Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2020 11:54 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/vilhelm Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar, dótturfélagi Isavia, var í morgun sagt upp störfum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Isavia. Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli. 169 störfuðu hjá Fríhöfninni áður en gripið var til aðgerðanna í dag. Haft er eftir Þorgerði Þráinsdóttur framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar í tilkynningu að tekjur félagsins hafi dregist saman um 98 prósent, nú í faraldri kórónuveiru. Frá upphafi faraldursins hafi verið lögð áhersla á að verja störf eins og hægt. „Um síðustu mánaðamót var tekin sú ákvörðun að segja ekki upp föstu starfsfólki en ráða ekki í sumarstörf hjá Fríhöfninni. Málin hafa hins vegar þróast þannig að nú er útlit fyrir að flugumferð muni verða afar takmörkuð næstu mánuði og tímabilið þar sem áhrifa Covid 19 gætir verði lengra en vonast var til.“ Engar sumarráðningar Isavia sagði upp 101 starfsmanni í lok mars vegna faraldursins og 37 til viðbótar boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli. Í tilkynningu frá félaginu nú segir að til viðbótar við þær aðgerðir verði engar sumarráðningar „í framlínustörfum hjá Isavia í ár vegna áhrifa Covid 19“, en áður en til áhrifa faraldursins kom hafi verið áformað að ráða um 140 starfsmenn til sumarafleysinga. „Ekki eru fyrirhugaðar frekari aðgerðir hjá móðurfélagi Isavia og dótturfélögunum Isavia ANS og Isaiva Innanlands að svo stöddu,“ segir jafnframt í tilkynningu. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni forstjóra Isavia í tilkynningu að ekki sé þó hægt að útiloka að grípa verði til frekari aðgerða síðar, óvissa um framhaldið í flugtengdum rekstri sé enn afar mikil. „Við höfum lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að við verðum reiðubúin til að taka við flugumferð þegar þar að kemur. Þá höfum við einnig leiðir til að hafa áhrif á ákvarðanir flugfélaga þegar kemur að því að hefja flug til og frá Íslandi á ný. Við erum í þeirri stöðu fjárhagslega að geta enn sem komið er leyft okkur að horfa til haustsins en ekki einungis til næstu vikna eða örfárra mánaða.“ Nokkur þúsund manns hafa þannig þegar misst vinnuna nú rétt fyrir mánaðamót, einkum hjá fyrirtækjum tengdum ferðaþjónustu. Kynnisferðir tilkynntu í morgun um uppsagnir 150 starfsmanna sinna og Iceland Travel hefur sagt upp meirihluta starfsmanna sinna. Þá tilkynnti Icelandair um uppsagnir tvö þúsund manns í gær. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46 Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. 28. apríl 2020 16:36 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar, dótturfélagi Isavia, var í morgun sagt upp störfum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Isavia. Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli. 169 störfuðu hjá Fríhöfninni áður en gripið var til aðgerðanna í dag. Haft er eftir Þorgerði Þráinsdóttur framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar í tilkynningu að tekjur félagsins hafi dregist saman um 98 prósent, nú í faraldri kórónuveiru. Frá upphafi faraldursins hafi verið lögð áhersla á að verja störf eins og hægt. „Um síðustu mánaðamót var tekin sú ákvörðun að segja ekki upp föstu starfsfólki en ráða ekki í sumarstörf hjá Fríhöfninni. Málin hafa hins vegar þróast þannig að nú er útlit fyrir að flugumferð muni verða afar takmörkuð næstu mánuði og tímabilið þar sem áhrifa Covid 19 gætir verði lengra en vonast var til.“ Engar sumarráðningar Isavia sagði upp 101 starfsmanni í lok mars vegna faraldursins og 37 til viðbótar boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli. Í tilkynningu frá félaginu nú segir að til viðbótar við þær aðgerðir verði engar sumarráðningar „í framlínustörfum hjá Isavia í ár vegna áhrifa Covid 19“, en áður en til áhrifa faraldursins kom hafi verið áformað að ráða um 140 starfsmenn til sumarafleysinga. „Ekki eru fyrirhugaðar frekari aðgerðir hjá móðurfélagi Isavia og dótturfélögunum Isavia ANS og Isaiva Innanlands að svo stöddu,“ segir jafnframt í tilkynningu. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni forstjóra Isavia í tilkynningu að ekki sé þó hægt að útiloka að grípa verði til frekari aðgerða síðar, óvissa um framhaldið í flugtengdum rekstri sé enn afar mikil. „Við höfum lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að við verðum reiðubúin til að taka við flugumferð þegar þar að kemur. Þá höfum við einnig leiðir til að hafa áhrif á ákvarðanir flugfélaga þegar kemur að því að hefja flug til og frá Íslandi á ný. Við erum í þeirri stöðu fjárhagslega að geta enn sem komið er leyft okkur að horfa til haustsins en ekki einungis til næstu vikna eða örfárra mánaða.“ Nokkur þúsund manns hafa þannig þegar misst vinnuna nú rétt fyrir mánaðamót, einkum hjá fyrirtækjum tengdum ferðaþjónustu. Kynnisferðir tilkynntu í morgun um uppsagnir 150 starfsmanna sinna og Iceland Travel hefur sagt upp meirihluta starfsmanna sinna. Þá tilkynnti Icelandair um uppsagnir tvö þúsund manns í gær.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46 Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. 28. apríl 2020 16:36 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46
Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40
Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. 28. apríl 2020 16:36