ skrifar Rønneberg. Óvænt uppákoma. Þá þykir einhverjum afar ósennilegt að Tom Hagen, sé hann sekur um morðið á konu sinni, hafi verið einn að verki. Samkvæmt upplýsingum VG telur lögregla margt benda til þess að fleiri hafi verið með í ráðum, einkum er varðar þann hluta málsins er snýr að rafmyntinni og netsamskiptum hinna meintu mannræningja við lögreglu. Þá sagði Tommy Brøske í samtali við dagblaðið í janúar að vísbendingar væru um að morðinginn, eða morðingjarnir, hefði byrjað að skipuleggja verknaðinn sumarið 2018. Örlagaríkur hálftími að morgni 31. október 2018 Lögreglustjórinn Ida Melbo Øystese hafði sennilega lög að mæla á blaðamannafundinum í gær. Mörgum spurningum er enn ósvarað. Nú þarf lögregla til dæmis að reyna hvað hún getur til að varpa ljósi á ferðir Tom Hagen 31. október. Hann hélt til vinnu klukkan níu um morguninn, nokkuð seinna en venjulega, og Anne-Elisabeth ræddi við ættingja sinn í síma fjórtán mínútum síðar. Þetta símtal er síðasta lífsmarkið. Ekkert hefur spurst til hennar síðan. Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen.Vísir/AP Talið er að voðaverkið hafi verið framið einhvern tímann á næsta rúma hálftímanum eða svo. Rafvirki, sem segist hafa verið bókaður til að skipta um ljós í eldhúsi Hagen-hjónanna þennan örlagaríka dag, hringdi í Anne-Elisabeth klukkan 9:48. Hún svaraði ekki símanum. Tom Hagen mætti í vinnuna klukkan 9:08. Lögregla hefur yfirsýn yfir ferðir hans framan af morgni en svo tapar hún slóðinni. Eða, virðist að minnsta kosti halda að það sé ekki endilega hafið yfir allan vafa að Tom hafi verið í vinnunni. Tom kveðst hins vegar hafa verið á skrifstofunni þangað til hann fór heim til sín um klukkan hálf tvö – þegar Anne-Elisabeth svaraði ekki í símann. Hann segist hafa orðið áhyggjufullur. Þau hjónin hafi ætlað að hittast síðar um daginn. Um hálftíma eftir að Tom Hagen kom heim í Lørenskóg hringdi hann í lögreglu og hitti svo lögreglumann á bensínstöð í grennd við heimilið. Í lögregluskýrslu um bensínstöðvarfundinn segir að Tom Hagen hafi virst óttast mjög um afdrif konu sinnar. Sendi lögreglu tölvupóst í síðustu viku Tom Hagen er sagður hafa ætíð verið samvinnuþýður lögreglu, látið sig rannsóknina mjög varða og sent marga tölvupósta til rannsakenda þar sem hann bauð aðstoð sína og hugmyndir að lausnum. Samkvæmt upplýsingum VG hefur Tom haldið því fram að innlendir glæpamenn, sem vilji koma höggi á hann persónulega, beri ábyrgð á hvarfi Anne-Elisabeth. Og hann er sagður hafa nefnt nafngreinda menn í því samhengi. VG greindi einmitt frá því á forsíðu sinni í morgun að Tom hefði sent lögreglu einn slíkan tölvupóst nokkrum dögum áður en hann var handtekinn, með upplýsingum og hugmyndum um málið sem hann teldi geta gagnast við rannsóknina. Ótal spurningum er svo sannarlega ósvarað. Greiddi Tom Hagen sér þá sjálfum milljónalausnargjald í rafmynt? Skrifaði hann, eða mögulegir vitorðsmenn, hið ólæsilega kröfubréf? Er þessi hægláti milljarðamæringur, sem virðist hafa óttast svo mjög um afdrif konu sinnar í átján mánuði, á bak við þaulskipulagt morð sem á sér engan líka í norskri réttarsögu? Ætli við verðum ekki bara að bíða og sjá.
Tom Hagen neitar sök Norski milljarðamæringurinn Tom Hagen, sem handtekinn var í morgun grunaður um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, neitar sök. 28. apríl 2020 13:32
Tom Hagen ákærður fyrir morðið á Anne-Elisabeth Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem ekkert hefur spurst til síðan í október 2018, er grunaður um morð, eða að eiga hlut að morði, á eiginkonu sinni. 28. apríl 2020 08:53
Eiginmaður Anne-Elisabeth handtekinn Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14
Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent