Segir að launin í íslenskum fótbolta séu ekki of há Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2020 15:40 Geir Þorsteinsson er nýtekinn við sem framkvæmdastjóri ÍA. vísir/vilhelm Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ og núverandi framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA, segir að laun íslenskra fótboltamanna séu ekki of há. „Nei, heilt yfir alls ekki,“ sagði Geir í samtali við Henry Birgi Gunnarsson og Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Hann segir að sífellt sé klifað á því að íslenskir fótboltamenn fái of há laun. „Það er sorglegt að horfa upp á að þetta mikla afreksstarf sem hefur verið byggt upp, að mestu af sjálfboðaliðum, nokkrum starfsmönnum félaganna og mjög skipulögðu yngri flokka starfi í gegnum langa tíð, að við fáum sífellt á okkur þessa sömu spólu að við borgum leikmönnum alltof mikið.“ Geir segir að launin í íslenskum fótbolta séu ekki nógu há til að lifa af þeim einum saman. „Þetta er atvinnugrein eins og hvað annað. Við höfum ekki byggt laun til þessara leikmanna eða afreksgreiðslur, hvaða nafni sem við nefnum það, á framlögum frá hinu opinbera eða sveitarfélögum. Þetta hefur verið sjálfsafla fé,“ sagði Geir. „Ég þekki það kannski manna best að stundum hafa félög samið af sér eða um of háar greiðslur og lent illa í því. En heilt yfir er þetta á eðlilegum stað. Megnið af íslenskum leikmönnum vinnur annars staðar með eða er í námi því þeir munu aldrei lifa á þessum tekjum.“ Geir segir að kröfurnar á íslenska fótboltamenn í fremstu röð séu miklar. „Þeir vinna fullt starf og þurfa að sýna gríðarlegan aga og vinnusemi. Þeir æfa nánast alla daga vikunnar, megnið af árinu, til að ná árangri. Kröfurnar á knattspyrnumenn eru gríðarlegar. Þeir geta ekki lifað á fótboltanum einum saman,“ sagði Geir. Klippa: Sportið í dag: Geir Þorsteins um laun íslenskra leikmanna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Sportið í dag Kjaramál Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ og núverandi framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA, segir að laun íslenskra fótboltamanna séu ekki of há. „Nei, heilt yfir alls ekki,“ sagði Geir í samtali við Henry Birgi Gunnarsson og Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Hann segir að sífellt sé klifað á því að íslenskir fótboltamenn fái of há laun. „Það er sorglegt að horfa upp á að þetta mikla afreksstarf sem hefur verið byggt upp, að mestu af sjálfboðaliðum, nokkrum starfsmönnum félaganna og mjög skipulögðu yngri flokka starfi í gegnum langa tíð, að við fáum sífellt á okkur þessa sömu spólu að við borgum leikmönnum alltof mikið.“ Geir segir að launin í íslenskum fótbolta séu ekki nógu há til að lifa af þeim einum saman. „Þetta er atvinnugrein eins og hvað annað. Við höfum ekki byggt laun til þessara leikmanna eða afreksgreiðslur, hvaða nafni sem við nefnum það, á framlögum frá hinu opinbera eða sveitarfélögum. Þetta hefur verið sjálfsafla fé,“ sagði Geir. „Ég þekki það kannski manna best að stundum hafa félög samið af sér eða um of háar greiðslur og lent illa í því. En heilt yfir er þetta á eðlilegum stað. Megnið af íslenskum leikmönnum vinnur annars staðar með eða er í námi því þeir munu aldrei lifa á þessum tekjum.“ Geir segir að kröfurnar á íslenska fótboltamenn í fremstu röð séu miklar. „Þeir vinna fullt starf og þurfa að sýna gríðarlegan aga og vinnusemi. Þeir æfa nánast alla daga vikunnar, megnið af árinu, til að ná árangri. Kröfurnar á knattspyrnumenn eru gríðarlegar. Þeir geta ekki lifað á fótboltanum einum saman,“ sagði Geir. Klippa: Sportið í dag: Geir Þorsteins um laun íslenskra leikmanna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Sportið í dag Kjaramál Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira