Forveri Ólafs í starfi tilkynnti honum um titilinn: „Engan veginn viss þegar það var flautað af“ Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 15:00 Það tók Ólaf smástund að ná áttum en svo fagnaði hann vel og lengi með lærisveinum sínum enda Breiðablik að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í karlaflokki, og þann eina enn í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þetta voru mjög erfiðar 90 mínútur,“ sagði þjálfarinn Ólafur Kristjánsson þegar hann rifjaði upp lokahnykkinn í Íslandsmeistaratitli Breiðabliks í fótbolta karla árið 2010, þeim fyrsta og eina í sögu liðsins. Ólafur rifjaði Íslandsmeistaraárið upp með Gumma Ben í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. Þeir skoðuðu svipmyndir frá leik Blika við Stjörnuna í Garðabæ í lokaumferð Íslandsmótsins, en markalaust jafntefli dugði Blikum til að enda fyrir ofan FH á markatölu og tveimur stigum fyrir ofan ÍBV sem tapaði í Keflavík. Það leið smástund þar til að Ólafur leyfði sér að fagna titlinum og raunar var það forveri hans í starfi hjá Breiðabliki, Bjarni Jóhannsson sem þarna stýrði Stjörnunni, sem lét Ólaf vita að titillinn væri í höfn. „Ég get sagt þér núna hvað fór á milli mín og Bjarna. Ég labba þarna eins og í einhverri leiðslu og það var ekki gleði að sjá á svip þessa þjálfara. Það var ekki vegna þess að það væri ekki gleði. Ég var bara ekki búinn að meðtaka þetta. Ég labbaði að fjórða dómaranum og einhverjum Stjörnumönnum, og svo segir Bjarni „til hamingju“, og ég svara „er þetta búið? Eru hinir leikirnir búnir?“ Hann staðfestir það og þá fer þetta svona að síast inn að þetta sé komið,“ sagði Ólafur. „Ég var engan veginn viss þegar það var flautað af. Þetta var svakalega erfiður leikur, því maður var í þessari glímu um það hve miklu ætti að hætta til að fá sigurinn gegn því að maður gæti fengið mark í andlitið. Ég heyrði aðeins af því sem var að gerast í öðrum leikjum en þrátt fyrir það þá var maður ekki í rónni. Þetta minnti á Evrópuleik þar sem maður getur spilað upp á ákveðin úrslit. Þar sem 0-0 eru bara ágætis úrslit. Við höfðum unnið Stjörnuna 4-0 á heimavelli og Stjarnan ætlaði ekkert að fara að láta Breiðablik fara að fagna Íslandsmeistaratitli á Stjörnuvellinum,“ sagði Ólafur. Breitt bros hafði færst yfir andlit þjálfarans þegar lærisveinar hans tóku sig til og tolleruðu hann í fagnaðarlátunum, eins og sjá má í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Ólafur um lokaumferð Íslandsmeistaraársins Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Tengdar fréttir „Þegar kemur að leikdegi þá er hann eins og óvinur þinn og kemst undir húðina á mönnum“ Ólafur Kristjánsson þjálfari FH og fyrrum þjálfari meðal annars Breiðabliks segir að Þorvaldur Örlygsson sé afskaplega klókur þjálfari sem les leikinn vel. Hann segir einnig að Þorvaldur sé algjör refur. 1. maí 2020 22:00 Ólafur um bróðurmissinn: „Stjórnin og þeir sem stóðu að liðinu sýndu úr hverju þeir eru gerðir“ Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Helgi Kristjánsson missti bróður sinn í bílslysi árið 2009. Hann ræddi meðal annars bróðurmissinn í samtali við Guðmund Benediktsson í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 1. maí 2020 18:00 Rekinn hefði hann ekki unnið bikarinn 2009: „Reykmettuðu bakherbergin í Kópavogi“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH í dag og fyrrum þjálfari Breiðabliks, segir að hefði hann ekki stýrt Blikum til bikarmeistaratitils árið 2009 hefði hann verið rekinn hjá félaginu. 1. maí 2020 15:00 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
„Þetta voru mjög erfiðar 90 mínútur,“ sagði þjálfarinn Ólafur Kristjánsson þegar hann rifjaði upp lokahnykkinn í Íslandsmeistaratitli Breiðabliks í fótbolta karla árið 2010, þeim fyrsta og eina í sögu liðsins. Ólafur rifjaði Íslandsmeistaraárið upp með Gumma Ben í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. Þeir skoðuðu svipmyndir frá leik Blika við Stjörnuna í Garðabæ í lokaumferð Íslandsmótsins, en markalaust jafntefli dugði Blikum til að enda fyrir ofan FH á markatölu og tveimur stigum fyrir ofan ÍBV sem tapaði í Keflavík. Það leið smástund þar til að Ólafur leyfði sér að fagna titlinum og raunar var það forveri hans í starfi hjá Breiðabliki, Bjarni Jóhannsson sem þarna stýrði Stjörnunni, sem lét Ólaf vita að titillinn væri í höfn. „Ég get sagt þér núna hvað fór á milli mín og Bjarna. Ég labba þarna eins og í einhverri leiðslu og það var ekki gleði að sjá á svip þessa þjálfara. Það var ekki vegna þess að það væri ekki gleði. Ég var bara ekki búinn að meðtaka þetta. Ég labbaði að fjórða dómaranum og einhverjum Stjörnumönnum, og svo segir Bjarni „til hamingju“, og ég svara „er þetta búið? Eru hinir leikirnir búnir?“ Hann staðfestir það og þá fer þetta svona að síast inn að þetta sé komið,“ sagði Ólafur. „Ég var engan veginn viss þegar það var flautað af. Þetta var svakalega erfiður leikur, því maður var í þessari glímu um það hve miklu ætti að hætta til að fá sigurinn gegn því að maður gæti fengið mark í andlitið. Ég heyrði aðeins af því sem var að gerast í öðrum leikjum en þrátt fyrir það þá var maður ekki í rónni. Þetta minnti á Evrópuleik þar sem maður getur spilað upp á ákveðin úrslit. Þar sem 0-0 eru bara ágætis úrslit. Við höfðum unnið Stjörnuna 4-0 á heimavelli og Stjarnan ætlaði ekkert að fara að láta Breiðablik fara að fagna Íslandsmeistaratitli á Stjörnuvellinum,“ sagði Ólafur. Breitt bros hafði færst yfir andlit þjálfarans þegar lærisveinar hans tóku sig til og tolleruðu hann í fagnaðarlátunum, eins og sjá má í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Ólafur um lokaumferð Íslandsmeistaraársins Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Tengdar fréttir „Þegar kemur að leikdegi þá er hann eins og óvinur þinn og kemst undir húðina á mönnum“ Ólafur Kristjánsson þjálfari FH og fyrrum þjálfari meðal annars Breiðabliks segir að Þorvaldur Örlygsson sé afskaplega klókur þjálfari sem les leikinn vel. Hann segir einnig að Þorvaldur sé algjör refur. 1. maí 2020 22:00 Ólafur um bróðurmissinn: „Stjórnin og þeir sem stóðu að liðinu sýndu úr hverju þeir eru gerðir“ Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Helgi Kristjánsson missti bróður sinn í bílslysi árið 2009. Hann ræddi meðal annars bróðurmissinn í samtali við Guðmund Benediktsson í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 1. maí 2020 18:00 Rekinn hefði hann ekki unnið bikarinn 2009: „Reykmettuðu bakherbergin í Kópavogi“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH í dag og fyrrum þjálfari Breiðabliks, segir að hefði hann ekki stýrt Blikum til bikarmeistaratitils árið 2009 hefði hann verið rekinn hjá félaginu. 1. maí 2020 15:00 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
„Þegar kemur að leikdegi þá er hann eins og óvinur þinn og kemst undir húðina á mönnum“ Ólafur Kristjánsson þjálfari FH og fyrrum þjálfari meðal annars Breiðabliks segir að Þorvaldur Örlygsson sé afskaplega klókur þjálfari sem les leikinn vel. Hann segir einnig að Þorvaldur sé algjör refur. 1. maí 2020 22:00
Ólafur um bróðurmissinn: „Stjórnin og þeir sem stóðu að liðinu sýndu úr hverju þeir eru gerðir“ Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Helgi Kristjánsson missti bróður sinn í bílslysi árið 2009. Hann ræddi meðal annars bróðurmissinn í samtali við Guðmund Benediktsson í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 1. maí 2020 18:00
Rekinn hefði hann ekki unnið bikarinn 2009: „Reykmettuðu bakherbergin í Kópavogi“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH í dag og fyrrum þjálfari Breiðabliks, segir að hefði hann ekki stýrt Blikum til bikarmeistaratitils árið 2009 hefði hann verið rekinn hjá félaginu. 1. maí 2020 15:00