Skemmdarverk, svínshöfuð og gerviblóð á heimilum stjórnmálaleiðtoga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2021 23:39 Mitch McConnell og Nancy Pelosi. Drew Angerer/Getty Skemmdarverk voru unnin á heimilum Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild þingsins, í dag. Þá var búið að skilja eftir svínshöfuð og gerviblóð fyrir utan heimili Pelosi. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og því að orðin „Hvar eru peningarnir mínir“ auk fjölda blótsyrða hafi verið það sem málað hafði verið á hús McConnell í Kentucky. Telja má líklegt að skemmdarverkin megi rekja til ákvörðunar öldungadeildar Bandaríkjaþings um að samþykkja ekki frumvarp sem meðal annars hefði fært Bandaríkjamönnum 2.000 dala fjárstuðning á mann, eða um 255.000 krónur, til þess að stemma stigu við fjárhagsvandræðum margra sökum kórónuveirufaraldursins. Áður hafði verið samþykkt að hver Bandaríkjamaður fengi 600 dali, eða um 76.000 krónur. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni en fellt í öldungadeildinni, hvar Repúblikanar eru í meirihluta, þrátt fyrir ákall Donalds Trump Bandaríkjaforseta til þingsins um að samþykkja aukinn fjárstuðning við almenning. „Öldungadeildin ætlar ekki að láta undan þrýstingi um að dæla meira lánsfé til ríkra vina Demókrata sem þurfa ekki á hjálp að halda,“ sagði McConnell, sem var mótfallinn frumvarpinu, síðastliðinn miðvikudag. Lögreglan rannsakar skemmdarverkin Í yfirlýsingu í kjölfar skemmdarverkana í dag þakkaði McConnel þeim íbúum Kentucky sem taka þátt í hinu lýðræðislega ferli, sama hvort þeir kunni að vera honum sammála eða ekki. „Þetta er öðruvísi. Skemmdarverk og óttastjórnmál eiga ekki heima í okkar samfélagi,“ sagði í yfirlýsingunni. Þá rannsakar lögreglan í San Francisco í Kaliforníu skemmdarverkin sem unnin voru á heimili Pelosi, sem hefur að svo stöddu ekki tjáð sig um málið. Bandaríkin Tengdar fréttir Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. 30. desember 2020 13:45 Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og því að orðin „Hvar eru peningarnir mínir“ auk fjölda blótsyrða hafi verið það sem málað hafði verið á hús McConnell í Kentucky. Telja má líklegt að skemmdarverkin megi rekja til ákvörðunar öldungadeildar Bandaríkjaþings um að samþykkja ekki frumvarp sem meðal annars hefði fært Bandaríkjamönnum 2.000 dala fjárstuðning á mann, eða um 255.000 krónur, til þess að stemma stigu við fjárhagsvandræðum margra sökum kórónuveirufaraldursins. Áður hafði verið samþykkt að hver Bandaríkjamaður fengi 600 dali, eða um 76.000 krónur. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni en fellt í öldungadeildinni, hvar Repúblikanar eru í meirihluta, þrátt fyrir ákall Donalds Trump Bandaríkjaforseta til þingsins um að samþykkja aukinn fjárstuðning við almenning. „Öldungadeildin ætlar ekki að láta undan þrýstingi um að dæla meira lánsfé til ríkra vina Demókrata sem þurfa ekki á hjálp að halda,“ sagði McConnell, sem var mótfallinn frumvarpinu, síðastliðinn miðvikudag. Lögreglan rannsakar skemmdarverkin Í yfirlýsingu í kjölfar skemmdarverkana í dag þakkaði McConnel þeim íbúum Kentucky sem taka þátt í hinu lýðræðislega ferli, sama hvort þeir kunni að vera honum sammála eða ekki. „Þetta er öðruvísi. Skemmdarverk og óttastjórnmál eiga ekki heima í okkar samfélagi,“ sagði í yfirlýsingunni. Þá rannsakar lögreglan í San Francisco í Kaliforníu skemmdarverkin sem unnin voru á heimili Pelosi, sem hefur að svo stöddu ekki tjáð sig um málið.
Bandaríkin Tengdar fréttir Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. 30. desember 2020 13:45 Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. 30. desember 2020 13:45
Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39