Sú efnilegasta var aðeins 17 ára þegar hún skoraði gegn Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2020 07:00 Lauren James á framtíðina fyrir sér. Barry Coombs/PA Images via Getty Images Hin 18 ára gamla Lauren James, leikmaður kvennaliðs Manchester United, var á dögunum valin efnilegasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af íþróttamiðlinum The Athletic. Lauren er fædd þann 29. september 2001. Hún á einn eldri bróðir, sá heitir Reece James og leikur með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Þá er faðir þeirra, Nigel, menntaður knattspyrnuþjálfari. Það má því segja að fótbolti sé í blóðinu hjá þeim systkinum. „Lauren er einn mest spennandi leikmaður landsins og mun án efa spila fyrir Ljónynjurnar (A-landslið Englands) áður en langt um líður. Aðeins 17 ára gömul skoraði hún fyrsta mark Manchester United í úrvalsdeildinni er liðið vann Liverpool 2-0 í september,“ segir til að mynda í grein The Athletic. Var leikurinn gegn Liverpool fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni. Þá hefur Casey Stoney, þjálfari Manchester United, sagt að Lauren sé með einstaka hæfileika og einn tæknilega séð besti leikmaður sem hún hefur unnið með. Lauren var í ítarlegu viðtali á dögunum þar sem hún ræddi það að keppa við bróðir sinn frá unga aldri sem og að spila gegn strákum þegar hún var í akademíu Arsenal á sínum yngri árum. Hún segir að það hafi tekið strákana dágóðan tíma áður en þeir fóru að bera virðingu fyrir henni. Það var svo þegar var verið að spila undir lok einnar æfingarinnar sem Lauren fór svo illa með mótherja að hann hrundi í jörðina. Eftir það báru strákarnir töluvert meiri virðingu fyrir henni. Sem stendur hefur James skorað 26 mörk í 45 leikjum fyrir Manchester United. Það má reikna með því að mörkin eigi eftir að verða töluvert fleiri en Lauren leikur ýmist í stöðu framherja eða kantmanns. Þegar deildin var stöðvuð vegna kórónufaraldursins var Man Utd í 4. sæti deildarinnar með 23 stig eftir 14 leiki. Liðið er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild en það var aðeins stofnað fyrir síðustu leiktíð. Í kjölfarið valtaði liðið yfir B-deildina og vann sér inn sæti í úrvalsdeildinni. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira
Hin 18 ára gamla Lauren James, leikmaður kvennaliðs Manchester United, var á dögunum valin efnilegasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af íþróttamiðlinum The Athletic. Lauren er fædd þann 29. september 2001. Hún á einn eldri bróðir, sá heitir Reece James og leikur með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Þá er faðir þeirra, Nigel, menntaður knattspyrnuþjálfari. Það má því segja að fótbolti sé í blóðinu hjá þeim systkinum. „Lauren er einn mest spennandi leikmaður landsins og mun án efa spila fyrir Ljónynjurnar (A-landslið Englands) áður en langt um líður. Aðeins 17 ára gömul skoraði hún fyrsta mark Manchester United í úrvalsdeildinni er liðið vann Liverpool 2-0 í september,“ segir til að mynda í grein The Athletic. Var leikurinn gegn Liverpool fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni. Þá hefur Casey Stoney, þjálfari Manchester United, sagt að Lauren sé með einstaka hæfileika og einn tæknilega séð besti leikmaður sem hún hefur unnið með. Lauren var í ítarlegu viðtali á dögunum þar sem hún ræddi það að keppa við bróðir sinn frá unga aldri sem og að spila gegn strákum þegar hún var í akademíu Arsenal á sínum yngri árum. Hún segir að það hafi tekið strákana dágóðan tíma áður en þeir fóru að bera virðingu fyrir henni. Það var svo þegar var verið að spila undir lok einnar æfingarinnar sem Lauren fór svo illa með mótherja að hann hrundi í jörðina. Eftir það báru strákarnir töluvert meiri virðingu fyrir henni. Sem stendur hefur James skorað 26 mörk í 45 leikjum fyrir Manchester United. Það má reikna með því að mörkin eigi eftir að verða töluvert fleiri en Lauren leikur ýmist í stöðu framherja eða kantmanns. Þegar deildin var stöðvuð vegna kórónufaraldursins var Man Utd í 4. sæti deildarinnar með 23 stig eftir 14 leiki. Liðið er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild en það var aðeins stofnað fyrir síðustu leiktíð. Í kjölfarið valtaði liðið yfir B-deildina og vann sér inn sæti í úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira