Öllum verslunum nú óheimilt að selja plastpoka Eiður Þór Árnason skrifar 5. janúar 2021 11:46 Banninu er ætlað að draga úr plastnotkun. Vísir/Vilhelm Um áramótin tóku í gildi reglur sem banna afhendingu plastburðarpoka í verslunum. Bannið tekur jafnt til þunnu, glæru grænmetispokanna og innkaupaburðarpokanna, en nær ekki yfir plastpoka sem eru seldir í rúllum í hillum verslana. Um leið tók sú breyting gildi að allir einnota burðarpokar úr öðrum efniviði eru nú gjaldskyldir. Er þetta gert til að reyna að koma í veg fyrir að einnota neysla færist yfir á aðrar tegundir burðarpoka. Lög um bann samþykkt í maí Plastpokabannið er í samræmi við lög sem samþykkt voru í maí á síðasta ári. Fyrsti áfangi þeirra tók gildi í september síðastliðnum og fól í sér að söluaðilum var gert óheimilt að afhenda einnota plastpoka að endurgjaldslausu. Seinni áfangi laganna tók gildi nú um áramótin og nær plastpokabannið til allra verslana eða eins og það er orðað í lögunum: „Óheimilt er að afhenda burðarpoka úr plasti, hvort sem er með eða án endurgjalds, á sölustöðum vara.“ Ganga lengra en lágmarkskröfur Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að plastpokabannið sé í samræmi við Evróputilskipun sem lýtur að því að draga úr notkun á plastpokum. Er bannið einnig meðal þeirra tillagna sem samráðsvettvangur um aðgerðir í plastmálefnum afhenti Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, í loks árs 2018. Í samráðsvettvangnum áttu sæti m.a. fulltrúar atvinnulífsins, sveitarfélaga, umhverfisverndarsamtaka, félagasamtaka, opinberra stofnana, Alþingis og ráðuneyta. Er löggjöfinni ætlað að vera liður í því að draga almennt úr notkun á plasti, auka endurvinnslu á því og draga úr plastmengun. Lögin ganga lengra en lágmarkskröfur tilskipunar Evrópusambandsins gera ráð fyrir. Í tilskipuninni er ríkjum heimilt að undanskilja þynnstu pokana en eru hvött til þess að gera það ekki. „Banni við burðarplastpokum er ekki ætlað að vera allsherjarlausn á plastvandamálinu, heldur ein aðgerð af mörgum. Hér er um mikilvægt skref að ræða, flest fólk kaupir til dæmis reglulega í matinn og ber vörurnar heim í pokum. Aðgerðin snertir þannig daglegt líf okkar og eykur vitund okkar um plast og notkun þess í okkar daglega lífi,“ segir á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Ráðuneytið hvetur fólk sem er vant því að nota plastpoka undir heimilissorp til að nota poka undan brauði, öðrum vörum eða nota lífbrjótanlega poka. Annars standi fólki til boða að kaupa plastpoka í rúllum líkt og áður. Verslun Umhverfismál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Um leið tók sú breyting gildi að allir einnota burðarpokar úr öðrum efniviði eru nú gjaldskyldir. Er þetta gert til að reyna að koma í veg fyrir að einnota neysla færist yfir á aðrar tegundir burðarpoka. Lög um bann samþykkt í maí Plastpokabannið er í samræmi við lög sem samþykkt voru í maí á síðasta ári. Fyrsti áfangi þeirra tók gildi í september síðastliðnum og fól í sér að söluaðilum var gert óheimilt að afhenda einnota plastpoka að endurgjaldslausu. Seinni áfangi laganna tók gildi nú um áramótin og nær plastpokabannið til allra verslana eða eins og það er orðað í lögunum: „Óheimilt er að afhenda burðarpoka úr plasti, hvort sem er með eða án endurgjalds, á sölustöðum vara.“ Ganga lengra en lágmarkskröfur Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að plastpokabannið sé í samræmi við Evróputilskipun sem lýtur að því að draga úr notkun á plastpokum. Er bannið einnig meðal þeirra tillagna sem samráðsvettvangur um aðgerðir í plastmálefnum afhenti Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, í loks árs 2018. Í samráðsvettvangnum áttu sæti m.a. fulltrúar atvinnulífsins, sveitarfélaga, umhverfisverndarsamtaka, félagasamtaka, opinberra stofnana, Alþingis og ráðuneyta. Er löggjöfinni ætlað að vera liður í því að draga almennt úr notkun á plasti, auka endurvinnslu á því og draga úr plastmengun. Lögin ganga lengra en lágmarkskröfur tilskipunar Evrópusambandsins gera ráð fyrir. Í tilskipuninni er ríkjum heimilt að undanskilja þynnstu pokana en eru hvött til þess að gera það ekki. „Banni við burðarplastpokum er ekki ætlað að vera allsherjarlausn á plastvandamálinu, heldur ein aðgerð af mörgum. Hér er um mikilvægt skref að ræða, flest fólk kaupir til dæmis reglulega í matinn og ber vörurnar heim í pokum. Aðgerðin snertir þannig daglegt líf okkar og eykur vitund okkar um plast og notkun þess í okkar daglega lífi,“ segir á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Ráðuneytið hvetur fólk sem er vant því að nota plastpoka undir heimilissorp til að nota poka undan brauði, öðrum vörum eða nota lífbrjótanlega poka. Annars standi fólki til boða að kaupa plastpoka í rúllum líkt og áður.
Verslun Umhverfismál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira