Lífið

Sam Lloyd látinn 56 ára gamall

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sam Lloyd var best þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Scrubs.
Sam Lloyd var best þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Scrubs. Getty/Ethan Miller

Leikarinn Sam Lloyd, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem lögmaðurinn Ted Buckland í þáttunum Scrubs, er látinn. Hann var aðeins 56 ára gamall. Lloyd greindist með æxli í heila á síðasta ári.

Lloyd á langan feril að baki en hann starfaði sem leikari í meira en þrjátíu ár og fór með meira en 60 hlutverk á ferlinum. Hann lék meðal annars í þáttunum Cougar Town, Desperate Housewives, Happy Together, Shameless, Modern Family, Seinfeld og fleirum. Þá fór hann einnig með hlutverk í kvikmyndum, til dæmis Galacy Quest og Flubber.

Nokkrir félagar hans úr þáttunum Scrubs minntust hans á Twitter í gær og skrifaði Bill Lawrence, höfundur þáttanna: „Ég hugsa til Sam Lloyd í dag. (Ted). Hann var svo góður maður. Hans verður sárt saknað.“

Leikarinn Zack Braff, sem fór með aðalhlutverkið í Scrubs, skrifaði: „Hvíl í friði einn fyndnasti leikari sem ég hef hlotið heiðurinn að vinna með. Sam Lloyd fékk mig til að hlæja hvert einasta skipti sem við lékum saman. Hann hefði ekki getað verið betri maður.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.