Manchester United búið að eyða 11,5 milljörðum í Alexis Sanchez Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 13:30 Alexis Sanchez hefur ekki gert merkilega hluti í búningi Manchester United. Getty/John Peters Það verður erfitt að halda öðru fram en að koma Alexis Sanchez til Manchester United séu ein af verstu viðskiptunum í sögu félagsins og jafnvel ensku úrvalsdeildarinnar. Alexis Sanchez er nú aftur á „heimleið“ til Manchester United. Daily Mail hefur nú tekið það saman að Manchester United sé nú búið að eyða 64,7 milljónum breskra punda í Sílemanninn Alexis Sanchez eða 11,5 milljörðum íslenskra króna. Það síðasta inn í þá risaupphæð er 1,1 milljón punda hollustubónus sem Alexis Sanchez fær í vasann nú þegar hann snýr til baka úr láni frá ítalska félaginu Internazionale. REVEALED: The incredible £64.7m Man United have wasted on Alexis Sanchez https://t.co/F7EJaZp0uo— MailOnline Sport (@MailSport) April 2, 2020 Alexis Sanchez var í láni hjá Internazionale á 2019-20 tímabilinu en það kostað Manchester United samt 17 milljónir punda eða þrjá milljarða íslenskra króna. Samtals hefur Alexis Sanchez kostað félagið 64,65 milljónir punda á aðeins tveimur og þremur mánuðum en þar tóku blaðamenn Daily Mail inn í vikulaun hans, leikjabónusa, útborgun við undirritun samnings og svo hina árlega hollustu bónusa. Stærsti hlutinn er að Manchester United er að borga Alexis Sanchez 391 þúsund pund í laun í hverri viku eða 69,5 milljónir íslenskra króna. Alexis Sanchez fékk líka 6,7 milljónir punda eða meira en 1,1 milljarð íslenskra króna bara fyrir að skrifa undir samninginn þegar hann kom frá Arsenal í janúar 2018. Alexis Sanchez fær líka 75 þúsund pund fyrir hvern leik sem hann spilar fyrir félagið en það eru 13,3 milljónir í viðbót. Uppskeran inn á vellinum hefur hins vegar verið grátleg. Alexis Sanchez hefur aðeins skorað 3 mörk í 32 deildarleikjum með liðinu og Ole Gunnar Solskjær vildi losna við hann fyrir tímabilið. Alexis Sanchez to head back to Manchester United at end of season as Inter reject chance to extend deal | @mcgrathmike reportshttps://t.co/zZEIgtP4M4— Telegraph Football (@TeleFootball) March 30, 2020 Frammistaða Alexis Sanchez á Ítalíu hefur ekki gefið ástæðu til meiri bjartsýni nú þegar hann snýr til baka. Hann var aðeins með eitt mark í fimmtán leikjum og missti líka af mörgum leikjum vegna ökklameiðsla. Hann hefur aðeins spilað samtals 596 mínútur með Internazionale á tímabilinu sem þýðir að Inter menn hafa borgað 7.550 pund fyrir hverja mínútu eða yfir 1,3 milljón íslenskra króna. Internazionale hafði möguleika á því að kaupa Sanchez á 17,5 milljónir punda en félagið hafði engan áhuga á því. Manchester United fær hann því til baka í sumar og samningurinn rennur ekki út fyrr en í lok júní 2022. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Það verður erfitt að halda öðru fram en að koma Alexis Sanchez til Manchester United séu ein af verstu viðskiptunum í sögu félagsins og jafnvel ensku úrvalsdeildarinnar. Alexis Sanchez er nú aftur á „heimleið“ til Manchester United. Daily Mail hefur nú tekið það saman að Manchester United sé nú búið að eyða 64,7 milljónum breskra punda í Sílemanninn Alexis Sanchez eða 11,5 milljörðum íslenskra króna. Það síðasta inn í þá risaupphæð er 1,1 milljón punda hollustubónus sem Alexis Sanchez fær í vasann nú þegar hann snýr til baka úr láni frá ítalska félaginu Internazionale. REVEALED: The incredible £64.7m Man United have wasted on Alexis Sanchez https://t.co/F7EJaZp0uo— MailOnline Sport (@MailSport) April 2, 2020 Alexis Sanchez var í láni hjá Internazionale á 2019-20 tímabilinu en það kostað Manchester United samt 17 milljónir punda eða þrjá milljarða íslenskra króna. Samtals hefur Alexis Sanchez kostað félagið 64,65 milljónir punda á aðeins tveimur og þremur mánuðum en þar tóku blaðamenn Daily Mail inn í vikulaun hans, leikjabónusa, útborgun við undirritun samnings og svo hina árlega hollustu bónusa. Stærsti hlutinn er að Manchester United er að borga Alexis Sanchez 391 þúsund pund í laun í hverri viku eða 69,5 milljónir íslenskra króna. Alexis Sanchez fékk líka 6,7 milljónir punda eða meira en 1,1 milljarð íslenskra króna bara fyrir að skrifa undir samninginn þegar hann kom frá Arsenal í janúar 2018. Alexis Sanchez fær líka 75 þúsund pund fyrir hvern leik sem hann spilar fyrir félagið en það eru 13,3 milljónir í viðbót. Uppskeran inn á vellinum hefur hins vegar verið grátleg. Alexis Sanchez hefur aðeins skorað 3 mörk í 32 deildarleikjum með liðinu og Ole Gunnar Solskjær vildi losna við hann fyrir tímabilið. Alexis Sanchez to head back to Manchester United at end of season as Inter reject chance to extend deal | @mcgrathmike reportshttps://t.co/zZEIgtP4M4— Telegraph Football (@TeleFootball) March 30, 2020 Frammistaða Alexis Sanchez á Ítalíu hefur ekki gefið ástæðu til meiri bjartsýni nú þegar hann snýr til baka. Hann var aðeins með eitt mark í fimmtán leikjum og missti líka af mörgum leikjum vegna ökklameiðsla. Hann hefur aðeins spilað samtals 596 mínútur með Internazionale á tímabilinu sem þýðir að Inter menn hafa borgað 7.550 pund fyrir hverja mínútu eða yfir 1,3 milljón íslenskra króna. Internazionale hafði möguleika á því að kaupa Sanchez á 17,5 milljónir punda en félagið hafði engan áhuga á því. Manchester United fær hann því til baka í sumar og samningurinn rennur ekki út fyrr en í lok júní 2022.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira