Óvissan mikil en engar uppsagnir hjá Bláa Lóninu Andri Eysteinsson skrifar 30. apríl 2020 22:20 Staða Bláa Lónsins er erfið. Vísir/Vilhelm Bláa Lónið einn þekktasti ferðamannastaður landsins stendur frammi fyrir tvenns konar óvissu vegna samkomubanns og gagns mála í flugsamgöngum heimsins. Staðan sé alvarleg en þó verði ekki ráðist í frekari uppsagnir fyrir þessi mánaðamót. „Bláa Lónið stendur frammi fyrir tvenns konar óvissu; annars vegar hvenær megi hefja aftur rekstur en þrátt fyrir að dregið verði úr takmörkunum nú eftir helgi ber okkur enn að hafa starfsemi okkar lokaða, og svo hvenær flug kemst aftur í eðlilegt horf og hvernig ferðabanni verði aflétt,“ segir í svari Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra hjá Bláa Lóninu, við fyrirspurn fréttastofu. Helga Árnadóttir var framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar áður en hún tók til starfa hjá Bláa lóninu árið 2018. Bláa Lónið hefur verið lokað frá því að hert samkomubann tók gildi 23. mars síðastliðinn og verður ekki opnað að nýju fyrr í byrjun júní að minnsta kosti. Ekki liggur fyrir hvenær opnað verður að nýju en stjórn Bláa Lónsins segist rýna í stöðuna daglega varðandi þau mál sem snúa að rekstri Bláa Lónsins og framtíð þess. „Við höfum þegar stígið ákveðin skref þar sem við fórum í sársaukafullar aðgerðir um síðustu mánaðamót til að mæta stöðunni eins og hún leit þá út. Óvissan er enn gríðarlega mikil og staðan grafalvarleg, við erum því að skoða mismunandi sviðsmyndir og munum halda þeirri vinnu áfram í maí m.a. hvað varðar hvenær og með hvaða hætti við getum brugðist við og mögulega opnað aftur,“ segir Helga. Grímur Sæmundsen er forstjóri Bláa lónsins og stærsti hluthafi. Hann hefur fengið um milljarð króna í arðgreiðslur undanfarin þrjú ár. Hagnaður Bláa lónsins árið 2018 var 3,7 milljarðar króna. Ársreikningur fyrir árið í fyrra hefur ekki verið birtur. Fram kom í umfjöllun Stundarinnar í mars að uppsöfnuð arðgreiðsla eigenda Bláa lónsins frá árinu 2012-2019 næmi 12,3 milljörðum króna. Þann 26. maí var 164 af 764 starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp og áætlað var að stærsti hluti þeirra starfsmanna sem eftir stóðu yrði boðið að nýta sér hlutabótaleið yfirvalda. Talsvert hefur verið um hópuppsagnir síðustu daga en staðan í ferðaþjónustu landsins er svört. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar greindi frá því í Reykjavík síðdegis í dag að Vinnumálastofnun hafi í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. Grindavík Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Bláa lónið Tengdar fréttir Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Bláa Lónið einn þekktasti ferðamannastaður landsins stendur frammi fyrir tvenns konar óvissu vegna samkomubanns og gagns mála í flugsamgöngum heimsins. Staðan sé alvarleg en þó verði ekki ráðist í frekari uppsagnir fyrir þessi mánaðamót. „Bláa Lónið stendur frammi fyrir tvenns konar óvissu; annars vegar hvenær megi hefja aftur rekstur en þrátt fyrir að dregið verði úr takmörkunum nú eftir helgi ber okkur enn að hafa starfsemi okkar lokaða, og svo hvenær flug kemst aftur í eðlilegt horf og hvernig ferðabanni verði aflétt,“ segir í svari Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra hjá Bláa Lóninu, við fyrirspurn fréttastofu. Helga Árnadóttir var framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar áður en hún tók til starfa hjá Bláa lóninu árið 2018. Bláa Lónið hefur verið lokað frá því að hert samkomubann tók gildi 23. mars síðastliðinn og verður ekki opnað að nýju fyrr í byrjun júní að minnsta kosti. Ekki liggur fyrir hvenær opnað verður að nýju en stjórn Bláa Lónsins segist rýna í stöðuna daglega varðandi þau mál sem snúa að rekstri Bláa Lónsins og framtíð þess. „Við höfum þegar stígið ákveðin skref þar sem við fórum í sársaukafullar aðgerðir um síðustu mánaðamót til að mæta stöðunni eins og hún leit þá út. Óvissan er enn gríðarlega mikil og staðan grafalvarleg, við erum því að skoða mismunandi sviðsmyndir og munum halda þeirri vinnu áfram í maí m.a. hvað varðar hvenær og með hvaða hætti við getum brugðist við og mögulega opnað aftur,“ segir Helga. Grímur Sæmundsen er forstjóri Bláa lónsins og stærsti hluthafi. Hann hefur fengið um milljarð króna í arðgreiðslur undanfarin þrjú ár. Hagnaður Bláa lónsins árið 2018 var 3,7 milljarðar króna. Ársreikningur fyrir árið í fyrra hefur ekki verið birtur. Fram kom í umfjöllun Stundarinnar í mars að uppsöfnuð arðgreiðsla eigenda Bláa lónsins frá árinu 2012-2019 næmi 12,3 milljörðum króna. Þann 26. maí var 164 af 764 starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp og áætlað var að stærsti hluti þeirra starfsmanna sem eftir stóðu yrði boðið að nýta sér hlutabótaleið yfirvalda. Talsvert hefur verið um hópuppsagnir síðustu daga en staðan í ferðaþjónustu landsins er svört. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar greindi frá því í Reykjavík síðdegis í dag að Vinnumálastofnun hafi í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn.
Grindavík Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Bláa lónið Tengdar fréttir Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51