Íþróttir eru fyrir alla Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 30. apríl 2020 08:00 Á dögunum var sýndur í sjónvarpi Símans heimildaþáttur um íþróttaferil og ævi sundmannsins Inga Þórs Jónssonar, margfalds Íslandsmethafa og ólympíufara. Þetta er einstakt viðtal í íslensku samhengi, þar sem rætt er við fyrrum afreksmann í íþróttum um reynsluna af því að vera bæði fremstur á sínu sviði og hommi í felum. Í viðtalinu við Inga Þór er farið yfir víðan völl. Eitt af því sem vakti mig sérstaklega til umhugsunar voru ummæli Inga um að þessir tveir hlutar lífs hans hefðu ekki átt saman. Honum hafi þótt algjörlega óhugsandi að vera bæði íþróttamaður og hommi. Þetta lá sannarlega í loftinu á þeim tíma, en rímar furðulega vel við veruleika minnar kynslóðar og er ég þó tæpum 30 árum yngri en Ingi. Flest hinsegin fólk á mínum aldri sem ég þekki, sem stunduðu íþróttir á unglingsárunum, hættu fyrst í íþróttum og komu svo út úr skápnum. Á þessu eru að sjálfsögðu undantekningar og hinsegin fyrirmyndir hafa lengi verið til staðar innan ákveðinna greina, til dæmis í kvennafótbolta. Þó er full ástæða til þess að velta því fyrir sér hversu miklar breytingar hafi í raun orðið á æfingaumhverfi íþróttafólks á undanförnum árum. Ég held við getum sannarlega gert ráð fyrir því, í takt við þróunina í samfélaginu í heild, að það hljóti að vera auðveldara skref í dag en áður að koma út úr skápnum samhliða íþróttaástundun. En það tekur ennþá sinn toll að vera hinsegin í samfélagi þar sem kynjaðar væntingar leika jafn veigamikið hlutverk, þrátt fyrir samfélagsbreytingar. Hinsegin ungmenni búa enn við verri geðheilsu en jafnaldrar þeirra og skrefið út úr skápnum er ennþá stórt. Skrefið virðist raunar vera sérstaklega stórt innan margra íþróttagreina, a.m.k. ef horft er til fjölda íþróttafólks sem er opinberlega hinsegin. Það er áhyggjuefni að þær hinsegin fyrirmyndir í íþróttaheiminum sem þó eru til staðar, bæði hér á landi og á heimsvísu, eru afar fáar. Sérstaklega sárvantar fyrirmyndir fyrir stráka í boltaíþróttum. Hvenær mun leikmaður úr landsliði karla í fótbolta hlaupa út af vellinum eftir sigur Íslands og kyssa manninn sinn í beinni útsendingu? Hinsegin fólk er auðvitað jafn hæfileikaríkt í íþróttum og aðrir. Aftur á móti eru tækifæri hinsegin barna og ungmenna til þess að blómstra í íþróttastarfi ekki alltaf þau sömu, enda vantar gjarnan upp á rými til þess að vera öðruvísi í kynjaskiptum heimi íþróttanna enn þann dag í dag. Úr því verður að bæta. Þetta hefur þau áhrif að ákveðnir hópar barna fá ekki notið þeirra kosta og aukningar lífsgæða sem fylgja íþróttaástundun. Á sama tíma missir íþróttahreyfingin af frambærilegu íþróttafólki. Sem betur fer höfum við í Samtökunum ‘78 orðið vör við mikinn samstarfsvilja hjá íþróttahreyfingunni, en t.d. hafa ÍSÍ og KSÍ haft hinsegin fræðslu sem hluta þjálfaranámskeiða. ÍSÍ hefur einnig gefið út bækling um trans börn og íþróttir og vinnur að stefnu í málefnum trans iðkenda, sem er afskaplega mikilvægt skref. Þessi forysta um breytingar skiptir verulegu máli, en gleymum því ekki að rými fyrir einstaklinga til þess að vera þau sjálf í íþróttum skapast fyrst og fremst innan félaga, innan æfingahópa og ekki síst innan fjölskyldna. Ábyrgðin er okkar allra. Það var aldrei möguleiki fyrir Inga Þór Jónsson að vera opinberlega hommi á meðan hann var afreksmaður í sundi, þannig voru einfaldlega fordómarnir á þeim árum sem hann var upp á sitt besta. Von mín er sú að með aukinni meðvitund verði íþróttir öruggur og uppbyggjandi staður fyrir öll börn, ungmenni og fullorðna. Næsta hinsegin íþróttastjarna á hvorki að þurfa að fela hluta sjálfsmyndar sinnar fyrir umheiminum né hætta í íþróttum áður en hún getur komið út úr skápnum. Þörf er á markvissri áframhaldandi vinnu og hugarfarsbreytingu meðal allra sem koma nálægt starfi hvers íþróttafélags, því breytingar á andrúmslofti koma ekki af sjálfu sér þótt skilaboðin að ofan séu skýr. Það verður að vera hægt að vera bæði íþróttamaður og opinberlega hinsegin, í öllum greinum. Fyrr verða íþróttir ekki fyrir alla. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum var sýndur í sjónvarpi Símans heimildaþáttur um íþróttaferil og ævi sundmannsins Inga Þórs Jónssonar, margfalds Íslandsmethafa og ólympíufara. Þetta er einstakt viðtal í íslensku samhengi, þar sem rætt er við fyrrum afreksmann í íþróttum um reynsluna af því að vera bæði fremstur á sínu sviði og hommi í felum. Í viðtalinu við Inga Þór er farið yfir víðan völl. Eitt af því sem vakti mig sérstaklega til umhugsunar voru ummæli Inga um að þessir tveir hlutar lífs hans hefðu ekki átt saman. Honum hafi þótt algjörlega óhugsandi að vera bæði íþróttamaður og hommi. Þetta lá sannarlega í loftinu á þeim tíma, en rímar furðulega vel við veruleika minnar kynslóðar og er ég þó tæpum 30 árum yngri en Ingi. Flest hinsegin fólk á mínum aldri sem ég þekki, sem stunduðu íþróttir á unglingsárunum, hættu fyrst í íþróttum og komu svo út úr skápnum. Á þessu eru að sjálfsögðu undantekningar og hinsegin fyrirmyndir hafa lengi verið til staðar innan ákveðinna greina, til dæmis í kvennafótbolta. Þó er full ástæða til þess að velta því fyrir sér hversu miklar breytingar hafi í raun orðið á æfingaumhverfi íþróttafólks á undanförnum árum. Ég held við getum sannarlega gert ráð fyrir því, í takt við þróunina í samfélaginu í heild, að það hljóti að vera auðveldara skref í dag en áður að koma út úr skápnum samhliða íþróttaástundun. En það tekur ennþá sinn toll að vera hinsegin í samfélagi þar sem kynjaðar væntingar leika jafn veigamikið hlutverk, þrátt fyrir samfélagsbreytingar. Hinsegin ungmenni búa enn við verri geðheilsu en jafnaldrar þeirra og skrefið út úr skápnum er ennþá stórt. Skrefið virðist raunar vera sérstaklega stórt innan margra íþróttagreina, a.m.k. ef horft er til fjölda íþróttafólks sem er opinberlega hinsegin. Það er áhyggjuefni að þær hinsegin fyrirmyndir í íþróttaheiminum sem þó eru til staðar, bæði hér á landi og á heimsvísu, eru afar fáar. Sérstaklega sárvantar fyrirmyndir fyrir stráka í boltaíþróttum. Hvenær mun leikmaður úr landsliði karla í fótbolta hlaupa út af vellinum eftir sigur Íslands og kyssa manninn sinn í beinni útsendingu? Hinsegin fólk er auðvitað jafn hæfileikaríkt í íþróttum og aðrir. Aftur á móti eru tækifæri hinsegin barna og ungmenna til þess að blómstra í íþróttastarfi ekki alltaf þau sömu, enda vantar gjarnan upp á rými til þess að vera öðruvísi í kynjaskiptum heimi íþróttanna enn þann dag í dag. Úr því verður að bæta. Þetta hefur þau áhrif að ákveðnir hópar barna fá ekki notið þeirra kosta og aukningar lífsgæða sem fylgja íþróttaástundun. Á sama tíma missir íþróttahreyfingin af frambærilegu íþróttafólki. Sem betur fer höfum við í Samtökunum ‘78 orðið vör við mikinn samstarfsvilja hjá íþróttahreyfingunni, en t.d. hafa ÍSÍ og KSÍ haft hinsegin fræðslu sem hluta þjálfaranámskeiða. ÍSÍ hefur einnig gefið út bækling um trans börn og íþróttir og vinnur að stefnu í málefnum trans iðkenda, sem er afskaplega mikilvægt skref. Þessi forysta um breytingar skiptir verulegu máli, en gleymum því ekki að rými fyrir einstaklinga til þess að vera þau sjálf í íþróttum skapast fyrst og fremst innan félaga, innan æfingahópa og ekki síst innan fjölskyldna. Ábyrgðin er okkar allra. Það var aldrei möguleiki fyrir Inga Þór Jónsson að vera opinberlega hommi á meðan hann var afreksmaður í sundi, þannig voru einfaldlega fordómarnir á þeim árum sem hann var upp á sitt besta. Von mín er sú að með aukinni meðvitund verði íþróttir öruggur og uppbyggjandi staður fyrir öll börn, ungmenni og fullorðna. Næsta hinsegin íþróttastjarna á hvorki að þurfa að fela hluta sjálfsmyndar sinnar fyrir umheiminum né hætta í íþróttum áður en hún getur komið út úr skápnum. Þörf er á markvissri áframhaldandi vinnu og hugarfarsbreytingu meðal allra sem koma nálægt starfi hvers íþróttafélags, því breytingar á andrúmslofti koma ekki af sjálfu sér þótt skilaboðin að ofan séu skýr. Það verður að vera hægt að vera bæði íþróttamaður og opinberlega hinsegin, í öllum greinum. Fyrr verða íþróttir ekki fyrir alla. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar