Viðskipti innlent

Segir Icelandair þurfa inn­spýtingu sem fyrst til þess að blæða ekki út

Andri Eysteinsson skrifar
Snorri Jakobsson hjá greiningardeild Capacent.
Snorri Jakobsson hjá greiningardeild Capacent. Stöð 2

Hlutafjárútboð flugfélagsins Icelandair er væntanlegt en staða félagsins er slæm vegna faraldurs kórónuveirunnar. Flugsamgöngur liggja að mestu niðri um víða veröld og var því stórum hluta starfsmanna sagt upp í aðgerðum félagsins í gær. Margar spurningar liggja fyrir vegna fyrirhugaðs útboðs.

Nýjar upplýsingar um fjárhagsstöðu auk upplýsinga um rekstur eftir upphaf faraldursins og um Boeing 757 MAX samninga félagsins eru ásamt trúverðuglegrar rekstraráætlunar það sem fagfjárfestar þurfa að fá á hreint fyrir hlutafjárútboðið samkvæmt Snorra Jakobssyni hjá greiningardeild Capacent.

 Snorri ræddi málefni Icelandair í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2

Snorri telur að félagið þurfi rúma þrjátíu milljarða króna og það sem fyrst. „Þeir verða að vera snöggir, því lengur sem þetta tefst. Því líklegra er að fyrirtækið blæði út,“ segir Snorri.

Snorri segir að ríkisaðstoð myndi hjálpa en yrði flókin í framkvæmt. „Það hjálpar alltaf en það er flókið út frá jafnræðis- og samkeppnissjónarmiðum. Líklega væri það þá með víkjandi skuldabréfum eða eiginfjárinnspýtingu í formi skuldabréfs,“ sagði Snorri Jakobsson hjá greiningardeild Capacent í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×