Segir samherja Gylfa heimskan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2020 11:15 Moise Kean hefur aðeins skorað eitt mark fyrir Everton síðan hann kom frá Juventus fyrir þetta tímabil. vísir/getty Danny Murphy, fyrrverandi leikmaður Liverpool og fleiri liða, segir að Moise Kean, leikmaður Everton, vaði ekki í vitinu. Kean braut reglur um samkomubann þegar hann hélt partí á heimili sínu um síðustu helgi. Everton hefur fordæmt athæfið og talið er að félagið muni sekta Kean um tæplega 30 milljónir króna. Í viðtali við talkSPORT sagði Murphy að það væri full langt gengið ef Everton myndi losa sig við Kean. Hann gagnrýndi hann hins vegar harkalega. „Hugarfarið að halda að þú sért öðruvísi en allir aðrir og yfir aðra hafinn, að þú getir gert allt sem þig lystir bara því þú ert hæfileikaríkur og vel stæður. Þetta er raunveruleikinn fyrir fótboltamenn og leikara og tónlistarmenn. Frægðin leiðir oft til sjálfselsku,“ sagði Murphy. „Þú verður að taka ábyrgð á gjörðum þínum og haga þér eins og fullorðinn einstaklingur. Ég er að gagnrýna þetta hugarfar, ekki að nota það sem afsökun. Svona er veruleiki ungra fótboltamanna. Ég hef verið í þessari sömu stöðu. Þú heldur að þú sért aðalspaðinn og getir gert það sem þú vilt þar til einhver kippir þér niður á jörðina.“ Murphy sagði svo að Kean væri ekkert vel gefinn. „Hann er vitlaus, er það ekki? Hann er ekki nógu klár.“ Kean er ekki eini fótboltamaðurinn á Englandi sem hefur brotið reglur um samkomubann. Kyle Walker hjá Manchester City og Jack Grealish, fyrirliða Aston Villa, urðu einnig á í messunni. Murphy segir að þeir hefðu átt að vita betur en gefur Kean smá afslátt þar sem hann er aðeins tvítugur. „Þegar þú ert farinn að nálgast þrítugt hefurðu verið lengi í boltanum. Jafnvel Grealish, sem er um 25 ára, ætti að vita betur. Þessi strákur er 20 ára og við erum að segja að hann eigi að vita betur. En hann er bara tvítugur,“ sagði Murphy. Kean hefur ekki staðið undir væntingum hjá Everton síðan hann kom frá Juventus fyrir þetta tímabil. Hann hefur aðeins skorað eitt mark í 26 leikjum fyrir Bítlaborgarfélagið. Enski boltinn Tengdar fréttir Partí gæti kostað samherja Gylfa tæplega 30 milljónir króna Partíið sem Moise Kean, samherji Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, hélt í gær gæti kostað hann skildinginn því Everton er allt annað en sátt með þessa hegðun framherjans. 26. apríl 2020 22:00 Ungstirni Everton í vandræðum eftir að hafa haldið partý í samkomubanni Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur gefið út yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir hegðun ítalska sóknarmannsins Moise Kean sem er á mála hjá félaginu. 26. apríl 2020 09:45 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Danny Murphy, fyrrverandi leikmaður Liverpool og fleiri liða, segir að Moise Kean, leikmaður Everton, vaði ekki í vitinu. Kean braut reglur um samkomubann þegar hann hélt partí á heimili sínu um síðustu helgi. Everton hefur fordæmt athæfið og talið er að félagið muni sekta Kean um tæplega 30 milljónir króna. Í viðtali við talkSPORT sagði Murphy að það væri full langt gengið ef Everton myndi losa sig við Kean. Hann gagnrýndi hann hins vegar harkalega. „Hugarfarið að halda að þú sért öðruvísi en allir aðrir og yfir aðra hafinn, að þú getir gert allt sem þig lystir bara því þú ert hæfileikaríkur og vel stæður. Þetta er raunveruleikinn fyrir fótboltamenn og leikara og tónlistarmenn. Frægðin leiðir oft til sjálfselsku,“ sagði Murphy. „Þú verður að taka ábyrgð á gjörðum þínum og haga þér eins og fullorðinn einstaklingur. Ég er að gagnrýna þetta hugarfar, ekki að nota það sem afsökun. Svona er veruleiki ungra fótboltamanna. Ég hef verið í þessari sömu stöðu. Þú heldur að þú sért aðalspaðinn og getir gert það sem þú vilt þar til einhver kippir þér niður á jörðina.“ Murphy sagði svo að Kean væri ekkert vel gefinn. „Hann er vitlaus, er það ekki? Hann er ekki nógu klár.“ Kean er ekki eini fótboltamaðurinn á Englandi sem hefur brotið reglur um samkomubann. Kyle Walker hjá Manchester City og Jack Grealish, fyrirliða Aston Villa, urðu einnig á í messunni. Murphy segir að þeir hefðu átt að vita betur en gefur Kean smá afslátt þar sem hann er aðeins tvítugur. „Þegar þú ert farinn að nálgast þrítugt hefurðu verið lengi í boltanum. Jafnvel Grealish, sem er um 25 ára, ætti að vita betur. Þessi strákur er 20 ára og við erum að segja að hann eigi að vita betur. En hann er bara tvítugur,“ sagði Murphy. Kean hefur ekki staðið undir væntingum hjá Everton síðan hann kom frá Juventus fyrir þetta tímabil. Hann hefur aðeins skorað eitt mark í 26 leikjum fyrir Bítlaborgarfélagið.
Enski boltinn Tengdar fréttir Partí gæti kostað samherja Gylfa tæplega 30 milljónir króna Partíið sem Moise Kean, samherji Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, hélt í gær gæti kostað hann skildinginn því Everton er allt annað en sátt með þessa hegðun framherjans. 26. apríl 2020 22:00 Ungstirni Everton í vandræðum eftir að hafa haldið partý í samkomubanni Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur gefið út yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir hegðun ítalska sóknarmannsins Moise Kean sem er á mála hjá félaginu. 26. apríl 2020 09:45 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Partí gæti kostað samherja Gylfa tæplega 30 milljónir króna Partíið sem Moise Kean, samherji Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, hélt í gær gæti kostað hann skildinginn því Everton er allt annað en sátt með þessa hegðun framherjans. 26. apríl 2020 22:00
Ungstirni Everton í vandræðum eftir að hafa haldið partý í samkomubanni Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur gefið út yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir hegðun ítalska sóknarmannsins Moise Kean sem er á mála hjá félaginu. 26. apríl 2020 09:45