Segir samherja Gylfa heimskan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2020 11:15 Moise Kean hefur aðeins skorað eitt mark fyrir Everton síðan hann kom frá Juventus fyrir þetta tímabil. vísir/getty Danny Murphy, fyrrverandi leikmaður Liverpool og fleiri liða, segir að Moise Kean, leikmaður Everton, vaði ekki í vitinu. Kean braut reglur um samkomubann þegar hann hélt partí á heimili sínu um síðustu helgi. Everton hefur fordæmt athæfið og talið er að félagið muni sekta Kean um tæplega 30 milljónir króna. Í viðtali við talkSPORT sagði Murphy að það væri full langt gengið ef Everton myndi losa sig við Kean. Hann gagnrýndi hann hins vegar harkalega. „Hugarfarið að halda að þú sért öðruvísi en allir aðrir og yfir aðra hafinn, að þú getir gert allt sem þig lystir bara því þú ert hæfileikaríkur og vel stæður. Þetta er raunveruleikinn fyrir fótboltamenn og leikara og tónlistarmenn. Frægðin leiðir oft til sjálfselsku,“ sagði Murphy. „Þú verður að taka ábyrgð á gjörðum þínum og haga þér eins og fullorðinn einstaklingur. Ég er að gagnrýna þetta hugarfar, ekki að nota það sem afsökun. Svona er veruleiki ungra fótboltamanna. Ég hef verið í þessari sömu stöðu. Þú heldur að þú sért aðalspaðinn og getir gert það sem þú vilt þar til einhver kippir þér niður á jörðina.“ Murphy sagði svo að Kean væri ekkert vel gefinn. „Hann er vitlaus, er það ekki? Hann er ekki nógu klár.“ Kean er ekki eini fótboltamaðurinn á Englandi sem hefur brotið reglur um samkomubann. Kyle Walker hjá Manchester City og Jack Grealish, fyrirliða Aston Villa, urðu einnig á í messunni. Murphy segir að þeir hefðu átt að vita betur en gefur Kean smá afslátt þar sem hann er aðeins tvítugur. „Þegar þú ert farinn að nálgast þrítugt hefurðu verið lengi í boltanum. Jafnvel Grealish, sem er um 25 ára, ætti að vita betur. Þessi strákur er 20 ára og við erum að segja að hann eigi að vita betur. En hann er bara tvítugur,“ sagði Murphy. Kean hefur ekki staðið undir væntingum hjá Everton síðan hann kom frá Juventus fyrir þetta tímabil. Hann hefur aðeins skorað eitt mark í 26 leikjum fyrir Bítlaborgarfélagið. Enski boltinn Tengdar fréttir Partí gæti kostað samherja Gylfa tæplega 30 milljónir króna Partíið sem Moise Kean, samherji Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, hélt í gær gæti kostað hann skildinginn því Everton er allt annað en sátt með þessa hegðun framherjans. 26. apríl 2020 22:00 Ungstirni Everton í vandræðum eftir að hafa haldið partý í samkomubanni Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur gefið út yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir hegðun ítalska sóknarmannsins Moise Kean sem er á mála hjá félaginu. 26. apríl 2020 09:45 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Danny Murphy, fyrrverandi leikmaður Liverpool og fleiri liða, segir að Moise Kean, leikmaður Everton, vaði ekki í vitinu. Kean braut reglur um samkomubann þegar hann hélt partí á heimili sínu um síðustu helgi. Everton hefur fordæmt athæfið og talið er að félagið muni sekta Kean um tæplega 30 milljónir króna. Í viðtali við talkSPORT sagði Murphy að það væri full langt gengið ef Everton myndi losa sig við Kean. Hann gagnrýndi hann hins vegar harkalega. „Hugarfarið að halda að þú sért öðruvísi en allir aðrir og yfir aðra hafinn, að þú getir gert allt sem þig lystir bara því þú ert hæfileikaríkur og vel stæður. Þetta er raunveruleikinn fyrir fótboltamenn og leikara og tónlistarmenn. Frægðin leiðir oft til sjálfselsku,“ sagði Murphy. „Þú verður að taka ábyrgð á gjörðum þínum og haga þér eins og fullorðinn einstaklingur. Ég er að gagnrýna þetta hugarfar, ekki að nota það sem afsökun. Svona er veruleiki ungra fótboltamanna. Ég hef verið í þessari sömu stöðu. Þú heldur að þú sért aðalspaðinn og getir gert það sem þú vilt þar til einhver kippir þér niður á jörðina.“ Murphy sagði svo að Kean væri ekkert vel gefinn. „Hann er vitlaus, er það ekki? Hann er ekki nógu klár.“ Kean er ekki eini fótboltamaðurinn á Englandi sem hefur brotið reglur um samkomubann. Kyle Walker hjá Manchester City og Jack Grealish, fyrirliða Aston Villa, urðu einnig á í messunni. Murphy segir að þeir hefðu átt að vita betur en gefur Kean smá afslátt þar sem hann er aðeins tvítugur. „Þegar þú ert farinn að nálgast þrítugt hefurðu verið lengi í boltanum. Jafnvel Grealish, sem er um 25 ára, ætti að vita betur. Þessi strákur er 20 ára og við erum að segja að hann eigi að vita betur. En hann er bara tvítugur,“ sagði Murphy. Kean hefur ekki staðið undir væntingum hjá Everton síðan hann kom frá Juventus fyrir þetta tímabil. Hann hefur aðeins skorað eitt mark í 26 leikjum fyrir Bítlaborgarfélagið.
Enski boltinn Tengdar fréttir Partí gæti kostað samherja Gylfa tæplega 30 milljónir króna Partíið sem Moise Kean, samherji Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, hélt í gær gæti kostað hann skildinginn því Everton er allt annað en sátt með þessa hegðun framherjans. 26. apríl 2020 22:00 Ungstirni Everton í vandræðum eftir að hafa haldið partý í samkomubanni Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur gefið út yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir hegðun ítalska sóknarmannsins Moise Kean sem er á mála hjá félaginu. 26. apríl 2020 09:45 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Partí gæti kostað samherja Gylfa tæplega 30 milljónir króna Partíið sem Moise Kean, samherji Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, hélt í gær gæti kostað hann skildinginn því Everton er allt annað en sátt með þessa hegðun framherjans. 26. apríl 2020 22:00
Ungstirni Everton í vandræðum eftir að hafa haldið partý í samkomubanni Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur gefið út yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir hegðun ítalska sóknarmannsins Moise Kean sem er á mála hjá félaginu. 26. apríl 2020 09:45