Manchester United búið að eyða 11,5 milljörðum í Alexis Sanchez Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 13:30 Alexis Sanchez hefur ekki gert merkilega hluti í búningi Manchester United. Getty/John Peters Það verður erfitt að halda öðru fram en að koma Alexis Sanchez til Manchester United séu ein af verstu viðskiptunum í sögu félagsins og jafnvel ensku úrvalsdeildarinnar. Alexis Sanchez er nú aftur á „heimleið“ til Manchester United. Daily Mail hefur nú tekið það saman að Manchester United sé nú búið að eyða 64,7 milljónum breskra punda í Sílemanninn Alexis Sanchez eða 11,5 milljörðum íslenskra króna. Það síðasta inn í þá risaupphæð er 1,1 milljón punda hollustubónus sem Alexis Sanchez fær í vasann nú þegar hann snýr til baka úr láni frá ítalska félaginu Internazionale. REVEALED: The incredible £64.7m Man United have wasted on Alexis Sanchez https://t.co/F7EJaZp0uo— MailOnline Sport (@MailSport) April 2, 2020 Alexis Sanchez var í láni hjá Internazionale á 2019-20 tímabilinu en það kostað Manchester United samt 17 milljónir punda eða þrjá milljarða íslenskra króna. Samtals hefur Alexis Sanchez kostað félagið 64,65 milljónir punda á aðeins tveimur og þremur mánuðum en þar tóku blaðamenn Daily Mail inn í vikulaun hans, leikjabónusa, útborgun við undirritun samnings og svo hina árlega hollustu bónusa. Stærsti hlutinn er að Manchester United er að borga Alexis Sanchez 391 þúsund pund í laun í hverri viku eða 69,5 milljónir íslenskra króna. Alexis Sanchez fékk líka 6,7 milljónir punda eða meira en 1,1 milljarð íslenskra króna bara fyrir að skrifa undir samninginn þegar hann kom frá Arsenal í janúar 2018. Alexis Sanchez fær líka 75 þúsund pund fyrir hvern leik sem hann spilar fyrir félagið en það eru 13,3 milljónir í viðbót. Uppskeran inn á vellinum hefur hins vegar verið grátleg. Alexis Sanchez hefur aðeins skorað 3 mörk í 32 deildarleikjum með liðinu og Ole Gunnar Solskjær vildi losna við hann fyrir tímabilið. Alexis Sanchez to head back to Manchester United at end of season as Inter reject chance to extend deal | @mcgrathmike reportshttps://t.co/zZEIgtP4M4— Telegraph Football (@TeleFootball) March 30, 2020 Frammistaða Alexis Sanchez á Ítalíu hefur ekki gefið ástæðu til meiri bjartsýni nú þegar hann snýr til baka. Hann var aðeins með eitt mark í fimmtán leikjum og missti líka af mörgum leikjum vegna ökklameiðsla. Hann hefur aðeins spilað samtals 596 mínútur með Internazionale á tímabilinu sem þýðir að Inter menn hafa borgað 7.550 pund fyrir hverja mínútu eða yfir 1,3 milljón íslenskra króna. Internazionale hafði möguleika á því að kaupa Sanchez á 17,5 milljónir punda en félagið hafði engan áhuga á því. Manchester United fær hann því til baka í sumar og samningurinn rennur ekki út fyrr en í lok júní 2022. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira
Það verður erfitt að halda öðru fram en að koma Alexis Sanchez til Manchester United séu ein af verstu viðskiptunum í sögu félagsins og jafnvel ensku úrvalsdeildarinnar. Alexis Sanchez er nú aftur á „heimleið“ til Manchester United. Daily Mail hefur nú tekið það saman að Manchester United sé nú búið að eyða 64,7 milljónum breskra punda í Sílemanninn Alexis Sanchez eða 11,5 milljörðum íslenskra króna. Það síðasta inn í þá risaupphæð er 1,1 milljón punda hollustubónus sem Alexis Sanchez fær í vasann nú þegar hann snýr til baka úr láni frá ítalska félaginu Internazionale. REVEALED: The incredible £64.7m Man United have wasted on Alexis Sanchez https://t.co/F7EJaZp0uo— MailOnline Sport (@MailSport) April 2, 2020 Alexis Sanchez var í láni hjá Internazionale á 2019-20 tímabilinu en það kostað Manchester United samt 17 milljónir punda eða þrjá milljarða íslenskra króna. Samtals hefur Alexis Sanchez kostað félagið 64,65 milljónir punda á aðeins tveimur og þremur mánuðum en þar tóku blaðamenn Daily Mail inn í vikulaun hans, leikjabónusa, útborgun við undirritun samnings og svo hina árlega hollustu bónusa. Stærsti hlutinn er að Manchester United er að borga Alexis Sanchez 391 þúsund pund í laun í hverri viku eða 69,5 milljónir íslenskra króna. Alexis Sanchez fékk líka 6,7 milljónir punda eða meira en 1,1 milljarð íslenskra króna bara fyrir að skrifa undir samninginn þegar hann kom frá Arsenal í janúar 2018. Alexis Sanchez fær líka 75 þúsund pund fyrir hvern leik sem hann spilar fyrir félagið en það eru 13,3 milljónir í viðbót. Uppskeran inn á vellinum hefur hins vegar verið grátleg. Alexis Sanchez hefur aðeins skorað 3 mörk í 32 deildarleikjum með liðinu og Ole Gunnar Solskjær vildi losna við hann fyrir tímabilið. Alexis Sanchez to head back to Manchester United at end of season as Inter reject chance to extend deal | @mcgrathmike reportshttps://t.co/zZEIgtP4M4— Telegraph Football (@TeleFootball) March 30, 2020 Frammistaða Alexis Sanchez á Ítalíu hefur ekki gefið ástæðu til meiri bjartsýni nú þegar hann snýr til baka. Hann var aðeins með eitt mark í fimmtán leikjum og missti líka af mörgum leikjum vegna ökklameiðsla. Hann hefur aðeins spilað samtals 596 mínútur með Internazionale á tímabilinu sem þýðir að Inter menn hafa borgað 7.550 pund fyrir hverja mínútu eða yfir 1,3 milljón íslenskra króna. Internazionale hafði möguleika á því að kaupa Sanchez á 17,5 milljónir punda en félagið hafði engan áhuga á því. Manchester United fær hann því til baka í sumar og samningurinn rennur ekki út fyrr en í lok júní 2022.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira