Katrín ætlar að ávarpa þjóðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2020 18:20 Katrín Jakobsdóttir á blaðamannafundi í Safnahúsinu á dögunum þar sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunar voru kynntar. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að flytja ávarp til þjóðarinnar annað kvöld. Þar ætlar hún að ræða kórónuveiruna, afleiðingar hennar og stöðu mála. Ávarpið verður sýnt í Ríkissjónvarpinu en Vísir stefnir sömuleiðis á að streyma ávarpinu. Athygli vekur að Katrín ávarpar þjóðina í sjónvarpi enda ekki á hverjum degi sem forsætisráðherra gerir það ef frá eru talin árleg áramótaávörp. Blaðamann rekur ekki minni til þess að forsætisráðherra hafi ávarpað þjóðina í sjónvarpi síðan Geir Haarde gerði það í október 2008 og bað Guð um að blessa Íslands. Samkvæmt heimildum Vísis er ekki sérstakra tíðinda að vænta í ávarpi Katrínar í anda aðgerðarpakka stjórnvalda sem kynntir hafa verið á blaðamannafundum undanfarnar vikur. Samkomubann verður rýmkað á mánudag þegar fimmtíu manns munu mega vera saman í rými en ekki tutttugu eins og nú er. Leik- og grunnskólar taka til starfa með eðlilegum hætti og sömuleiðis hefjast á ný íþróttaæfingar barna. Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að opnun sundlauga yrði í næsta aðgerðarpakka. Til skoðunar væri að opna á sundlaugaferðir fyrr en það yrði rætt á fundi á mánudag. „Ég vildi gjarnan geta komist í sund á eftir,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að flytja ávarp til þjóðarinnar annað kvöld. Þar ætlar hún að ræða kórónuveiruna, afleiðingar hennar og stöðu mála. Ávarpið verður sýnt í Ríkissjónvarpinu en Vísir stefnir sömuleiðis á að streyma ávarpinu. Athygli vekur að Katrín ávarpar þjóðina í sjónvarpi enda ekki á hverjum degi sem forsætisráðherra gerir það ef frá eru talin árleg áramótaávörp. Blaðamann rekur ekki minni til þess að forsætisráðherra hafi ávarpað þjóðina í sjónvarpi síðan Geir Haarde gerði það í október 2008 og bað Guð um að blessa Íslands. Samkvæmt heimildum Vísis er ekki sérstakra tíðinda að vænta í ávarpi Katrínar í anda aðgerðarpakka stjórnvalda sem kynntir hafa verið á blaðamannafundum undanfarnar vikur. Samkomubann verður rýmkað á mánudag þegar fimmtíu manns munu mega vera saman í rými en ekki tutttugu eins og nú er. Leik- og grunnskólar taka til starfa með eðlilegum hætti og sömuleiðis hefjast á ný íþróttaæfingar barna. Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að opnun sundlauga yrði í næsta aðgerðarpakka. Til skoðunar væri að opna á sundlaugaferðir fyrr en það yrði rætt á fundi á mánudag. „Ég vildi gjarnan geta komist í sund á eftir,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira