Stillt var í veðri á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi, og raunar á öllu landinu, sem m.a. olli því að reykjarmökkurinn úr flugeldunum sat lengi yfir borginni. Svifrykið sést einmitt vel í myndbandinu hér fyrir neðan en loftgæði voru mjög slæm í höfuðborginni í gærkvöldi og fram eftir morgni í dag.
Þá ber að geta þess að lögreglu var tilkynnt um hópamyndun við Hallgrímskirkju um klukkan eitt í nótt. Mikill fólksfjöldi sést einmitt á myndum Egils sem teknar voru á miðnætti.