Heilsugæslan fær „margra milljóna pakka“ frá 66° norður og fjárfestingafélagi í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. apríl 2020 10:36 Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° norður, ræddi kórónuveiruna og rekstur keðjunnar í Bítinu í morgun. skjáskot Starfsmenn heilsugæslunnar eiga von á 400 kílóa sendingu í dag. Í henni verður að finna margvíslegan hlífðarfatnað; eins og galla, gleraugu og plastgrímur. Útivistarkeðjan 66° norður, sem þegar hefur útvegað heilusgæslunni 4000 andlitsgrímur, hefur veg og vanda af sendingunni en forstjóri keðjunnar áætlar að verðmæti hennar hlaupi á „mörgum milljónum.“ Heilsugæslan mun þó ekki þurfa að að bera þann kostnað því fjárfestingafélagið Stoðir hefur boðist til að borga brúsann. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Helga Rúnars Óskarssonar, fyrrnefnds forstjóra, í Bítinu í morgun. Helgi segir að rekstur 66° norður hafi vitaskuld ekki farið varhluta af yfirstandandi kórónuveirufaraldri og hafi því verið brugðið á það ráð að loka þremur verslunum keðjunnar; á Bankastræti, Keflavíkurflugvelli og annarri verslun 66° norður á Akureyri. Þrátt fyrir þessar lokanir hefur keðjan þó komist hjá því að grípa til fjöldauppsagna og segir Helgi að þar hafi hlutabótaleið stjórnvalda skipt sköpum. Úrræðið hafi nýst 66° norður „gríðarlega vel.“ Þar að auki hafi orðið nokkur aukning á netsölu, nú þegar fólk veigrar sér við að fara í verslanir, og hafi keðjan geta nýtt starfskrafta fólks við netverslunina. Prufugríma sem 66° norður hefur þróað.bítið Þá segir Helgi að 66° norður hafi jafnframt verið að prófa sig áfram á síðustu dögum við framleiðslu á andlitsgrímum. Keðjan hafi mikla reynslu af því að sauma hvers kyns hlífðarfatnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk en grímurnar hafi þau ekki saumað áður. Hann sýndi sýnishorn af grímum fyrirtækisins í Bítinu í morgun en sló þann varnagla að þær séu ekki úr þeim efnum sem talin eru æskileg. 66° norður leiti nú að þessum efnum svo hægt sé að hefja framleiðslu á grímunum. Margra milljóna pakki á leiðinni Þetta er þó ekki eina framlag 66° norður til baráttunnar gegn kórónuveirunni, að sögn Helga. Þannig hafi 66° norður sett sig í samband við birgja sína í Kína og útvegað heilsugæslunni á Íslandi 4000 staðlaðar andlitsgrímur sem þegar sé búið að afhenda. Helgi segir að grímunum hafi verið tekið fagnandi og að heilsugæslan hafi spurt hvort 66° norður gæti útvegað meiri hlífðarfatnað; eins og galla, gleraugu og plastgrímur. „Þannig að við fórum á stúfana og komumst að því að við getum útvegað þetta. Það er því að koma 400 kílóa sending til landsins í dag,“ segir Helgi. Hann áætlar að þetta sé „margra milljóna pakki“ eins og hann orðar það en að hvorki 66° norður né heilsugæslan þurfi að bera þann kostnað. Fjárfestingafélagið Stoðir hafi þegar boðist til að greiða fyrir sendinguna. Spjallið við Helga Rúnar Óskarsson, forstjóra 66° norður, má sjá í heild sinni hér að neðan. Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Starfsmenn heilsugæslunnar eiga von á 400 kílóa sendingu í dag. Í henni verður að finna margvíslegan hlífðarfatnað; eins og galla, gleraugu og plastgrímur. Útivistarkeðjan 66° norður, sem þegar hefur útvegað heilusgæslunni 4000 andlitsgrímur, hefur veg og vanda af sendingunni en forstjóri keðjunnar áætlar að verðmæti hennar hlaupi á „mörgum milljónum.“ Heilsugæslan mun þó ekki þurfa að að bera þann kostnað því fjárfestingafélagið Stoðir hefur boðist til að borga brúsann. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Helga Rúnars Óskarssonar, fyrrnefnds forstjóra, í Bítinu í morgun. Helgi segir að rekstur 66° norður hafi vitaskuld ekki farið varhluta af yfirstandandi kórónuveirufaraldri og hafi því verið brugðið á það ráð að loka þremur verslunum keðjunnar; á Bankastræti, Keflavíkurflugvelli og annarri verslun 66° norður á Akureyri. Þrátt fyrir þessar lokanir hefur keðjan þó komist hjá því að grípa til fjöldauppsagna og segir Helgi að þar hafi hlutabótaleið stjórnvalda skipt sköpum. Úrræðið hafi nýst 66° norður „gríðarlega vel.“ Þar að auki hafi orðið nokkur aukning á netsölu, nú þegar fólk veigrar sér við að fara í verslanir, og hafi keðjan geta nýtt starfskrafta fólks við netverslunina. Prufugríma sem 66° norður hefur þróað.bítið Þá segir Helgi að 66° norður hafi jafnframt verið að prófa sig áfram á síðustu dögum við framleiðslu á andlitsgrímum. Keðjan hafi mikla reynslu af því að sauma hvers kyns hlífðarfatnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk en grímurnar hafi þau ekki saumað áður. Hann sýndi sýnishorn af grímum fyrirtækisins í Bítinu í morgun en sló þann varnagla að þær séu ekki úr þeim efnum sem talin eru æskileg. 66° norður leiti nú að þessum efnum svo hægt sé að hefja framleiðslu á grímunum. Margra milljóna pakki á leiðinni Þetta er þó ekki eina framlag 66° norður til baráttunnar gegn kórónuveirunni, að sögn Helga. Þannig hafi 66° norður sett sig í samband við birgja sína í Kína og útvegað heilsugæslunni á Íslandi 4000 staðlaðar andlitsgrímur sem þegar sé búið að afhenda. Helgi segir að grímunum hafi verið tekið fagnandi og að heilsugæslan hafi spurt hvort 66° norður gæti útvegað meiri hlífðarfatnað; eins og galla, gleraugu og plastgrímur. „Þannig að við fórum á stúfana og komumst að því að við getum útvegað þetta. Það er því að koma 400 kílóa sending til landsins í dag,“ segir Helgi. Hann áætlar að þetta sé „margra milljóna pakki“ eins og hann orðar það en að hvorki 66° norður né heilsugæslan þurfi að bera þann kostnað. Fjárfestingafélagið Stoðir hafi þegar boðist til að greiða fyrir sendinguna. Spjallið við Helga Rúnar Óskarsson, forstjóra 66° norður, má sjá í heild sinni hér að neðan.
Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent