BioNTech í kapphlaupi til að fylla upp í ESB-gatið Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. janúar 2021 21:06 Ugur Sahin (t.h.) er framkvæmdastjóri BioNTech og Özlem Türeci (t.v.) er yfirlæknir hjá fyrirtækinu BioNTech Stjórnendur þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech gagnrýna Evrópusambandið fyrir seinagang í pöntunum á bóluefni fyrirtækisins og Pfizer. Þeir segja fyrirtækin nú leggja allt kapp á að auka framleiðsluna til að brúa bilið sem seinagangurinn, og of mikið traust ESB til annarra framleiðenda, hafi búið til. Bóluefni Pfizer og BioNTech er fyrsta, og hingað til eina, bóluefnið við kórónuveirunni sem fengið hefur markaðsleyfi hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til dreifingar í Evrópu. Leyfið fékkst seint í desember og bólusetning hófst í aðildarríkjum sambandsins nú í lok árs, einnig á Íslandi. Á þeim tímapunkti var talsvert síðan byrjað var að bólusetja með efninu í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Fyrrnefndu ríkin tvö hafa auk þess hafið bólusetningar með bóluefni Moderna og Bretland veitti bóluefni AstraZeneca markaðsleyfi áður en árið var úti. Ekki gengið jafnhratt og vel Evrópusambandið hefur setið undir talsverðri gagnrýni fyrir seinagang í útgáfu markaðsleyfa og kaupa á bóluefni. Hjónin Ugur Sahin og Özlem Tureci, sem stofnuðu BioNTech árið 2008, taka undir þessa gagnrýni í samtali við þýska dagblaðið Der Spiegel. Sahin segir að pöntunarferlið í Evrópu hafi „svo sannarlega ekki“ gengið jafnhratt og vel fyrir sig og í öðrum ríkjum. Bent er á í umfjöllun Guardian um viðtalið að Bandaríkin hafi pantað 600 milljón skammta af bóluefninu í júlí en ESB beðið með pöntun á 300 milljón skömmtum fram í nóvember. Pfizer og BioNTech séu nú að leggja allt kapp á að auka framleiðslu til að „fylla í gat sem varð til vegna skorts á öðrum samþykktum bóluefnum“, að sögn Sahin. Þá segir Tureci að svo virðist sem Evrópusambandið hafi gert ráð fyrir talsvert meira úrvali framleiðenda en raunin varð. „Sú nálgun er rökrétt. En á einhverjum tímapunkti varð ljóst að margir myndu ekki geta skilað sínu svo hratt. Þegar þar var komið sögu var of seint að bæta upp fyrir ónógar pantanir,“ segir Tureci. Framleiðsluaukningin liggi fyrir í lok janúar Í umfjöllun Guardian segir að BioNTech geri ráð fyrir að opna nýja verksmiðju í Þýskalandi í febrúar, mun fyrr en áætlað var, og búist er við að þar verði hægt að framleiða 250 milljón skammta á fyrri helmingi árs 2021. Þá hafi fyrirtækið samið við fimm lyfjafyrirtæki í Evrópu til að auka framleiðslu enn frekar. Sahin áætlar að í lok janúar muni liggja fyrir hversu marga umframskammta verði hægt að framleiða miðað við núverandi framleiðslugetu. Reiknað er með að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykki að veita Moderna-bóluefninu markaðsleyfi 6. janúar. Þá sætir framkvæmdastjórnin þrýstingi um að fara að fordæmi Breta og samþykkja bóluefni AstraZeneca. Búið verði að bólusetja stóran hluta í sumar Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur Ísland tryggt sér bóluefnisskammta fyrir alla þjóðina og rúmlega það í gegnum samninga við Evrópusambandið. Ekki liggur þó fyrir hvenær meirihluti þessara skammta berst til landsins en samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins í gær er ráðgert að búið verði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar í sumar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur lýst yfir áhyggjum af því að með samningum heilbrigðisráðuneytisins í gegnum ESB liggi aðeins fyrir magn, ekki afhendingartími. Hann lýsti því síðast í gær að vegna „klúðurs“ ESB í bóluefnismálum óttaðist hann að aðeins „pínulítill hundraðshluti“ þjóðarinnar yrði bólusettur í lok árs. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir „Bara smá tilfinning og búið“ Stefán Þorleifsson, 104 ára og elsti núlifandi karlmaður á Íslandi, var bólusettur fyrir kórónuveirunni í Neskaupstað fyrr í vikunni. Hann segir sprautuna ekki hafa verið neitt mál og hefur ekki fundið fyrir eftirköstum. 1. janúar 2021 20:31 Handtekinn grunaður um að spilla bóluefni viljandi Lyfjafræðingur í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að eyðileggja hundruð skammta af bóluefni Moderna við Covid-19, með því að geyma þá við stofuhita í tvær nætur. 1. janúar 2021 10:40 „Við eigum býsna góða fylgismenn innan Pfizer“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Ísland eigi sér „býsna góða fylgismenn“ innan lyfjafyrirtækisins Pfizer. Hvort það dugi til að tryggja 60 prósent þjóðarinnar bóluefni liggi þó ekki fyrir. Áhugi innan Pfizer á Íslandsrannsókn sé „geysimikill“. 31. desember 2020 14:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Bóluefni Pfizer og BioNTech er fyrsta, og hingað til eina, bóluefnið við kórónuveirunni sem fengið hefur markaðsleyfi hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til dreifingar í Evrópu. Leyfið fékkst seint í desember og bólusetning hófst í aðildarríkjum sambandsins nú í lok árs, einnig á Íslandi. Á þeim tímapunkti var talsvert síðan byrjað var að bólusetja með efninu í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Fyrrnefndu ríkin tvö hafa auk þess hafið bólusetningar með bóluefni Moderna og Bretland veitti bóluefni AstraZeneca markaðsleyfi áður en árið var úti. Ekki gengið jafnhratt og vel Evrópusambandið hefur setið undir talsverðri gagnrýni fyrir seinagang í útgáfu markaðsleyfa og kaupa á bóluefni. Hjónin Ugur Sahin og Özlem Tureci, sem stofnuðu BioNTech árið 2008, taka undir þessa gagnrýni í samtali við þýska dagblaðið Der Spiegel. Sahin segir að pöntunarferlið í Evrópu hafi „svo sannarlega ekki“ gengið jafnhratt og vel fyrir sig og í öðrum ríkjum. Bent er á í umfjöllun Guardian um viðtalið að Bandaríkin hafi pantað 600 milljón skammta af bóluefninu í júlí en ESB beðið með pöntun á 300 milljón skömmtum fram í nóvember. Pfizer og BioNTech séu nú að leggja allt kapp á að auka framleiðslu til að „fylla í gat sem varð til vegna skorts á öðrum samþykktum bóluefnum“, að sögn Sahin. Þá segir Tureci að svo virðist sem Evrópusambandið hafi gert ráð fyrir talsvert meira úrvali framleiðenda en raunin varð. „Sú nálgun er rökrétt. En á einhverjum tímapunkti varð ljóst að margir myndu ekki geta skilað sínu svo hratt. Þegar þar var komið sögu var of seint að bæta upp fyrir ónógar pantanir,“ segir Tureci. Framleiðsluaukningin liggi fyrir í lok janúar Í umfjöllun Guardian segir að BioNTech geri ráð fyrir að opna nýja verksmiðju í Þýskalandi í febrúar, mun fyrr en áætlað var, og búist er við að þar verði hægt að framleiða 250 milljón skammta á fyrri helmingi árs 2021. Þá hafi fyrirtækið samið við fimm lyfjafyrirtæki í Evrópu til að auka framleiðslu enn frekar. Sahin áætlar að í lok janúar muni liggja fyrir hversu marga umframskammta verði hægt að framleiða miðað við núverandi framleiðslugetu. Reiknað er með að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykki að veita Moderna-bóluefninu markaðsleyfi 6. janúar. Þá sætir framkvæmdastjórnin þrýstingi um að fara að fordæmi Breta og samþykkja bóluefni AstraZeneca. Búið verði að bólusetja stóran hluta í sumar Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur Ísland tryggt sér bóluefnisskammta fyrir alla þjóðina og rúmlega það í gegnum samninga við Evrópusambandið. Ekki liggur þó fyrir hvenær meirihluti þessara skammta berst til landsins en samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins í gær er ráðgert að búið verði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar í sumar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur lýst yfir áhyggjum af því að með samningum heilbrigðisráðuneytisins í gegnum ESB liggi aðeins fyrir magn, ekki afhendingartími. Hann lýsti því síðast í gær að vegna „klúðurs“ ESB í bóluefnismálum óttaðist hann að aðeins „pínulítill hundraðshluti“ þjóðarinnar yrði bólusettur í lok árs.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir „Bara smá tilfinning og búið“ Stefán Þorleifsson, 104 ára og elsti núlifandi karlmaður á Íslandi, var bólusettur fyrir kórónuveirunni í Neskaupstað fyrr í vikunni. Hann segir sprautuna ekki hafa verið neitt mál og hefur ekki fundið fyrir eftirköstum. 1. janúar 2021 20:31 Handtekinn grunaður um að spilla bóluefni viljandi Lyfjafræðingur í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að eyðileggja hundruð skammta af bóluefni Moderna við Covid-19, með því að geyma þá við stofuhita í tvær nætur. 1. janúar 2021 10:40 „Við eigum býsna góða fylgismenn innan Pfizer“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Ísland eigi sér „býsna góða fylgismenn“ innan lyfjafyrirtækisins Pfizer. Hvort það dugi til að tryggja 60 prósent þjóðarinnar bóluefni liggi þó ekki fyrir. Áhugi innan Pfizer á Íslandsrannsókn sé „geysimikill“. 31. desember 2020 14:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
„Bara smá tilfinning og búið“ Stefán Þorleifsson, 104 ára og elsti núlifandi karlmaður á Íslandi, var bólusettur fyrir kórónuveirunni í Neskaupstað fyrr í vikunni. Hann segir sprautuna ekki hafa verið neitt mál og hefur ekki fundið fyrir eftirköstum. 1. janúar 2021 20:31
Handtekinn grunaður um að spilla bóluefni viljandi Lyfjafræðingur í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að eyðileggja hundruð skammta af bóluefni Moderna við Covid-19, með því að geyma þá við stofuhita í tvær nætur. 1. janúar 2021 10:40
„Við eigum býsna góða fylgismenn innan Pfizer“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Ísland eigi sér „býsna góða fylgismenn“ innan lyfjafyrirtækisins Pfizer. Hvort það dugi til að tryggja 60 prósent þjóðarinnar bóluefni liggi þó ekki fyrir. Áhugi innan Pfizer á Íslandsrannsókn sé „geysimikill“. 31. desember 2020 14:00