Stefnir í metsamdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2020 11:20 Auður hringveugrinn í kringum Madrid á Spáni í lok mars. Alþjóðaorkumálastofnunin áætlar að vegasamgöngur hafi dregist saman um tæp 50% á milli ára. Vísir/EPA Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun stefnir í að dragast saman um tæp átta prósent á þessu ári vegna minnkandi efnahagsumsvifa í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Þrátt fyrir að það væri metsamdráttur varar Alþjóðaorkumálastofnunin við því að þróunin sé ekki endileg góð fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Faraldurinn og aðgerðir ríkisstjórna heims til þess að hafa hemil á honum hefur leitt til fordæmalauss samdráttar á eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti. Flugsamgöngur liggja að mestu niðri, bílaumferð hefur dregist saman víðast hvar og verksmiðjur standa auðar. Í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar sem birt var í dag segir að ef fram fer sem horfir gæti losun koltvísýrings dregist saman um 2,6 milljarða tonna á þessu ári, um 8% samdráttur miðað við árið 2019. Losunin yrði þá á pari við árið 2010. Bruni á kolum hefur dregist saman um tæp átta prósent á fyrsta ársfjórðungi og olíunotkun um fimm prósent. Eftirspurn eftir vind- og sólarorku hefur aukist lítillega en almennt hefur dregið úr eftirspurn eftir raforku vegna minnkandi efnahagsumsvifa í faraldrinum. Gangi spáin eftir yrði samdrátturinn í losun sexfalt meiri en eftir fjármálakreppuna árið 2009 og margfalt meiri en gerðist eftir Kreppuna miklu eða eftir eyðileggingu síðari heimsstyrjaldarinnar í Evrópu, að sögn New York Times. Nokkur óvissa er enn sögð um umfang samdráttarins. Margar þjóðir eru byrjaðar að huga að því að slaka á aðgerðum vegna faraldursins en ef takmarkanir verða lengur í gildi en nú er búist við gæti losunin dregist enn meira saman á þessu ári. Gæti aukist enn meira eftir að faraldrinum slotar Þrátt fyrir þetta telja sérfræðingar Alþjóðaorkumálastofnunarinnar þróunina nú ekki endilega jákvæða fyrir glímuna gegn hnattrænni hlýnun af völdum manna. Þegar faraldurinn gengur yfir og efnahagslíf ríkja heims fer aftur á flug gæti losunin stóraukist aftur nema ríkisstjórnir noti endurreisnina sem tækifæri til að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa. „Þessi sögulegi samdráttur á sér stað vegna allra röngu ástæðnanna. Fólk er að deyja og lönd verða fyrir gífurlegu efnahagslegu áfalli núna. Eina leiðin til að draga úr losun á sjálfbæran hátt er ekki með sársaukafullum útgöngubönnum heldur að reka réttu orku- og loftslagsstefnuna,“ segir Fatih Birol, forstjóri stofnunarinnar. Eftir kreppuna fyrir rúmum áratug jókst losun ennþá meira en hún hafði dregist saman þegar sumar þjóðir reyndu að gefa efnahagslífinu innspýtingu með því að veikja umhverfisreglur eða niðurgreiða mengandi iðnað. „Ein stærsta spurningin er hvort ríki ákveða að skipa hreinni orku í öndvegi í efnahagsaðgerðapökkum sínum,“ segir Birol. Vindmyllur á engi í Hanover í Þýskalandi. Angela Merkel kanslari hefur talað um að huga þurfi að loftslagsmarkmiðum þegar ríki reyna að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang eftir faraldurinn.Vísir/EPA Þarf sambærilegan samdrátt út áratuginn Mögulega tímabundinn samdráttur í losun í faraldrinum nú er aðeins dropi í hafi þess sem vísindamenn segja að þurfi að gerast til að hægt verði að takmarka hlýnun jarðar við 1,5-2°C sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Áætlað er að losun þurfi að dragast saman um átta prósent á hverju ári til ársins 2030 ef ætlunin er að halda hlýnuninni vel innan við 2°C. „Útgöngubann er einstakur atburður, það kemur þér ekki alla leið á leiðarenda,“ segir Glenn Peters, yfirmaður rannsókna með Alþjóðlegu loftslagsrannsóknamiðstöðina í Noregi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Flugfélög krefjast afnáms umhverfisskatta Evrópsk flugfélög sem róa nú sum lífróður vegna kórónuveirufaraldursins krefjast þess að þau verði losuð undan því að greiða umhverfisskatta sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Sum staðar eru þó kröfur uppi um að stjórnvöld setji samdrátt í losun sem skilyrði fyrir því að bjarga flugfélögum. 24. mars 2020 13:09 Losun Kína dregst saman tímabundið vegna kórónuveirunnar Dregið hefur úr mengun og framleiðslu í Kína vegna aðgerða til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar sem kom fyrst upp í Wuhan í desember. 25. febrúar 2020 10:33 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun stefnir í að dragast saman um tæp átta prósent á þessu ári vegna minnkandi efnahagsumsvifa í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Þrátt fyrir að það væri metsamdráttur varar Alþjóðaorkumálastofnunin við því að þróunin sé ekki endileg góð fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Faraldurinn og aðgerðir ríkisstjórna heims til þess að hafa hemil á honum hefur leitt til fordæmalauss samdráttar á eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti. Flugsamgöngur liggja að mestu niðri, bílaumferð hefur dregist saman víðast hvar og verksmiðjur standa auðar. Í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar sem birt var í dag segir að ef fram fer sem horfir gæti losun koltvísýrings dregist saman um 2,6 milljarða tonna á þessu ári, um 8% samdráttur miðað við árið 2019. Losunin yrði þá á pari við árið 2010. Bruni á kolum hefur dregist saman um tæp átta prósent á fyrsta ársfjórðungi og olíunotkun um fimm prósent. Eftirspurn eftir vind- og sólarorku hefur aukist lítillega en almennt hefur dregið úr eftirspurn eftir raforku vegna minnkandi efnahagsumsvifa í faraldrinum. Gangi spáin eftir yrði samdrátturinn í losun sexfalt meiri en eftir fjármálakreppuna árið 2009 og margfalt meiri en gerðist eftir Kreppuna miklu eða eftir eyðileggingu síðari heimsstyrjaldarinnar í Evrópu, að sögn New York Times. Nokkur óvissa er enn sögð um umfang samdráttarins. Margar þjóðir eru byrjaðar að huga að því að slaka á aðgerðum vegna faraldursins en ef takmarkanir verða lengur í gildi en nú er búist við gæti losunin dregist enn meira saman á þessu ári. Gæti aukist enn meira eftir að faraldrinum slotar Þrátt fyrir þetta telja sérfræðingar Alþjóðaorkumálastofnunarinnar þróunina nú ekki endilega jákvæða fyrir glímuna gegn hnattrænni hlýnun af völdum manna. Þegar faraldurinn gengur yfir og efnahagslíf ríkja heims fer aftur á flug gæti losunin stóraukist aftur nema ríkisstjórnir noti endurreisnina sem tækifæri til að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa. „Þessi sögulegi samdráttur á sér stað vegna allra röngu ástæðnanna. Fólk er að deyja og lönd verða fyrir gífurlegu efnahagslegu áfalli núna. Eina leiðin til að draga úr losun á sjálfbæran hátt er ekki með sársaukafullum útgöngubönnum heldur að reka réttu orku- og loftslagsstefnuna,“ segir Fatih Birol, forstjóri stofnunarinnar. Eftir kreppuna fyrir rúmum áratug jókst losun ennþá meira en hún hafði dregist saman þegar sumar þjóðir reyndu að gefa efnahagslífinu innspýtingu með því að veikja umhverfisreglur eða niðurgreiða mengandi iðnað. „Ein stærsta spurningin er hvort ríki ákveða að skipa hreinni orku í öndvegi í efnahagsaðgerðapökkum sínum,“ segir Birol. Vindmyllur á engi í Hanover í Þýskalandi. Angela Merkel kanslari hefur talað um að huga þurfi að loftslagsmarkmiðum þegar ríki reyna að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang eftir faraldurinn.Vísir/EPA Þarf sambærilegan samdrátt út áratuginn Mögulega tímabundinn samdráttur í losun í faraldrinum nú er aðeins dropi í hafi þess sem vísindamenn segja að þurfi að gerast til að hægt verði að takmarka hlýnun jarðar við 1,5-2°C sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Áætlað er að losun þurfi að dragast saman um átta prósent á hverju ári til ársins 2030 ef ætlunin er að halda hlýnuninni vel innan við 2°C. „Útgöngubann er einstakur atburður, það kemur þér ekki alla leið á leiðarenda,“ segir Glenn Peters, yfirmaður rannsókna með Alþjóðlegu loftslagsrannsóknamiðstöðina í Noregi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Flugfélög krefjast afnáms umhverfisskatta Evrópsk flugfélög sem róa nú sum lífróður vegna kórónuveirufaraldursins krefjast þess að þau verði losuð undan því að greiða umhverfisskatta sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Sum staðar eru þó kröfur uppi um að stjórnvöld setji samdrátt í losun sem skilyrði fyrir því að bjarga flugfélögum. 24. mars 2020 13:09 Losun Kína dregst saman tímabundið vegna kórónuveirunnar Dregið hefur úr mengun og framleiðslu í Kína vegna aðgerða til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar sem kom fyrst upp í Wuhan í desember. 25. febrúar 2020 10:33 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15
Flugfélög krefjast afnáms umhverfisskatta Evrópsk flugfélög sem róa nú sum lífróður vegna kórónuveirufaraldursins krefjast þess að þau verði losuð undan því að greiða umhverfisskatta sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Sum staðar eru þó kröfur uppi um að stjórnvöld setji samdrátt í losun sem skilyrði fyrir því að bjarga flugfélögum. 24. mars 2020 13:09
Losun Kína dregst saman tímabundið vegna kórónuveirunnar Dregið hefur úr mengun og framleiðslu í Kína vegna aðgerða til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar sem kom fyrst upp í Wuhan í desember. 25. febrúar 2020 10:33