Áður en farið er af stað er gott að hafa til hliðsjónar eftirfarandi fjögur atriði:
- Framtíðarsýnin, þ.e. sjáðu fyrir þér hvaða markmiðum þú ætlar að ná. Þessi markmið geta snúið að þér persónulega eða hæfni, reynslu, þekkingu eða getu.
- Vertu með hugmyndir um það hvernig þú ætlar þér að ná þessum markmiðum (aðgerðaráætlun).
- Mótaðu þér hugmyndir um það hvernig þú getur fylgst með því hvernig þér gengur að ná settum markmiðum. Hvaða mælikvarða getur þú notað, hvernig og hvenær.
- Endurskoðun, endurgjöf. Markmiðasetningu er gott að endurskoða reglulega. Er hún raunhæf í tímaáætlun? Er ávinningurinn í takt við upphafleg áform?
Þegar þú ert búin að móta þér hugmyndir um hver markmiðin eru, er ágætt að máta þau við SMART-regluna, þ.e. að markmiðin séu:
S = Skýr
M = Mælanleg
A = Aðlaðandi, þ.e. þú verður að geta náð þeim
R = Raunhæf, þ.e. það má ekki taka of langan tíma að ná þeim

Dæmi um markmið
Markmið fyrir vinnuna geta verið jafn ólík og við erum mörg. Sum þeirra snúa kannski að markmiðum þar sem við sjálf sem manneskjur ætlum að bæta okkur í einhverju, t.d. að verða betri hlustendur. Önnur markmið eru kannski verkefna- og vinnutengd og praktísk í eðli sínu.
En til að gefa hugmyndir að því hvernig markmiðalisti gæti litið út fyrir vinnuna 2021 eru hér dæmi.
- Að bæta mig í tímastjórnun
- Að auka á jafnvægi heimilis og vinnu
- Að bæta samskiptahæfnina mína enn frekar
- Að efla þrautseigju og seiglu (hugsa í lausnum, halda í bjartsýnina, ekki gefast upp o.s.frv.)
- Að verða betri hlustandi
- Að læra með lestri, þ.e. setja sér markmið um að lesa meira efni sem þú getur lært af (gæti verið tengt faginu þínu, stjórnun o.s.frv.)
- Að læra eitthvað nýtt í vinnunni, t.d. í hverjum mánuði eða reglulega yfir árið
- Að læra að koma fram, halda ræður eða kynningar eða tjá þig á fundum eða í fjölmiðlum
- Að efla tengslanetið, að kynnast nýju fólki