Rætt verður við lungnalækni sem segir það ekki vera réttlætanlegt að flugeldum sé skotið upp í miklu magni með tilheyrandi svifryksmengun. Mikinn reykjarmökk lagði yfir höfuðborgarsvæðið vegna flugelda í gær og mældist hæsta gildið þrefalt yfir heilsuverndarmörkum.
Þá munum einnig við segja frá uppbyggingu í Hveragerði og hvernig grjótkrabbi, sem fannst fyrst í Hvalfirði fyrir um fjórtán árum, er nú ný nytjategund hér á landi.
Fréttirnar verða sagðar í beinni útsendingu á slaginu 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og að sjálfsögðu hér á Vísi.