Íhugar að hætta við HM vegna áhorfenda Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2021 15:00 Mikkel Hansen hefur verið einn besti handboltamaður heims um langt skeið en mátti sætta sig við tap gegn Íslandi á EM fyrir ári síðan. Getty/Jan Christensen Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen segist enn íhuga að hætta við að fara á HM í Egyptalandi vegna hugmynda mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. Þetta segir Hansen í viðtali við Jyllands-Posten en hann hefur ekki áhuga á því að spila fyrir framan allt að 5.000 áhorfendur á mótinu, eins og íþróttamálaráðherra Egyptalands hefur sagt að möguleiki sé á, í miðjum heimsfaraldri. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki íhugað að gefa ekki kost á mér, og að ég íhugaði það ekki enn. Ég bíð að minnsta kosti eftir upplýsingum um hvernig mótshaldið verður og hvernig skipuleggjendur mótsins hafa hugsað sér að þetta verði mögulegt,“ sagði Hansen. „Þjónar engum tilgangi“ Hansen, sem er 33 ára, hefur þrisvar verið valinn besti handboltamaður heims og óþarfi að fjölyrða um hve slæmt yrði fyrir Dani að vera án hans þegar HM hefst eftir níu daga. „Ég veit ekki hvort það ætti að aflýsa mótinu en það ættu að minnsta kosti ekki að vera neinir áhorfendur á svæðinu. Ég sé ekki tilganginn með því að við leikmennirnir séum fastir í sápukúlu uppi á hóteli, neyddir til að einangra okkur frá öllum líkt og konurnar á EM, en förum svo í íþróttahallirnar og spilum fyrir framan fjölda fólks. Það þjónar engum tilgangi,“ sagði Hansen, og bætti við: „Það er erfitt fyrir mig að sjá hvernig það á að takast að fá fjölda fólks inn í hallirnar án þess að það skapi hættu fyrir okkur. Það er ástæða fyrir því að vellirnir eru tómir um allan heim núna.“ HM 2021 í handbolta Danmörk Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Þetta segir Hansen í viðtali við Jyllands-Posten en hann hefur ekki áhuga á því að spila fyrir framan allt að 5.000 áhorfendur á mótinu, eins og íþróttamálaráðherra Egyptalands hefur sagt að möguleiki sé á, í miðjum heimsfaraldri. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki íhugað að gefa ekki kost á mér, og að ég íhugaði það ekki enn. Ég bíð að minnsta kosti eftir upplýsingum um hvernig mótshaldið verður og hvernig skipuleggjendur mótsins hafa hugsað sér að þetta verði mögulegt,“ sagði Hansen. „Þjónar engum tilgangi“ Hansen, sem er 33 ára, hefur þrisvar verið valinn besti handboltamaður heims og óþarfi að fjölyrða um hve slæmt yrði fyrir Dani að vera án hans þegar HM hefst eftir níu daga. „Ég veit ekki hvort það ætti að aflýsa mótinu en það ættu að minnsta kosti ekki að vera neinir áhorfendur á svæðinu. Ég sé ekki tilganginn með því að við leikmennirnir séum fastir í sápukúlu uppi á hóteli, neyddir til að einangra okkur frá öllum líkt og konurnar á EM, en förum svo í íþróttahallirnar og spilum fyrir framan fjölda fólks. Það þjónar engum tilgangi,“ sagði Hansen, og bætti við: „Það er erfitt fyrir mig að sjá hvernig það á að takast að fá fjölda fólks inn í hallirnar án þess að það skapi hættu fyrir okkur. Það er ástæða fyrir því að vellirnir eru tómir um allan heim núna.“
HM 2021 í handbolta Danmörk Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira