Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir Kjartan Kjartansson skrifar 1. maí 2020 22:36 Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi. Vísir/Vilhelm Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. Kristín Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, segir að sýni sem var tekið úr skjólstæðingnum í gærkvöldi hafi verið „vægt“ jákvætt. Annað sýni í hádeginu í dag hafi hins vegar verið neikvætt. Í varúðarskyni var ákveðið að flytja manneskjuna á Landspítalann til meðferðar og að setja endurhæfingardeildina í sóttkví þar til nákvæmari niðurstöður liggja fyrir. Enginn annar hefur greinst með mögulegt smit. Þeir starfsmenn sem sinntu skjólstæðingnum náið eru í sóttkví á meðan beðið er eftir greiningu á sýnum. Rakningarteymi reynir nú að rekja mögulegt smit skjólstæðingsins en ekki er vitað hvers vegna sýni úr honum gáfu ólíka niðurstöðu, að sögn Kristínar. Tuttugu og fjögur rými eru á endurhæfingardeild Eirar þar sem tekið er á móti eldri borgurum af sjúkrahúsi til endurhæfingar í einn til þrjá mánuði í senn. Fólkið dvelur á deildinni á meðan. Um 185 íbúar eru á Eir að endurhæfingardeildinni með talinni, að sögn Kristínar. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að koma í veg fyrir útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómum hjá viðkvæmum hópum. Erlendis þar sem hópsýking hefur komið upp á öldunar- og hjúkrunarheimilum hefur veiran valdið miklum usla og dauðsföllum. Smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík í apríl. Tvö andlát aldraðra íbúa þar hafa verið rakin til faraldursins. Til stendur að byrja að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi á hjúkrunarheimilum vegna faraldursins frá og með mánudeginum. Þá geta íbúar fengið eina heimsókn frá einum aðstandanda í viku fyrstu vikurnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar á hjúkrunarheimilum geta fengið einn gest fyrstu vikuna Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. 22. apríl 2020 15:11 Annað andlát á Bergi Kona á níræðisaldri sem glímdi við Covid-19 sjúkdóminn af völdum kórónuveirunnar lést í gær. Konan bjó á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 20. apríl 2020 13:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira
Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. Kristín Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, segir að sýni sem var tekið úr skjólstæðingnum í gærkvöldi hafi verið „vægt“ jákvætt. Annað sýni í hádeginu í dag hafi hins vegar verið neikvætt. Í varúðarskyni var ákveðið að flytja manneskjuna á Landspítalann til meðferðar og að setja endurhæfingardeildina í sóttkví þar til nákvæmari niðurstöður liggja fyrir. Enginn annar hefur greinst með mögulegt smit. Þeir starfsmenn sem sinntu skjólstæðingnum náið eru í sóttkví á meðan beðið er eftir greiningu á sýnum. Rakningarteymi reynir nú að rekja mögulegt smit skjólstæðingsins en ekki er vitað hvers vegna sýni úr honum gáfu ólíka niðurstöðu, að sögn Kristínar. Tuttugu og fjögur rými eru á endurhæfingardeild Eirar þar sem tekið er á móti eldri borgurum af sjúkrahúsi til endurhæfingar í einn til þrjá mánuði í senn. Fólkið dvelur á deildinni á meðan. Um 185 íbúar eru á Eir að endurhæfingardeildinni með talinni, að sögn Kristínar. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að koma í veg fyrir útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómum hjá viðkvæmum hópum. Erlendis þar sem hópsýking hefur komið upp á öldunar- og hjúkrunarheimilum hefur veiran valdið miklum usla og dauðsföllum. Smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík í apríl. Tvö andlát aldraðra íbúa þar hafa verið rakin til faraldursins. Til stendur að byrja að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi á hjúkrunarheimilum vegna faraldursins frá og með mánudeginum. Þá geta íbúar fengið eina heimsókn frá einum aðstandanda í viku fyrstu vikurnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar á hjúkrunarheimilum geta fengið einn gest fyrstu vikuna Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. 22. apríl 2020 15:11 Annað andlát á Bergi Kona á níræðisaldri sem glímdi við Covid-19 sjúkdóminn af völdum kórónuveirunnar lést í gær. Konan bjó á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 20. apríl 2020 13:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira
Íbúar á hjúkrunarheimilum geta fengið einn gest fyrstu vikuna Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. 22. apríl 2020 15:11
Annað andlát á Bergi Kona á níræðisaldri sem glímdi við Covid-19 sjúkdóminn af völdum kórónuveirunnar lést í gær. Konan bjó á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 20. apríl 2020 13:00