Hné Hauks Heiðars skrýtnara en hnéð hjá Gumma Ben Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 12:00 Haukur Heiðar Hauksson í leik með KA á móti FH í Pepsi Max deild karla í fyrra sumar. Haukur Heiðar spilaði 11 af 22 leikjum Akureyrarliðsins. Vísir/Bára Guðmundur Benediktsson ræddi við þá Hjörvar Hafliðason og Frey Alexandersson í þættinum Sportið í kvöld í gær og þar á meðal ræddu þremenningarnir um stöðuna á karlaliði KA í knattspyrnu. Hjörvar og Freyr hafa nefnilega áhyggjur af meiðslum leikmanna KA fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild karla. Markahæsti leikmaður liðsins í fyrra, Elfar Árni Aðalsteinsson, sleit krossband í vetur og þá er óvíst hvernig Ásgeiri Sigurgeirssyni gengur að koma til baka eftir að hafa slitið krossband árið áður. Spekingarnir ræddu líka Mikkel Qvist sem kom til liðsins á láni frá danska liðinu AC Horsens. „Ég vona að KA hafi fengið réttar upplýsingar um Mikkel Qvist því hann er ekki góður í fótbolta. Það er vandamálið hans. Hann er ekkert sérstakur að verjast og hann er varnarmaður. Hann er hins vegar tveir metrar á hæð, með rosalega innköst og sterkur í föstum leikatriðum,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari. „Hann getur skorað og getur varist föstum leikatriðum. Ég er ekki með miklar væntingar til þess að hann breyti KA-liðinu nema í föstum leikatriðum,“ sagði Freyr. Fleiri leikmenn KA hafa verið óheppnir með meiðsli eins og varnarmennirnir Hallgrímur Jónasson og Haukur Heiðar Hauksson. „Talandi um þetta heilsuleysi. Hvað fáum við marga leiki frá Hallgrími Jónassyni? Hvað fáum við marga leiki frá Hauki Heiðari Haukssyni? Haukur Heiðar er einn mesti nagli sem ég veit um því hann er að draga löpp sem er föst,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Þið sáuð hann hlaupa á síðustu leiktíð. Maður spyr sig hvernig fer hann að þessu því hann getur ekki beygt löppina,“ sagði Hjörvar og Guðmundur Benediktsson blandaði sér þá inn í umræðuna. „Ég var að þjálfa í KR þegar hann var að fara út. Hann æfði með okkur áður en hann fór út til Svíþjóðar. Ég er ennþá að velta því fyrir mér í dag hvernig hann komst í gegnum þá læknisskoðun því ég sá hann vera að hlaupa á æfingum hjá okkur. Mér fannst hnéð hans vera skrýtnara en mitt hné,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Þá er mikið sagt,“ sagði Freyr og Hjörvar skaut líka inn í: „Sem er eitt ónýtasta hné í Evrópu,“ sagði Hjörvar. Það má finna alla umfjöllun þeirra um KA-liðið hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Staðan á KA-liðinu fyrir sumarið Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Guðmundur Benediktsson ræddi við þá Hjörvar Hafliðason og Frey Alexandersson í þættinum Sportið í kvöld í gær og þar á meðal ræddu þremenningarnir um stöðuna á karlaliði KA í knattspyrnu. Hjörvar og Freyr hafa nefnilega áhyggjur af meiðslum leikmanna KA fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild karla. Markahæsti leikmaður liðsins í fyrra, Elfar Árni Aðalsteinsson, sleit krossband í vetur og þá er óvíst hvernig Ásgeiri Sigurgeirssyni gengur að koma til baka eftir að hafa slitið krossband árið áður. Spekingarnir ræddu líka Mikkel Qvist sem kom til liðsins á láni frá danska liðinu AC Horsens. „Ég vona að KA hafi fengið réttar upplýsingar um Mikkel Qvist því hann er ekki góður í fótbolta. Það er vandamálið hans. Hann er ekkert sérstakur að verjast og hann er varnarmaður. Hann er hins vegar tveir metrar á hæð, með rosalega innköst og sterkur í föstum leikatriðum,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari. „Hann getur skorað og getur varist föstum leikatriðum. Ég er ekki með miklar væntingar til þess að hann breyti KA-liðinu nema í föstum leikatriðum,“ sagði Freyr. Fleiri leikmenn KA hafa verið óheppnir með meiðsli eins og varnarmennirnir Hallgrímur Jónasson og Haukur Heiðar Hauksson. „Talandi um þetta heilsuleysi. Hvað fáum við marga leiki frá Hallgrími Jónassyni? Hvað fáum við marga leiki frá Hauki Heiðari Haukssyni? Haukur Heiðar er einn mesti nagli sem ég veit um því hann er að draga löpp sem er föst,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Þið sáuð hann hlaupa á síðustu leiktíð. Maður spyr sig hvernig fer hann að þessu því hann getur ekki beygt löppina,“ sagði Hjörvar og Guðmundur Benediktsson blandaði sér þá inn í umræðuna. „Ég var að þjálfa í KR þegar hann var að fara út. Hann æfði með okkur áður en hann fór út til Svíþjóðar. Ég er ennþá að velta því fyrir mér í dag hvernig hann komst í gegnum þá læknisskoðun því ég sá hann vera að hlaupa á æfingum hjá okkur. Mér fannst hnéð hans vera skrýtnara en mitt hné,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Þá er mikið sagt,“ sagði Freyr og Hjörvar skaut líka inn í: „Sem er eitt ónýtasta hné í Evrópu,“ sagði Hjörvar. Það má finna alla umfjöllun þeirra um KA-liðið hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Staðan á KA-liðinu fyrir sumarið
Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira