Múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið Elín Margrét Böðvarsdóttir, Sylvía Hall, Samúel Karl Ólason, Hólmfríður Gísladóttir, Þórir Guðmundsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 6. janúar 2021 19:37 Á myndinni má sjá hvernig lögregla mundar byssu í áttina að mótmælendum sem höfðu brotið sér leið inn í þinghúsið. AP/J. Scott Applewhite Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna. Þúsundir mótmælenda, sem margir hverjir bera fána merkta Trump 2020, höfðu safnast saman við þinghúsið og á götum borgarinnar og hefur komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Myndir og myndbönd af vettvangi, sem meðal annars hefur verið deilt á samfélagsmiðlum, sýna hvernig múgurinn hafa brotið sér leið í gegnum varnarmúr lögreglumanna í óeirðabúning og að þinghúsinu. watch on YouTube Sameiginlegur fundur fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings hófst þar klukkan eitt í dag að staðartíma þar sem kjör Joe Biden til embættis forseta Bandaríkjanna fær formlega afgreiðslu. Lögregla hefur meðal annars beitt einhvers konar úðavopni gegn mótmælendum. Margir mótmælendanna bera ekki grímu og veifa sumir Bandaríska fánanum. „Þú sórst eið,“ og „stöðvið þjófnaðinn,“ hafa mótmælendur meðal annars heyrst kalla, með vísan til þess að úrslitum forsetakosninganna í nóvember hafi verið „stolið“ líkt og Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti og margir af stuðningsmönnum hans telja að hafi verið gert, þrátt fyrir skort á sönnunargögnum þar um. Nýjustu vendingar, myndir og myndbönd frá Washington má finna í vaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þúsundir mótmælenda, sem margir hverjir bera fána merkta Trump 2020, höfðu safnast saman við þinghúsið og á götum borgarinnar og hefur komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Myndir og myndbönd af vettvangi, sem meðal annars hefur verið deilt á samfélagsmiðlum, sýna hvernig múgurinn hafa brotið sér leið í gegnum varnarmúr lögreglumanna í óeirðabúning og að þinghúsinu. watch on YouTube Sameiginlegur fundur fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings hófst þar klukkan eitt í dag að staðartíma þar sem kjör Joe Biden til embættis forseta Bandaríkjanna fær formlega afgreiðslu. Lögregla hefur meðal annars beitt einhvers konar úðavopni gegn mótmælendum. Margir mótmælendanna bera ekki grímu og veifa sumir Bandaríska fánanum. „Þú sórst eið,“ og „stöðvið þjófnaðinn,“ hafa mótmælendur meðal annars heyrst kalla, með vísan til þess að úrslitum forsetakosninganna í nóvember hafi verið „stolið“ líkt og Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti og margir af stuðningsmönnum hans telja að hafi verið gert, þrátt fyrir skort á sönnunargögnum þar um. Nýjustu vendingar, myndir og myndbönd frá Washington má finna í vaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira