Bjarki fyrsti þýski markakóngurinn í ellefu ár til að brjóta átta marka múrinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2020 15:00 Bjarki Már Elísson fagnar í vetur með félögum sínum í Lemgo en myndin er af Twitter síðu TBV Lemgo Lippe. Mynd/@tbvlemgolippe Bjarki Már Elísson átti frábært tímabil í bestu deild handboltans en hann skoraði 216 mörk fyrir TBV Lemgo Lippe liðið í vetur eða átta mörk að meðaltali í leik. Hann varð þar með fyrsti markakóngurinn í ellefu ár til að skora átta mörk að meðaltali eða allt frá því að Grikinn Savas Karipidis varð markakóngur tímabilið 2008-09 með 8,3 mörk í leik. Bjarki og Savas Karipidis eru ásamt Dananum Lars Christiansen og Suður Kóreumanninum Yoon Kyung-shin þeir einu sem náð að vinna markakóngstitilinn og skora um leið yfir átta mörk í leik. Bjarki er líka þriðji Íslendingurinn sem nær að verða markakóngur í þýsku deildinni og fylgir þar í fótspor þeirra Sigurðar Vals Sveinssonar og Guðjóns Vals Sigurðssonar. Bjarki er aftur á móti sá eini af þeim sem var með átta mörk að meðaltali í leik. Sigurður Valur Sveinsson skoraði 7,35 mörk að meðaltali fyrir TBV Lemgo tímabilið 1984-85 og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7,76 mörk að meðaltali fyrir VfL Gummersbach tímabilið 2005-06. Bjarki er nú í áttunda sæti yfir hæsta meðalskor markakóngs þýsku deildarinnar á síðustu rúmu fjörtíu árum. Metið á Jerzy Klempel sem á reyndar tvö hæstu meðalskorin og er sá eini sem hefur unnið markakóngstitilinn með yfir níu mörk að meðaltali í leik. Bjarki skoraði þrettán mörkum meira en næsti maður sem var danski Íslendingurinn Hans Lindberg hjá Füchse Berlin. Það voru síðan fimmtíu mörk niður í Danann Michael Damgaard í þriðja sætinu en hann spilar með SC Magdeburg. Bjarki skoraði 72 marka sinna af vítalínunni, 67 komu úr vinstra horninu, 51 kom úr hraðaupphlaupi og 13 af línu. Bjarki skoraði einnig 11 mörk með langskotum. Bjarki nýtti 75,3 prósent skota sinna á tímabilinu. Hæsta meðalskor markakónga þýsku deildarinnar frá 1977: 9,19 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1986/87 8,96 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1985/86 8,53 Yoon Kyung-shin, VfL Gummersbach 2000/01 8,50 Lars Christiansen, SG Flensburg-Handewitt 2002/03 8,29 Savas Karipidis, MT Melsungen 2008/09 8,23 Erhard Wunderlich, VfL Gummersbach 1981/82 8,15 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1991/92 8,00 Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe 2019/20 7,96 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1990/91 7,76 Guðjón Valur Sigurðsson, VfL Gummersbach 2005/06 Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Bjarki Már Elísson átti frábært tímabil í bestu deild handboltans en hann skoraði 216 mörk fyrir TBV Lemgo Lippe liðið í vetur eða átta mörk að meðaltali í leik. Hann varð þar með fyrsti markakóngurinn í ellefu ár til að skora átta mörk að meðaltali eða allt frá því að Grikinn Savas Karipidis varð markakóngur tímabilið 2008-09 með 8,3 mörk í leik. Bjarki og Savas Karipidis eru ásamt Dananum Lars Christiansen og Suður Kóreumanninum Yoon Kyung-shin þeir einu sem náð að vinna markakóngstitilinn og skora um leið yfir átta mörk í leik. Bjarki er líka þriðji Íslendingurinn sem nær að verða markakóngur í þýsku deildinni og fylgir þar í fótspor þeirra Sigurðar Vals Sveinssonar og Guðjóns Vals Sigurðssonar. Bjarki er aftur á móti sá eini af þeim sem var með átta mörk að meðaltali í leik. Sigurður Valur Sveinsson skoraði 7,35 mörk að meðaltali fyrir TBV Lemgo tímabilið 1984-85 og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7,76 mörk að meðaltali fyrir VfL Gummersbach tímabilið 2005-06. Bjarki er nú í áttunda sæti yfir hæsta meðalskor markakóngs þýsku deildarinnar á síðustu rúmu fjörtíu árum. Metið á Jerzy Klempel sem á reyndar tvö hæstu meðalskorin og er sá eini sem hefur unnið markakóngstitilinn með yfir níu mörk að meðaltali í leik. Bjarki skoraði þrettán mörkum meira en næsti maður sem var danski Íslendingurinn Hans Lindberg hjá Füchse Berlin. Það voru síðan fimmtíu mörk niður í Danann Michael Damgaard í þriðja sætinu en hann spilar með SC Magdeburg. Bjarki skoraði 72 marka sinna af vítalínunni, 67 komu úr vinstra horninu, 51 kom úr hraðaupphlaupi og 13 af línu. Bjarki skoraði einnig 11 mörk með langskotum. Bjarki nýtti 75,3 prósent skota sinna á tímabilinu. Hæsta meðalskor markakónga þýsku deildarinnar frá 1977: 9,19 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1986/87 8,96 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1985/86 8,53 Yoon Kyung-shin, VfL Gummersbach 2000/01 8,50 Lars Christiansen, SG Flensburg-Handewitt 2002/03 8,29 Savas Karipidis, MT Melsungen 2008/09 8,23 Erhard Wunderlich, VfL Gummersbach 1981/82 8,15 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1991/92 8,00 Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe 2019/20 7,96 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1990/91 7,76 Guðjón Valur Sigurðsson, VfL Gummersbach 2005/06
Hæsta meðalskor markakónga þýsku deildarinnar frá 1977: 9,19 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1986/87 8,96 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1985/86 8,53 Yoon Kyung-shin, VfL Gummersbach 2000/01 8,50 Lars Christiansen, SG Flensburg-Handewitt 2002/03 8,29 Savas Karipidis, MT Melsungen 2008/09 8,23 Erhard Wunderlich, VfL Gummersbach 1981/82 8,15 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1991/92 8,00 Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe 2019/20 7,96 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1990/91 7,76 Guðjón Valur Sigurðsson, VfL Gummersbach 2005/06
Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira