Óvissa um Alexander sem er enn aumur í höfðinu Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2021 12:00 Alexander Petersson hefur harkað jafnvel kjálkabrot af sér en varð að fara af velli í gær eftir þungt höfuðhögg. EPA/ANDREAS HILLERGREN „Það var ekki séns að hann gæti spilað áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson um Alexander Petersson. Hann sé enn aumur í höfðinu eftir brotið fólskulega í gær og framhaldið hjá honum sé óljóst. Alexander fór meiddur af velli eftir tvö höfuðhögg snemma leiks gegn Portúgal í gær, í svekkjandi 26-24 tapi Íslands í undankeppni EM í handbolta. Liðin mætast að nýju á Ásvöllum kl. 16 á sunnudaginn og með þriggja marka sigri getur Ísland komið sér í algjöra kjörstöðu í baráttunni um efsta sæti riðilsins. Breytir hópnum fyrir sunnudag Guðmundur segir ljóst að hann muni gera breytingu eða breytingar á íslenska hópnum fyrir leikinn á sunnudag en hann vilji þó halda því leyndu um sinn hverjar þær verði. Staðan sé óljós varðandi fleiri leikmenn en Alexander. „Það er eitt og annað að valda okkur ákveðnum heilabrotum en ég er ekki tilbúinn að tjá mig um það á þessari stundu,“ segir Guðmundur en hann var þá á leið upp í flugvél í Portúgal, heimleiðis til Íslands með viðkomu í Hollandi. Íslenski hópurinn lendir í Keflavík í kvöld. „Við erum á ferðalagi í allan dag og á morgun vitum við kannski meira. En þetta brot á Alexander er með því ljótara sem ég hef séð í mörg, mörg ár,“ segir Guðmundur. „Hann er bara með hausverk og ekki nógu góður í dag. Hann fékk svo svakalegt höfuðhögg og er aumur alveg öðru megin í höfðinu. Þetta var fólskubrot og við verðum að sjá hvað gerist í dag og hvort að þetta jafni sig,“ segir Guðmundur. „Þetta leit mjög illa út“ Aðspurður hvort hann telji að Portúgalar hafi hreinlega ætlað sér að lemja Alexander úr leik kveðst Guðmundur ekki vilja ganga svo langt: „Ég vil ekki ætla mönnum það. Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni. En þetta leit mjög illa út. Það var ekki séns að hann gæti spilað áfram og mér fannst þetta vera mjög gróft.“ Ýmir Örn Gíslason í baráttu við Rui Silva í Portúgal í gærkvöld.EPA/ESTELA SILVA Margt mjög gott viku fyrir HM Í dag er vika þar til að Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM í Egyptalandi sem, eins merkilegt og það nú er, er einmitt gegn Portúgal. Liðið er og verður án Arons Pálmarssonar á mótinu en leikurinn í gær ætti að hafa gefið Guðmundi einhver svör um stöðuna á liðinu og hvers megi vænta af því á HM: „Já, við spiluðum ágætis leik í gær. Það var margt mjög gott. Vörnin var góð, við fengum markvörslu í seinni hálfleik. Það sem var kannski slysalegt er, eða leikurinn tapast á, að við misnotum þrjú víti, þó við næðum reyndar einu frákasti, og á stuttum kafla í seinni hálfleik fara tvö víti, hraðaupphlaup og tvö dauðafæri í súginn. Við töpum svo leiknum með tveimur mörkum. En það var margt jákvætt,“ segir Guðmundur. HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00 Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30 Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira
Alexander fór meiddur af velli eftir tvö höfuðhögg snemma leiks gegn Portúgal í gær, í svekkjandi 26-24 tapi Íslands í undankeppni EM í handbolta. Liðin mætast að nýju á Ásvöllum kl. 16 á sunnudaginn og með þriggja marka sigri getur Ísland komið sér í algjöra kjörstöðu í baráttunni um efsta sæti riðilsins. Breytir hópnum fyrir sunnudag Guðmundur segir ljóst að hann muni gera breytingu eða breytingar á íslenska hópnum fyrir leikinn á sunnudag en hann vilji þó halda því leyndu um sinn hverjar þær verði. Staðan sé óljós varðandi fleiri leikmenn en Alexander. „Það er eitt og annað að valda okkur ákveðnum heilabrotum en ég er ekki tilbúinn að tjá mig um það á þessari stundu,“ segir Guðmundur en hann var þá á leið upp í flugvél í Portúgal, heimleiðis til Íslands með viðkomu í Hollandi. Íslenski hópurinn lendir í Keflavík í kvöld. „Við erum á ferðalagi í allan dag og á morgun vitum við kannski meira. En þetta brot á Alexander er með því ljótara sem ég hef séð í mörg, mörg ár,“ segir Guðmundur. „Hann er bara með hausverk og ekki nógu góður í dag. Hann fékk svo svakalegt höfuðhögg og er aumur alveg öðru megin í höfðinu. Þetta var fólskubrot og við verðum að sjá hvað gerist í dag og hvort að þetta jafni sig,“ segir Guðmundur. „Þetta leit mjög illa út“ Aðspurður hvort hann telji að Portúgalar hafi hreinlega ætlað sér að lemja Alexander úr leik kveðst Guðmundur ekki vilja ganga svo langt: „Ég vil ekki ætla mönnum það. Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni. En þetta leit mjög illa út. Það var ekki séns að hann gæti spilað áfram og mér fannst þetta vera mjög gróft.“ Ýmir Örn Gíslason í baráttu við Rui Silva í Portúgal í gærkvöld.EPA/ESTELA SILVA Margt mjög gott viku fyrir HM Í dag er vika þar til að Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM í Egyptalandi sem, eins merkilegt og það nú er, er einmitt gegn Portúgal. Liðið er og verður án Arons Pálmarssonar á mótinu en leikurinn í gær ætti að hafa gefið Guðmundi einhver svör um stöðuna á liðinu og hvers megi vænta af því á HM: „Já, við spiluðum ágætis leik í gær. Það var margt mjög gott. Vörnin var góð, við fengum markvörslu í seinni hálfleik. Það sem var kannski slysalegt er, eða leikurinn tapast á, að við misnotum þrjú víti, þó við næðum reyndar einu frákasti, og á stuttum kafla í seinni hálfleik fara tvö víti, hraðaupphlaup og tvö dauðafæri í súginn. Við töpum svo leiknum með tveimur mörkum. En það var margt jákvætt,“ segir Guðmundur.
HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00 Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30 Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira
Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00
Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30
Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21