Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 1. maí 2020 17:50 Skjáskot úr viðtali Joe Biden í þættinum Morning Joe á MSNBC í morgun. Þar svaraði hann í fyrsta skipti fyrir ásakanir fyrrverandi starfsmanns um kynferðisárás. AP/MSNBC/Morning Joe Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. Tara Reade, fyrrverandi starfsmaður skrifstofu Biden þegar hann var öldungadeildarþingmaður Delaware, hefur sakað frambjóðandann um að hafa ráðist á sig kynferðislega fyrir 27 árum. Framboð Biden hefur hafnað ásökunum afdráttarlaust en þar til í dag hafði Biden ekki svarað þeim persónulega. „Þær eru ekki sannar. Þetta gerðist aldrei,“ fullyrti Biden í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun. Biden fylgdi yfirlýsingunni eftir með viðtali á sjónvarpsstöðinni MSNBC þar sem hann ítrekað að atvikið sem Reade hefur lýst hefði aldrei átt sér stað. Krafðist Biden þess að þjóðskjalasafn Bandaríkjanna birti gögn sem það kynni að hafa um kvörtun frá Reade undan meintu framferði hans. „Ef það var einhver slík kvörtun verða gögnin til staðar,“ sagði Biden í viðtalinu. Segist hafa lagt fram kvörtun sem finnst ekki Atvikið sem Reade hefur lýst á að hafa gerst í „hálfopinberu“ rými í húsakynnum Bandaríkjaþings árið 1993. Hún fullyrðir að Biden hafi þrýst henni upp að vegg, farið með hönd sína upp undir pilsið hennar og stungið fingrum upp í kynfæri hennar. Henni hafi svo síðar verið bolað úr starfi sínum. Reade hefur jafnframt fullyrt að hún hafi kvartað undan kynferðislegri áreitni, en ekki ofbeldi, þáverandi þingmannsins til starfsmannastjóra hans og til starfsmannaskrifstofu þingsins. Engin gögn hafa fundist um slíka kvörtun og Reade segist ekki eiga afrit af kvörtuninni. Þá hafa starfsmannastjórar Biden á þessum tíma hafnað því eindregið að Reade hafi rætt við þá um kynferðisárás. Í fyrra var Reade ein átta kvenna sem lýstu því að Biden hefði snert þær á hátt sem lét þeim líða óþægilega. Biden lofaði í kjölfarið að virða frekar persónulegt rými kvenna og fólks. Þá sagði Reade aðeins að Biden hefði snert hana á öxlunum og hálsinum. Hún setti fram ásökunina um kynferðislega árás í viðtali fyrr á þessu ári. Reade er eina konan sem hefur sakað Biden um kynferðislegt ofbeldi. Þegar Washington Post og New York Times rannsökuðu ásakanir hennar í vor fundu blöðin engar aðrar frásagnir eða ásakanir um að Biden hefði beitt konur kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Máli sínu til stuðnings hefur Reade bent á vini og fjölskyldu sem hún greindi frá árás eða áreitni Biden á sínum tíma eða síðar. Bróðir hennar staðfesti við Washington Post að hún hefði sagt honum frá áreitni Biden árið 1993. Skömmu síðar sendi hann blaðinu smáskilaboð þar sem hann sagðist nú muna eftir að Reade hefði sagt honum frá meintri kynferðisárás. Tveir vinir Reade, sem vildu ekki koma fram undir nafni, sögðu blaðinu að Reade hefði sagt þeim frá áreitni Biden á sínum tíma. Veit ekki hvað Reade gengur til Vaxandi þrýstingur hefur verið á Biden að bregðast persónulega við ásökunum Reade, bæði á meðal demókrata og repúblikana. Pólitískir andstæðingar Biden hafa sakað hann og demókrata um tvískinnung í málum þolenda kynferðisofbeldis. Í viðtalinu í morgun vildi Biden ekki velta vöngum yfir því hvað hann teldi Reade ganga til ef ásakanir hennar væru stoðlausar eins og hann heldur fram. „Ég ætla ekki að véfengja hvað henni gengur til. Ég skil það ekki,“ sagði Biden. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Framboð Biden vísar ásökunum fyrrverandi starfsmanns á bug Ásakanir konu um að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum eiga við engin rök að styðjast, að sögn framboðs Biden. Rannsókn bandarískra fjölmiðla á réttmæti ásakana konunnar er ekki afdráttarlaus. 15. apríl 2020 22:55 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. Tara Reade, fyrrverandi starfsmaður skrifstofu Biden þegar hann var öldungadeildarþingmaður Delaware, hefur sakað frambjóðandann um að hafa ráðist á sig kynferðislega fyrir 27 árum. Framboð Biden hefur hafnað ásökunum afdráttarlaust en þar til í dag hafði Biden ekki svarað þeim persónulega. „Þær eru ekki sannar. Þetta gerðist aldrei,“ fullyrti Biden í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun. Biden fylgdi yfirlýsingunni eftir með viðtali á sjónvarpsstöðinni MSNBC þar sem hann ítrekað að atvikið sem Reade hefur lýst hefði aldrei átt sér stað. Krafðist Biden þess að þjóðskjalasafn Bandaríkjanna birti gögn sem það kynni að hafa um kvörtun frá Reade undan meintu framferði hans. „Ef það var einhver slík kvörtun verða gögnin til staðar,“ sagði Biden í viðtalinu. Segist hafa lagt fram kvörtun sem finnst ekki Atvikið sem Reade hefur lýst á að hafa gerst í „hálfopinberu“ rými í húsakynnum Bandaríkjaþings árið 1993. Hún fullyrðir að Biden hafi þrýst henni upp að vegg, farið með hönd sína upp undir pilsið hennar og stungið fingrum upp í kynfæri hennar. Henni hafi svo síðar verið bolað úr starfi sínum. Reade hefur jafnframt fullyrt að hún hafi kvartað undan kynferðislegri áreitni, en ekki ofbeldi, þáverandi þingmannsins til starfsmannastjóra hans og til starfsmannaskrifstofu þingsins. Engin gögn hafa fundist um slíka kvörtun og Reade segist ekki eiga afrit af kvörtuninni. Þá hafa starfsmannastjórar Biden á þessum tíma hafnað því eindregið að Reade hafi rætt við þá um kynferðisárás. Í fyrra var Reade ein átta kvenna sem lýstu því að Biden hefði snert þær á hátt sem lét þeim líða óþægilega. Biden lofaði í kjölfarið að virða frekar persónulegt rými kvenna og fólks. Þá sagði Reade aðeins að Biden hefði snert hana á öxlunum og hálsinum. Hún setti fram ásökunina um kynferðislega árás í viðtali fyrr á þessu ári. Reade er eina konan sem hefur sakað Biden um kynferðislegt ofbeldi. Þegar Washington Post og New York Times rannsökuðu ásakanir hennar í vor fundu blöðin engar aðrar frásagnir eða ásakanir um að Biden hefði beitt konur kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Máli sínu til stuðnings hefur Reade bent á vini og fjölskyldu sem hún greindi frá árás eða áreitni Biden á sínum tíma eða síðar. Bróðir hennar staðfesti við Washington Post að hún hefði sagt honum frá áreitni Biden árið 1993. Skömmu síðar sendi hann blaðinu smáskilaboð þar sem hann sagðist nú muna eftir að Reade hefði sagt honum frá meintri kynferðisárás. Tveir vinir Reade, sem vildu ekki koma fram undir nafni, sögðu blaðinu að Reade hefði sagt þeim frá áreitni Biden á sínum tíma. Veit ekki hvað Reade gengur til Vaxandi þrýstingur hefur verið á Biden að bregðast persónulega við ásökunum Reade, bæði á meðal demókrata og repúblikana. Pólitískir andstæðingar Biden hafa sakað hann og demókrata um tvískinnung í málum þolenda kynferðisofbeldis. Í viðtalinu í morgun vildi Biden ekki velta vöngum yfir því hvað hann teldi Reade ganga til ef ásakanir hennar væru stoðlausar eins og hann heldur fram. „Ég ætla ekki að véfengja hvað henni gengur til. Ég skil það ekki,“ sagði Biden.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Framboð Biden vísar ásökunum fyrrverandi starfsmanns á bug Ásakanir konu um að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum eiga við engin rök að styðjast, að sögn framboðs Biden. Rannsókn bandarískra fjölmiðla á réttmæti ásakana konunnar er ekki afdráttarlaus. 15. apríl 2020 22:55 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Framboð Biden vísar ásökunum fyrrverandi starfsmanns á bug Ásakanir konu um að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum eiga við engin rök að styðjast, að sögn framboðs Biden. Rannsókn bandarískra fjölmiðla á réttmæti ásakana konunnar er ekki afdráttarlaus. 15. apríl 2020 22:55
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent