Fordæmalaus notkun á orðinu fordæmalaus í faraldrinum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2020 11:54 Fordæmalaust. Mynd/Greynir.is Ýmis orð sem alla jafna hafa ekki fengið mikið pláss í daglegu tali landsmanna hafa öðlast nýjan sess í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Þetta sýnir nýtt tól sem tekur saman tíðni þeirra orða sem notuð hafa verið í fjölmiðlum yfir ákveðið tímabil. Þannig má til dæmis sjá að notkun á orðinu fordæmalaus er því sem næst fordæmalaus ef miðað er við ár aftur í tímann. Hið umrædda tól má finna á Greyni, sem er málgreinir fyrir íslensku, sem Vilhjálmur Þorsteinsson stendur fyrir. Greynir les nýjustu fréttir og greinar jafnóðum á helstu fréttamiðlum Íslands og úr þessu verður heljarinnar gagnagrunnur sem hægt er að leita í. Gjörgæsla og öndunarvél virðast haldast í hendur Með nýjustu viðbótinni við Greyni, sem nálgast má hér, er hægt að sjá hversu oft tiltekin orð eru notuð í vefmiðlum hér á landi yfir ákveðinn tíma. Leita má að hvaða orðum sem er og tólið sýnir hversu oft orðið hefur komið fyrir. Til gamans hefur Vísir tekið saman nokkur orð sem komist hafa á flug á meðan faraldurinn hefur gengið hér yfir, orð sem alla jafna hafa ekki verið mikið notuð í daglegu tali, fyrr en á síðustu vikum og mánuðum. Besta dæmið er ef til vill orðið fordæmalaus en mörgum hefur verið tíðrædd um að nú séu fordæmalausir tímar. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hér að ofan hefur orðinu alltaf skotið upp við og við undanfarið ár, en ekkert í líkingu við 13. mars þegar orðinu brá fyrir 43 sinnum á íslenskum vefmiðlum. Þetta á við um fleiri orð á borð við smit. Orðið mátti finna á vefmiðlum einu sinni til tvisvar á dag, stundum oftar, þangað til í febrúar þegar orðanotkunin fór á flug og náði hún hámarki 23 mars þegar orðið smit var notað 198 sinnum í íslenskum vefmiðlum. Orðið smit reyndist smitandi.Mynd/Greynir.is Þá hefur orðið talsverð aukning á orðinu handþvottur, enda hefur verið lögð mikil áhersla á þess að landsmenn þvoi hendurnar vel, svo hefta megi útbreiðslu kórónuveirunnar. Handþvotturinn sækir á.Mynd/Greynir.is Landsmenn hafa auk þess ekki farið varhluta af orðunum gjörgæsla og öndunarvél. Þessi orð hafa verið hluti af daglegum upplýsingafundum almannavarna. Skiptunum fer þó fækkandi, líklega í réttu hlutfalli við það hversu vel hefur gengið að útskrifa sjúklinga af gjörgæsludeild. Þessi orð haldast í hendur.Mynd/Greynir.is En hvað með kórónuveiruna sjálfa? Líkt og smitum fer notkun orðsins niður á við.Mynd/Greynir.is Leika sér má með fleiri orð inni á Greynir.is Íslenska á tækniöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ýmis orð sem alla jafna hafa ekki fengið mikið pláss í daglegu tali landsmanna hafa öðlast nýjan sess í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Þetta sýnir nýtt tól sem tekur saman tíðni þeirra orða sem notuð hafa verið í fjölmiðlum yfir ákveðið tímabil. Þannig má til dæmis sjá að notkun á orðinu fordæmalaus er því sem næst fordæmalaus ef miðað er við ár aftur í tímann. Hið umrædda tól má finna á Greyni, sem er málgreinir fyrir íslensku, sem Vilhjálmur Þorsteinsson stendur fyrir. Greynir les nýjustu fréttir og greinar jafnóðum á helstu fréttamiðlum Íslands og úr þessu verður heljarinnar gagnagrunnur sem hægt er að leita í. Gjörgæsla og öndunarvél virðast haldast í hendur Með nýjustu viðbótinni við Greyni, sem nálgast má hér, er hægt að sjá hversu oft tiltekin orð eru notuð í vefmiðlum hér á landi yfir ákveðinn tíma. Leita má að hvaða orðum sem er og tólið sýnir hversu oft orðið hefur komið fyrir. Til gamans hefur Vísir tekið saman nokkur orð sem komist hafa á flug á meðan faraldurinn hefur gengið hér yfir, orð sem alla jafna hafa ekki verið mikið notuð í daglegu tali, fyrr en á síðustu vikum og mánuðum. Besta dæmið er ef til vill orðið fordæmalaus en mörgum hefur verið tíðrædd um að nú séu fordæmalausir tímar. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hér að ofan hefur orðinu alltaf skotið upp við og við undanfarið ár, en ekkert í líkingu við 13. mars þegar orðinu brá fyrir 43 sinnum á íslenskum vefmiðlum. Þetta á við um fleiri orð á borð við smit. Orðið mátti finna á vefmiðlum einu sinni til tvisvar á dag, stundum oftar, þangað til í febrúar þegar orðanotkunin fór á flug og náði hún hámarki 23 mars þegar orðið smit var notað 198 sinnum í íslenskum vefmiðlum. Orðið smit reyndist smitandi.Mynd/Greynir.is Þá hefur orðið talsverð aukning á orðinu handþvottur, enda hefur verið lögð mikil áhersla á þess að landsmenn þvoi hendurnar vel, svo hefta megi útbreiðslu kórónuveirunnar. Handþvotturinn sækir á.Mynd/Greynir.is Landsmenn hafa auk þess ekki farið varhluta af orðunum gjörgæsla og öndunarvél. Þessi orð hafa verið hluti af daglegum upplýsingafundum almannavarna. Skiptunum fer þó fækkandi, líklega í réttu hlutfalli við það hversu vel hefur gengið að útskrifa sjúklinga af gjörgæsludeild. Þessi orð haldast í hendur.Mynd/Greynir.is En hvað með kórónuveiruna sjálfa? Líkt og smitum fer notkun orðsins niður á við.Mynd/Greynir.is Leika sér má með fleiri orð inni á Greynir.is
Íslenska á tækniöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira