Fótbolti

Koeman lagður inn á spítala og undirgekkst aðgerð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ronald Koeman undirgekkst vel heppnaða aðgerð eftir að hafa verið lagður inn á spítala.
Ronald Koeman undirgekkst vel heppnaða aðgerð eftir að hafa verið lagður inn á spítala. vísir/getty

Ronald Koeman, þjálfari hollenska landsliðsins og maðurinn sem fékk Gylfa Þór Sigurðsson til enska úrvalsdeildarfélagsins Everton á sínum tíma, gekkst í dag undir aðgerð á hjarta eftir að hafa fundið fyrir verk í brjósti eftir að hafa verið úti að hjóla.

Líðan Koeman er stöðug og segir KNVB, hollenska knattspyrnusambandið, að hann verði útskrifaður af spítalanum á morgun, mánudag.

„Ronald Koeman var lagður inn á spítala á sunnudagskvöld eftir að hafa kvartað yfir verkjum í brjósti,“ segir í yfirlýsingu KNVB.

„Hinn 57 ára gamli þjálfari hollenska landsliðsins undirgekkst vel heppnaða aðgerð og mun snúa heim aftur á morgun. Við óskum honum skjóts bata,“ segir einnig í tilkynningunni.

Koeman hefur tekist að snúa slæmu gengi hollenska liðsins við en liðið verður meðal keppenda á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Áður en hann tók við stjórnartaumum landsliðsins árið 2018 hafði hann þjálfað Southampton og Everton í ensku úrvalsdeildinni.

Sky Sports greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×