Flugmaður sem missti vinnuna hjá Icelandair: „Að fá uppsögn núna á þessum tíma er mjög erfitt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 21:00 Sara Hlín Sigurðardóttir hefur starfað sem flugmaður hjá Icelandair í fimmtán ár. Hún er ein af þeim rúmlega 2000 starfsmönnum fyrirtækisins sem misstu vinnuna í gær. Vísir/Arnar Sara Hlín Sigurðardóttir hefur starfað hjá Icelandair síðan árið 2005. Hún er meðal þeirra 431 flugmanna sem missti stöðu sína hjá félaginu í gær en alls hafa 96% flugmanna misst vinnuna þar. Hún segir það gríðarlega erfitt að missa vinnuna, ekki hvað síst á þessum tíma árs þegar flugmenn eru vanalega að fara inn í mesta háannatímabilið í sínu starfi, sumarið. „Maður hélt að maður væri búinn með þetta tímabil á sínum starfsferli að vera að missa vinnuna. Við búumst við því að vera að missa vinnuna öðru hvoru fyrstu árin, okkur er kynnt það strax þegar við erum ráðin og þetta fyrirtæki býr náttúrulega við árstíðasveiflu, við þekkjum það. En þegar þú ert búin að vera lengur en fimm til tíu ár í starfi þá áttu að vera nokkuð öruggur þannig að þetta er óvænt. Við erum núna að sigla inn í það sem ætti að vera okkar háannatími þar sem við leggjumst öll á árarnar og vinnum mikið, við flugmenn vinnum mest á sumrin og það að fá uppsögn núna á þessum tíma er mjög erfitt, þetta tekur á, og þó svo við höfum vitað að þetta væri að koma þá fengum við held ég öll sting í hjartað í gær við að fá uppsagnarbréfið í hendurnar, það var mjög erfitt,“ segir Sara Hlín. Hún tekur undir að það sé nauðsynlegt að fá stuðning á tímum sem þessum og segir fyrirtækið bjóða starfsfólki stuðning. Þá sé stéttarfélag flugmanna, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, mjög sterkt og það býður upp á sálrænan stuðning nú eins og áður. Starfsfólkið sæki síðan mikinn stuðning í hvert annað. Aðspurð hvernig hljóðið sé í fólki varðandi framhaldið segir hún að það sé ekki gott. Óvissa fram undan sé svo mikil. „Við höfum getað leitað í það þegar það eru árstíðabundnar sveiflur að sækja vinnu annað en það er ekki hægt núna þar sem ástandið er slæmt í okkar geira alls staðar í heiminum. Flugið er bara eins og að æfa hlaup eða hjól, þú vilt halda þér í formi þannig að við viljum fljúga. Okkur líður best þegar við fljúgum mikið, þá erum við best í vinnunni þannig að við erum áhyggjufull,“ segir Sara en ítarlegra viðtal Berghildar Erlu Bernharðsdóttur, fréttamanns, við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Icelandair Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir Icelandair þurfa innspýtingu sem fyrst til þess að blæða ekki út Hlutafjárútboð flugfélagsins Icelandair er væntanlegt en staða félagsins er slæm vegna faraldurs kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 19:58 Traustar flugsamgöngur einn helsti drifkraftur þjóðarbússins Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair. 29. apríl 2020 19:00 Stefna á almennt hlutafjárútboð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair sem tilkynnti í gær um stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar, hyggst efna til hlutafjárútboðs á næstunni sem yrði opið almenningi. 29. apríl 2020 06:54 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Sara Hlín Sigurðardóttir hefur starfað hjá Icelandair síðan árið 2005. Hún er meðal þeirra 431 flugmanna sem missti stöðu sína hjá félaginu í gær en alls hafa 96% flugmanna misst vinnuna þar. Hún segir það gríðarlega erfitt að missa vinnuna, ekki hvað síst á þessum tíma árs þegar flugmenn eru vanalega að fara inn í mesta háannatímabilið í sínu starfi, sumarið. „Maður hélt að maður væri búinn með þetta tímabil á sínum starfsferli að vera að missa vinnuna. Við búumst við því að vera að missa vinnuna öðru hvoru fyrstu árin, okkur er kynnt það strax þegar við erum ráðin og þetta fyrirtæki býr náttúrulega við árstíðasveiflu, við þekkjum það. En þegar þú ert búin að vera lengur en fimm til tíu ár í starfi þá áttu að vera nokkuð öruggur þannig að þetta er óvænt. Við erum núna að sigla inn í það sem ætti að vera okkar háannatími þar sem við leggjumst öll á árarnar og vinnum mikið, við flugmenn vinnum mest á sumrin og það að fá uppsögn núna á þessum tíma er mjög erfitt, þetta tekur á, og þó svo við höfum vitað að þetta væri að koma þá fengum við held ég öll sting í hjartað í gær við að fá uppsagnarbréfið í hendurnar, það var mjög erfitt,“ segir Sara Hlín. Hún tekur undir að það sé nauðsynlegt að fá stuðning á tímum sem þessum og segir fyrirtækið bjóða starfsfólki stuðning. Þá sé stéttarfélag flugmanna, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, mjög sterkt og það býður upp á sálrænan stuðning nú eins og áður. Starfsfólkið sæki síðan mikinn stuðning í hvert annað. Aðspurð hvernig hljóðið sé í fólki varðandi framhaldið segir hún að það sé ekki gott. Óvissa fram undan sé svo mikil. „Við höfum getað leitað í það þegar það eru árstíðabundnar sveiflur að sækja vinnu annað en það er ekki hægt núna þar sem ástandið er slæmt í okkar geira alls staðar í heiminum. Flugið er bara eins og að æfa hlaup eða hjól, þú vilt halda þér í formi þannig að við viljum fljúga. Okkur líður best þegar við fljúgum mikið, þá erum við best í vinnunni þannig að við erum áhyggjufull,“ segir Sara en ítarlegra viðtal Berghildar Erlu Bernharðsdóttur, fréttamanns, við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Icelandair Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir Icelandair þurfa innspýtingu sem fyrst til þess að blæða ekki út Hlutafjárútboð flugfélagsins Icelandair er væntanlegt en staða félagsins er slæm vegna faraldurs kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 19:58 Traustar flugsamgöngur einn helsti drifkraftur þjóðarbússins Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair. 29. apríl 2020 19:00 Stefna á almennt hlutafjárútboð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair sem tilkynnti í gær um stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar, hyggst efna til hlutafjárútboðs á næstunni sem yrði opið almenningi. 29. apríl 2020 06:54 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Segir Icelandair þurfa innspýtingu sem fyrst til þess að blæða ekki út Hlutafjárútboð flugfélagsins Icelandair er væntanlegt en staða félagsins er slæm vegna faraldurs kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 19:58
Traustar flugsamgöngur einn helsti drifkraftur þjóðarbússins Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair. 29. apríl 2020 19:00
Stefna á almennt hlutafjárútboð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair sem tilkynnti í gær um stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar, hyggst efna til hlutafjárútboðs á næstunni sem yrði opið almenningi. 29. apríl 2020 06:54