Segir að í þessu árferði ætti að rýmka heimildir til strandveiða Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2020 22:22 Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Rýmri heimildir til strandveiða ættu að vera hluti af viðspyrnu stjórnvalda gegn erfiðu atvinnuástandi þetta árið, að mati talsmanns smábátasjómanna. Bræla á fiskimiðunum á þessum fyrsta veiðidegi kom þó í veg fyrir að strandveiðarnar hæfust af krafti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna, hafði raunar hvergi heyrt af því að menn hefðu róið í dag. Engu að síður telst þetta stór dagur meðal smábátasjómanna. „Jú, þetta er mikill dagur; fyrsti í strandveiðum. Ég hefði náttúrlega vonað að það hefði verið logn og blíða um land allt þannig að menn hefðu getað flykkst á sjó,“ segir Örn. Frá Arnarstapa á Snæfellsnesi.Stöð 2/Skjáskot. Fiskistofa er samt búin að úthluta þriðjungi fleiri leyfum til strandveiða í ár en í fyrra og Örn spáir því að sjöhundruð bátar stundi veiðarnar í sumar. Hann segist skynja það að margir vilji á sjóinn í erfiðu atvinnuástandi. „Já, það hef ég orðið var við. Það eru náttúrlega tugir þúsunda atvinnulausir hér í landinu í dag. Og innan þeirra raða eru sjómenn sem hefðu viljað fara út og veiða. Og það á að sjálfsögðu í svona ári eins og núna, þá á að rýmka til og heimila þessar veiðar í mun meira mæli heldur en hefur verið undanfarin ár. Og við erum kannski bara að tala um þetta eina ár,“ segir Örn. En svo mikið er víst. Litlu sjávarþorpin lifna við. „Þau vakna alveg af vetrardvalanum þegar strandveiðarnar byrja og allt mannlífið verður hressara og skemmtilegra þegar spriklandi þorskinum er landað úr strandveiðibátunum. Þetta er það sem fólkið sækist eftir. Það er verið að hvetja okkur Íslendinga til þess að ferðast um landið. Þá er það nú höfnin í þessum litlu sjávarplássum sem hefur mest aðdráttaraflið,“ segir talsmaður smábátasjómanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki spennandi skakveður á fyrsta degi strandveiðanna Óvenju fáir smábátasjómenn hafa haldið til veiða í morgun á fyrsta degi strandveiðanna. Gul stormviðvörun er í gildi með öllu norðanverðu landinu, allt frá Vestfjörðum og austur að Langanesi. 4. maí 2020 11:45 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Rýmri heimildir til strandveiða ættu að vera hluti af viðspyrnu stjórnvalda gegn erfiðu atvinnuástandi þetta árið, að mati talsmanns smábátasjómanna. Bræla á fiskimiðunum á þessum fyrsta veiðidegi kom þó í veg fyrir að strandveiðarnar hæfust af krafti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna, hafði raunar hvergi heyrt af því að menn hefðu róið í dag. Engu að síður telst þetta stór dagur meðal smábátasjómanna. „Jú, þetta er mikill dagur; fyrsti í strandveiðum. Ég hefði náttúrlega vonað að það hefði verið logn og blíða um land allt þannig að menn hefðu getað flykkst á sjó,“ segir Örn. Frá Arnarstapa á Snæfellsnesi.Stöð 2/Skjáskot. Fiskistofa er samt búin að úthluta þriðjungi fleiri leyfum til strandveiða í ár en í fyrra og Örn spáir því að sjöhundruð bátar stundi veiðarnar í sumar. Hann segist skynja það að margir vilji á sjóinn í erfiðu atvinnuástandi. „Já, það hef ég orðið var við. Það eru náttúrlega tugir þúsunda atvinnulausir hér í landinu í dag. Og innan þeirra raða eru sjómenn sem hefðu viljað fara út og veiða. Og það á að sjálfsögðu í svona ári eins og núna, þá á að rýmka til og heimila þessar veiðar í mun meira mæli heldur en hefur verið undanfarin ár. Og við erum kannski bara að tala um þetta eina ár,“ segir Örn. En svo mikið er víst. Litlu sjávarþorpin lifna við. „Þau vakna alveg af vetrardvalanum þegar strandveiðarnar byrja og allt mannlífið verður hressara og skemmtilegra þegar spriklandi þorskinum er landað úr strandveiðibátunum. Þetta er það sem fólkið sækist eftir. Það er verið að hvetja okkur Íslendinga til þess að ferðast um landið. Þá er það nú höfnin í þessum litlu sjávarplássum sem hefur mest aðdráttaraflið,“ segir talsmaður smábátasjómanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki spennandi skakveður á fyrsta degi strandveiðanna Óvenju fáir smábátasjómenn hafa haldið til veiða í morgun á fyrsta degi strandveiðanna. Gul stormviðvörun er í gildi með öllu norðanverðu landinu, allt frá Vestfjörðum og austur að Langanesi. 4. maí 2020 11:45 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ekki spennandi skakveður á fyrsta degi strandveiðanna Óvenju fáir smábátasjómenn hafa haldið til veiða í morgun á fyrsta degi strandveiðanna. Gul stormviðvörun er í gildi með öllu norðanverðu landinu, allt frá Vestfjörðum og austur að Langanesi. 4. maí 2020 11:45