Lögregla birtir upptökur af „tæklingunni“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2021 13:23 Skjáskot úr upptöku úr öryggismyndavél má sjá til hægri. Skjáskot úr myndbandi föður piltsins, sem birt var milli jóla og nýárs, er til vinstri. Yfirmaður rannsóknardeildar hjá lögreglu í New York hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum, sem sýna árás hvítrar konu á svartan unglingspilt. Konan réðst á drenginn eftir að hafa sakað hann ranglega um að stela síma hennar. Málið vakti mikla reiði vestanhafs. Árásin var gerð í móttöku hótels í New York 26. desember síðastliðinn. Rodney Harrison, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu í borginni, segir í tísti sem hann birti á gamlársdag að konan hafi ranglega sakað „saklausan 14 ára ungling“ um stuld á téðum farsíma. „Hún réðst því næst á hann og flúði vettvang áður en lögregla kom á staðinn,“ segir Harrison í færslunni, hvar hann birtir upptökur úr öryggismyndavélum sem sýna árásina. Hann biður almenning um aðstoð við að komast að því hvar konan, sem lögregla hefur borið kennsl á, er niðurkomin. Á upptökunum sést hvernig konan veitist að piltinum og eltir hann. Hún virðist líka henda sér á hann, hálfpartinn „tækla“ hann, svo þau falla að endingu bæði í gólfið. Þá sést einnig hvernig aðrir reyna að skerast í leikinn. Tíst Harrisons ásamt upptökunum má sjá hér fyrir neðan. On Saturday, December 26, the woman in this video falsely accused an innocent 14-year-old teenager of stealing her cellphone. She then proceeded to physically attack him and fled the location before police officers arrived on scene. pic.twitter.com/qtZZWetBWH— Chief Rodney Harrison (@NYPDDetectives) December 31, 2020 Málið vakti mikla athygli eftir að faðir drengsins, tónlistarmaðurinn Keyon Harrold, birti myndband sem hann tók sjálfur upp af árásinni á Instagram. Hann, auk margra á samfélagsmiðlum, taldi ásakanir konunnar og árásina í kjölfarið til marks um kerfisbundna kynþáttahyggju. Konan hefði sakað piltinn um stuldinn á grundvelli húðlitar hans. Sími konunnar kom á endanum í leitirnar en hann var ekki í fórum piltsins. Svo virðist sem konan hafi gleymt honum í Uber-leigubíl en fjölmiðlar hafa greint frá því að bílstjórinn hafi komið með símann skömmu eftir atvikið. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Reiði á samfélagsmiðlum vegna ofsafenginna ásakana „Karenar“ Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum vestanhafs eftir að tónlistarmaður birti myndband á Instagram-reikningi sínum, sem hann segir sýna konu ráðast á fjórtán ára son hans á hóteli í New York. Konan hafi ranglega sakað son hans um að hafa stolið síma hennar. Atvikið hefur verið sagt birtingarmynd kynþáttafordóma en feðgarnir eru svartir. 29. desember 2020 23:00 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Sjá meira
Árásin var gerð í móttöku hótels í New York 26. desember síðastliðinn. Rodney Harrison, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu í borginni, segir í tísti sem hann birti á gamlársdag að konan hafi ranglega sakað „saklausan 14 ára ungling“ um stuld á téðum farsíma. „Hún réðst því næst á hann og flúði vettvang áður en lögregla kom á staðinn,“ segir Harrison í færslunni, hvar hann birtir upptökur úr öryggismyndavélum sem sýna árásina. Hann biður almenning um aðstoð við að komast að því hvar konan, sem lögregla hefur borið kennsl á, er niðurkomin. Á upptökunum sést hvernig konan veitist að piltinum og eltir hann. Hún virðist líka henda sér á hann, hálfpartinn „tækla“ hann, svo þau falla að endingu bæði í gólfið. Þá sést einnig hvernig aðrir reyna að skerast í leikinn. Tíst Harrisons ásamt upptökunum má sjá hér fyrir neðan. On Saturday, December 26, the woman in this video falsely accused an innocent 14-year-old teenager of stealing her cellphone. She then proceeded to physically attack him and fled the location before police officers arrived on scene. pic.twitter.com/qtZZWetBWH— Chief Rodney Harrison (@NYPDDetectives) December 31, 2020 Málið vakti mikla athygli eftir að faðir drengsins, tónlistarmaðurinn Keyon Harrold, birti myndband sem hann tók sjálfur upp af árásinni á Instagram. Hann, auk margra á samfélagsmiðlum, taldi ásakanir konunnar og árásina í kjölfarið til marks um kerfisbundna kynþáttahyggju. Konan hefði sakað piltinn um stuldinn á grundvelli húðlitar hans. Sími konunnar kom á endanum í leitirnar en hann var ekki í fórum piltsins. Svo virðist sem konan hafi gleymt honum í Uber-leigubíl en fjölmiðlar hafa greint frá því að bílstjórinn hafi komið með símann skömmu eftir atvikið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Reiði á samfélagsmiðlum vegna ofsafenginna ásakana „Karenar“ Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum vestanhafs eftir að tónlistarmaður birti myndband á Instagram-reikningi sínum, sem hann segir sýna konu ráðast á fjórtán ára son hans á hóteli í New York. Konan hafi ranglega sakað son hans um að hafa stolið síma hennar. Atvikið hefur verið sagt birtingarmynd kynþáttafordóma en feðgarnir eru svartir. 29. desember 2020 23:00 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Sjá meira
Reiði á samfélagsmiðlum vegna ofsafenginna ásakana „Karenar“ Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum vestanhafs eftir að tónlistarmaður birti myndband á Instagram-reikningi sínum, sem hann segir sýna konu ráðast á fjórtán ára son hans á hóteli í New York. Konan hafi ranglega sakað son hans um að hafa stolið síma hennar. Atvikið hefur verið sagt birtingarmynd kynþáttafordóma en feðgarnir eru svartir. 29. desember 2020 23:00