Segir HK með veikari hóp í ár: Var á leið til Englands að skoða leikmenn Anton Ingi Leifsson skrifar 5. maí 2020 20:00 Brynjar Björn var svekktur með úrslitin. vísir/bára Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, segir að leikmannahópur liðsins sé veikari í ár en í fyrra. Liðið sé með svipað lið en ekki sé mikil breidd. Hann var á leið til Englands að skoða leikmenn er kórónuveiran skall á. Brynjar Björn var gestur í Sportinu í dag þar sem farið var yfir víðan völl og þar var einnig komið inn á leikmannamarkaðinn þar sem HK hefur ekki verið að gera stóra hluti heldur frekar misst leikmenn. „Ég vona að við fáum að bæta aðeins í en á sama tíma er ég undirbúinn að fara inn í mótið með þennan hóp. Til að byrja með gef ég mér þær forsendur að ég fari með þennan hóp inn í mótið,“ sagði Brynjar. „Það þýðir lítið að vinna með ef og hefði. Staðan er svona. Við höfum reynt við leikmenn en ekki náð þeim leikmönnum sem við höfum reynt að ná í. Við erum í dag með veikari hóp. Við erum með áþekkt lið en örlítið veikari hóp. Útlitið í dag er þannig að mótið mun spilast þétt og hratt og þá þarftu að vera með smá dýpt í hópnum.“ Hann segir að HK hafi verið byrjað að leita að styrkingu er kórónuveiran skall á. Brynjar ætlaði að nýta tengingar sínar í Englandi. „Við vorum farnir að leita út fyrir landsteinana í byrjun mars. Við erum aðallega að leita að leikmönnum hér heima á Íslandi; hvort sem það eru eldri og reyndari eða yngri og efnilegri leikmenn sem gætu fengið tækifæri hjá HK að spila í efstu deild.“ „Ég var farinn að setja mig í samband við menn úti í Englandi, til að byrja með, og var á leiðinni þangað út að kíkja á leikmenn,“ sagði Brynjar. Klippa: Sportið í dag - Brynjar Björn um frekari liðsstyrk til HK Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. HK Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, segir að leikmannahópur liðsins sé veikari í ár en í fyrra. Liðið sé með svipað lið en ekki sé mikil breidd. Hann var á leið til Englands að skoða leikmenn er kórónuveiran skall á. Brynjar Björn var gestur í Sportinu í dag þar sem farið var yfir víðan völl og þar var einnig komið inn á leikmannamarkaðinn þar sem HK hefur ekki verið að gera stóra hluti heldur frekar misst leikmenn. „Ég vona að við fáum að bæta aðeins í en á sama tíma er ég undirbúinn að fara inn í mótið með þennan hóp. Til að byrja með gef ég mér þær forsendur að ég fari með þennan hóp inn í mótið,“ sagði Brynjar. „Það þýðir lítið að vinna með ef og hefði. Staðan er svona. Við höfum reynt við leikmenn en ekki náð þeim leikmönnum sem við höfum reynt að ná í. Við erum í dag með veikari hóp. Við erum með áþekkt lið en örlítið veikari hóp. Útlitið í dag er þannig að mótið mun spilast þétt og hratt og þá þarftu að vera með smá dýpt í hópnum.“ Hann segir að HK hafi verið byrjað að leita að styrkingu er kórónuveiran skall á. Brynjar ætlaði að nýta tengingar sínar í Englandi. „Við vorum farnir að leita út fyrir landsteinana í byrjun mars. Við erum aðallega að leita að leikmönnum hér heima á Íslandi; hvort sem það eru eldri og reyndari eða yngri og efnilegri leikmenn sem gætu fengið tækifæri hjá HK að spila í efstu deild.“ „Ég var farinn að setja mig í samband við menn úti í Englandi, til að byrja með, og var á leiðinni þangað út að kíkja á leikmenn,“ sagði Brynjar. Klippa: Sportið í dag - Brynjar Björn um frekari liðsstyrk til HK Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
HK Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira