BioNTech í kapphlaupi til að fylla upp í ESB-gatið Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. janúar 2021 21:06 Ugur Sahin (t.h.) er framkvæmdastjóri BioNTech og Özlem Türeci (t.v.) er yfirlæknir hjá fyrirtækinu BioNTech Stjórnendur þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech gagnrýna Evrópusambandið fyrir seinagang í pöntunum á bóluefni fyrirtækisins og Pfizer. Þeir segja fyrirtækin nú leggja allt kapp á að auka framleiðsluna til að brúa bilið sem seinagangurinn, og of mikið traust ESB til annarra framleiðenda, hafi búið til. Bóluefni Pfizer og BioNTech er fyrsta, og hingað til eina, bóluefnið við kórónuveirunni sem fengið hefur markaðsleyfi hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til dreifingar í Evrópu. Leyfið fékkst seint í desember og bólusetning hófst í aðildarríkjum sambandsins nú í lok árs, einnig á Íslandi. Á þeim tímapunkti var talsvert síðan byrjað var að bólusetja með efninu í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Fyrrnefndu ríkin tvö hafa auk þess hafið bólusetningar með bóluefni Moderna og Bretland veitti bóluefni AstraZeneca markaðsleyfi áður en árið var úti. Ekki gengið jafnhratt og vel Evrópusambandið hefur setið undir talsverðri gagnrýni fyrir seinagang í útgáfu markaðsleyfa og kaupa á bóluefni. Hjónin Ugur Sahin og Özlem Tureci, sem stofnuðu BioNTech árið 2008, taka undir þessa gagnrýni í samtali við þýska dagblaðið Der Spiegel. Sahin segir að pöntunarferlið í Evrópu hafi „svo sannarlega ekki“ gengið jafnhratt og vel fyrir sig og í öðrum ríkjum. Bent er á í umfjöllun Guardian um viðtalið að Bandaríkin hafi pantað 600 milljón skammta af bóluefninu í júlí en ESB beðið með pöntun á 300 milljón skömmtum fram í nóvember. Pfizer og BioNTech séu nú að leggja allt kapp á að auka framleiðslu til að „fylla í gat sem varð til vegna skorts á öðrum samþykktum bóluefnum“, að sögn Sahin. Þá segir Tureci að svo virðist sem Evrópusambandið hafi gert ráð fyrir talsvert meira úrvali framleiðenda en raunin varð. „Sú nálgun er rökrétt. En á einhverjum tímapunkti varð ljóst að margir myndu ekki geta skilað sínu svo hratt. Þegar þar var komið sögu var of seint að bæta upp fyrir ónógar pantanir,“ segir Tureci. Framleiðsluaukningin liggi fyrir í lok janúar Í umfjöllun Guardian segir að BioNTech geri ráð fyrir að opna nýja verksmiðju í Þýskalandi í febrúar, mun fyrr en áætlað var, og búist er við að þar verði hægt að framleiða 250 milljón skammta á fyrri helmingi árs 2021. Þá hafi fyrirtækið samið við fimm lyfjafyrirtæki í Evrópu til að auka framleiðslu enn frekar. Sahin áætlar að í lok janúar muni liggja fyrir hversu marga umframskammta verði hægt að framleiða miðað við núverandi framleiðslugetu. Reiknað er með að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykki að veita Moderna-bóluefninu markaðsleyfi 6. janúar. Þá sætir framkvæmdastjórnin þrýstingi um að fara að fordæmi Breta og samþykkja bóluefni AstraZeneca. Búið verði að bólusetja stóran hluta í sumar Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur Ísland tryggt sér bóluefnisskammta fyrir alla þjóðina og rúmlega það í gegnum samninga við Evrópusambandið. Ekki liggur þó fyrir hvenær meirihluti þessara skammta berst til landsins en samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins í gær er ráðgert að búið verði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar í sumar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur lýst yfir áhyggjum af því að með samningum heilbrigðisráðuneytisins í gegnum ESB liggi aðeins fyrir magn, ekki afhendingartími. Hann lýsti því síðast í gær að vegna „klúðurs“ ESB í bóluefnismálum óttaðist hann að aðeins „pínulítill hundraðshluti“ þjóðarinnar yrði bólusettur í lok árs. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir „Bara smá tilfinning og búið“ Stefán Þorleifsson, 104 ára og elsti núlifandi karlmaður á Íslandi, var bólusettur fyrir kórónuveirunni í Neskaupstað fyrr í vikunni. Hann segir sprautuna ekki hafa verið neitt mál og hefur ekki fundið fyrir eftirköstum. 1. janúar 2021 20:31 Handtekinn grunaður um að spilla bóluefni viljandi Lyfjafræðingur í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að eyðileggja hundruð skammta af bóluefni Moderna við Covid-19, með því að geyma þá við stofuhita í tvær nætur. 1. janúar 2021 10:40 „Við eigum býsna góða fylgismenn innan Pfizer“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Ísland eigi sér „býsna góða fylgismenn“ innan lyfjafyrirtækisins Pfizer. Hvort það dugi til að tryggja 60 prósent þjóðarinnar bóluefni liggi þó ekki fyrir. Áhugi innan Pfizer á Íslandsrannsókn sé „geysimikill“. 31. desember 2020 14:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Bóluefni Pfizer og BioNTech er fyrsta, og hingað til eina, bóluefnið við kórónuveirunni sem fengið hefur markaðsleyfi hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til dreifingar í Evrópu. Leyfið fékkst seint í desember og bólusetning hófst í aðildarríkjum sambandsins nú í lok árs, einnig á Íslandi. Á þeim tímapunkti var talsvert síðan byrjað var að bólusetja með efninu í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Fyrrnefndu ríkin tvö hafa auk þess hafið bólusetningar með bóluefni Moderna og Bretland veitti bóluefni AstraZeneca markaðsleyfi áður en árið var úti. Ekki gengið jafnhratt og vel Evrópusambandið hefur setið undir talsverðri gagnrýni fyrir seinagang í útgáfu markaðsleyfa og kaupa á bóluefni. Hjónin Ugur Sahin og Özlem Tureci, sem stofnuðu BioNTech árið 2008, taka undir þessa gagnrýni í samtali við þýska dagblaðið Der Spiegel. Sahin segir að pöntunarferlið í Evrópu hafi „svo sannarlega ekki“ gengið jafnhratt og vel fyrir sig og í öðrum ríkjum. Bent er á í umfjöllun Guardian um viðtalið að Bandaríkin hafi pantað 600 milljón skammta af bóluefninu í júlí en ESB beðið með pöntun á 300 milljón skömmtum fram í nóvember. Pfizer og BioNTech séu nú að leggja allt kapp á að auka framleiðslu til að „fylla í gat sem varð til vegna skorts á öðrum samþykktum bóluefnum“, að sögn Sahin. Þá segir Tureci að svo virðist sem Evrópusambandið hafi gert ráð fyrir talsvert meira úrvali framleiðenda en raunin varð. „Sú nálgun er rökrétt. En á einhverjum tímapunkti varð ljóst að margir myndu ekki geta skilað sínu svo hratt. Þegar þar var komið sögu var of seint að bæta upp fyrir ónógar pantanir,“ segir Tureci. Framleiðsluaukningin liggi fyrir í lok janúar Í umfjöllun Guardian segir að BioNTech geri ráð fyrir að opna nýja verksmiðju í Þýskalandi í febrúar, mun fyrr en áætlað var, og búist er við að þar verði hægt að framleiða 250 milljón skammta á fyrri helmingi árs 2021. Þá hafi fyrirtækið samið við fimm lyfjafyrirtæki í Evrópu til að auka framleiðslu enn frekar. Sahin áætlar að í lok janúar muni liggja fyrir hversu marga umframskammta verði hægt að framleiða miðað við núverandi framleiðslugetu. Reiknað er með að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykki að veita Moderna-bóluefninu markaðsleyfi 6. janúar. Þá sætir framkvæmdastjórnin þrýstingi um að fara að fordæmi Breta og samþykkja bóluefni AstraZeneca. Búið verði að bólusetja stóran hluta í sumar Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur Ísland tryggt sér bóluefnisskammta fyrir alla þjóðina og rúmlega það í gegnum samninga við Evrópusambandið. Ekki liggur þó fyrir hvenær meirihluti þessara skammta berst til landsins en samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins í gær er ráðgert að búið verði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar í sumar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur lýst yfir áhyggjum af því að með samningum heilbrigðisráðuneytisins í gegnum ESB liggi aðeins fyrir magn, ekki afhendingartími. Hann lýsti því síðast í gær að vegna „klúðurs“ ESB í bóluefnismálum óttaðist hann að aðeins „pínulítill hundraðshluti“ þjóðarinnar yrði bólusettur í lok árs.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir „Bara smá tilfinning og búið“ Stefán Þorleifsson, 104 ára og elsti núlifandi karlmaður á Íslandi, var bólusettur fyrir kórónuveirunni í Neskaupstað fyrr í vikunni. Hann segir sprautuna ekki hafa verið neitt mál og hefur ekki fundið fyrir eftirköstum. 1. janúar 2021 20:31 Handtekinn grunaður um að spilla bóluefni viljandi Lyfjafræðingur í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að eyðileggja hundruð skammta af bóluefni Moderna við Covid-19, með því að geyma þá við stofuhita í tvær nætur. 1. janúar 2021 10:40 „Við eigum býsna góða fylgismenn innan Pfizer“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Ísland eigi sér „býsna góða fylgismenn“ innan lyfjafyrirtækisins Pfizer. Hvort það dugi til að tryggja 60 prósent þjóðarinnar bóluefni liggi þó ekki fyrir. Áhugi innan Pfizer á Íslandsrannsókn sé „geysimikill“. 31. desember 2020 14:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
„Bara smá tilfinning og búið“ Stefán Þorleifsson, 104 ára og elsti núlifandi karlmaður á Íslandi, var bólusettur fyrir kórónuveirunni í Neskaupstað fyrr í vikunni. Hann segir sprautuna ekki hafa verið neitt mál og hefur ekki fundið fyrir eftirköstum. 1. janúar 2021 20:31
Handtekinn grunaður um að spilla bóluefni viljandi Lyfjafræðingur í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að eyðileggja hundruð skammta af bóluefni Moderna við Covid-19, með því að geyma þá við stofuhita í tvær nætur. 1. janúar 2021 10:40
„Við eigum býsna góða fylgismenn innan Pfizer“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Ísland eigi sér „býsna góða fylgismenn“ innan lyfjafyrirtækisins Pfizer. Hvort það dugi til að tryggja 60 prósent þjóðarinnar bóluefni liggi þó ekki fyrir. Áhugi innan Pfizer á Íslandsrannsókn sé „geysimikill“. 31. desember 2020 14:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent