Hvergi fleiri verið bólusettir en í Ísrael Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. janúar 2021 14:16 Bólusetning hefur gengið nokkuð smurt fyrir sig í Ísrael. EPA/ABIR SULTAN Hlutfallslega hafa hvergi verið eins margir bólusettir gegn covid-19 en í Ísrael þar sem um 12% þjóðarinnar hefur þegar fengið fyrsta skammt bóluefnis. Rúmlega milljón íbúar hafa þegar verið bólusettir eða sem jafngildir 11,55 íbúum af hverjum hundrað. Það er sem stendur hæsta hlutfall bólusettra íbúa á heimsvísu samkvæmt frétt BBC. Næst á eftir Ísrael kemur Barein, þar sem 3,49 af hverjum hundrað hafa verið bólusettir, og þá næst Bretland þar sem 1,47 af hverjum hundrað hafa fengið bóluefni. Þá eru Bandaríkin, Danmörk og Kína jafnframt ofarlega á lista. Til samanburðar höfðu í heildina aðeins 138 einstaklingar verið bólusettir í Frakklandi þann 30. desember. Það er Our World in Data, samstarfsverkefni Oxford-háskóla og bresks góðgerðafélags um menntun, sem hefur tekið saman tölfræðina yfir bólusetningar og borið saman milli ríkja. Tölurnar ná yfir fjölda þeirra sem hafa fengið fyrsta skammt bóluefnis í hverju ríki, en enn sem komið er nauðsynlegt að gefa tvo skammta af þeim tegundum bóluefnis sem þegar hafa fengið leyfi og eru komin í umferð. Bandaríkjamenn náðu ekki markmiði sínu um að ná að bólusetja tuttugu milljónir fyrir lok 2020, en aðeins 2,78 milljónir höfðu fengið bóluefni þann 30. desember. Bólusetning hófst í Ísrael 19. desember og hafa síðan um 150 þúsund manns á dag fengið sprautu. Áhersla er lögð á að bólsetja fyrst heilbrigðisstarfsfólk, þá sem eru komnir yfir sextugt og þá sem eru veikir fyrir. Ísraelar tryggðu sér birgðir af bóluefni frá Pfizer/BioNTech í viðræðum tiltölulega snemma í faraldrinum. Þá hefur dreifing bóluefnisins um landið gengið nokkuð smurt og vel fyrir sig. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra hefur sagst eiga von á þið að Ísraelar geti losnað undan faraldrinum jafnvel strax í febrúar, en útgöngubann er í gildi í Ísrael í þriðja sinn frá því faraldurinn hófst. Ísrael Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Næst á eftir Ísrael kemur Barein, þar sem 3,49 af hverjum hundrað hafa verið bólusettir, og þá næst Bretland þar sem 1,47 af hverjum hundrað hafa fengið bóluefni. Þá eru Bandaríkin, Danmörk og Kína jafnframt ofarlega á lista. Til samanburðar höfðu í heildina aðeins 138 einstaklingar verið bólusettir í Frakklandi þann 30. desember. Það er Our World in Data, samstarfsverkefni Oxford-háskóla og bresks góðgerðafélags um menntun, sem hefur tekið saman tölfræðina yfir bólusetningar og borið saman milli ríkja. Tölurnar ná yfir fjölda þeirra sem hafa fengið fyrsta skammt bóluefnis í hverju ríki, en enn sem komið er nauðsynlegt að gefa tvo skammta af þeim tegundum bóluefnis sem þegar hafa fengið leyfi og eru komin í umferð. Bandaríkjamenn náðu ekki markmiði sínu um að ná að bólusetja tuttugu milljónir fyrir lok 2020, en aðeins 2,78 milljónir höfðu fengið bóluefni þann 30. desember. Bólusetning hófst í Ísrael 19. desember og hafa síðan um 150 þúsund manns á dag fengið sprautu. Áhersla er lögð á að bólsetja fyrst heilbrigðisstarfsfólk, þá sem eru komnir yfir sextugt og þá sem eru veikir fyrir. Ísraelar tryggðu sér birgðir af bóluefni frá Pfizer/BioNTech í viðræðum tiltölulega snemma í faraldrinum. Þá hefur dreifing bóluefnisins um landið gengið nokkuð smurt og vel fyrir sig. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra hefur sagst eiga von á þið að Ísraelar geti losnað undan faraldrinum jafnvel strax í febrúar, en útgöngubann er í gildi í Ísrael í þriðja sinn frá því faraldurinn hófst.
Ísrael Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira