Eldur kom upp í pappa í húsþaki á Seljavegi nú á sjöunda tímanum.
Að sögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru sveitir frá tveimur stöðvum sendar á staðinn en eldurinn hafði verið slökktur þegar slökkvilið bar að garði.
Að sögn slökkviliðsins tengist eldurinn framkvæmdum sem eru á staðnum og aðstoðar slökkvilið við frágang á vettvangi.
„Okkar menn eru á staðnum að bleyta aðeins upp í þessu.“