Eyþóra tilbúin að fórna ÓL vegna framgöngu fimleikasambandsins Sindri Sverrisson skrifar 8. janúar 2021 12:30 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hefur engan áhuga á að skipta um þjálfara rétt fyrir ÓL í Tókýó. Getty/ Mateusz Slodkowski Ólympíufarinn Eyþóra Þórsdóttir stendur í stappi við hollenska fimleikasambandið sem vill losa sig við þjálfarann Patrick Kiens. Hún er tilbúin að fórna Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar breyti sambandið ekki afstöðu sinni. Eyþóra er 22 ára gömul, á íslenska foreldra og talar ágæta íslensku, en hefur alltaf búið í Hollandi. Hún var í hollenska landsliðinu sem varð í 7. sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2016, þar sem hún varð svo sjálf í 9. sæti í fjölþrautarkeppninni sem Simone Biles vann með glæsibrag. Mikill titringur hefur verið í hollenskum fimleikum frá því síðasta sumar. Eftir ásakanir fyrrverandi landsliðskvenna um ofbeldi og aðra ólíðandi hegðun þjálfara á vegum hollenska fimleikasambandsins í gegnum árin, ákvað sambandið að hefja rannsókn. Fimm landsliðsþjálfarar, þar á meðal Kiens, voru beðnir um að stíga til hliðar á meðan á rannsókn stæði, þrátt fyrir mótmæli Eyþóru og annarra núverandi landsliðskvenna. Þær sögðust hafa samúð með þeim sem hefðu neikvæða reynslu af því að hafa æft fimleika en að sá veruleiki sem lýst hefði verið, þar sem líkamlegar og andlegar refsingar væru hluti af þjálfun, tilheyrði fortíðinni. Slíkt væri ekki eitthvað sem þær hefðu upplifað í sinni þjálfun. Ótækt að skipta um þjálfara hálfu ári fyrir leikana Kiens neitaði að stíga til hliðar. Fimleikasambandið ákvað svo að hefja landsliðsæfingar að nýju en að óháður aðili myndi fylgjast með æfingum, sem fram færu í Nijmegen. Eyþóra og Kiens tóku í fyrstu þátt en ákváðu svo að færa sig heim til Hoofddorp. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir var í hópi bestu fimleikakvenna heims á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.Getty/Lars Baron „Ég get ekki gefið liðinu mínu allt ef að mér líður ekki vel. Ég vildi aldrei búa hjá fósturfjölskyldu. Ég vil halda áfram með Patrick, annars ekki. Ég fórna svo miklum tíma í þetta. Við Patrick erum lið. Að einhver skipti um þjálfara sex mánuðum fyrir Ólympíuleikana… það virkar ekki þannig,“ segir Eyþóra við hollenska ríkismiðilinn NOS. Vonlítil varðandi viðræður við sambandið En það er einmitt það sem hollenska fimleikasambandið vill; að Kiens hætti. Kiens segir að rökin sem hann hafi fengið fyrir því séu að landsliðskonurnar njóti ekki jafnræðis hjá honum, hann sé ekki liðsmaður og sé erfiður í samskiptum. Kiens þvertekur fyrir þetta: „Ég hef alltaf hagað mínu starfi þannig að árangur hollenska landsliðsins sé í forgangi, þau tíu ár sem ég hef þjálfað það,“ segir Kiens. Eyþóra segist reiðubúinn að ræða áfram við hollenska fimleikasambandið. Í næstu viku ætti hún að mæta í nokkurra daga æfingabúðir. „Ef að mér finnst eitthvað óréttlátt þá berst ég gegn því. Ég geri mér grein fyrir því að það getur haft afleiðingar. Tókýó er áfram markmiðið mitt, skref fyrir skref. En ef ég á að vera hreinskilin þá efast ég um að nokkuð komi út úr viðræðum við sambandið,“ segir Eyþóra og bætir við að hún viti fullvel að hún gæti verið að fórna ferlinum með ákvörðun sinni. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
Eyþóra er 22 ára gömul, á íslenska foreldra og talar ágæta íslensku, en hefur alltaf búið í Hollandi. Hún var í hollenska landsliðinu sem varð í 7. sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2016, þar sem hún varð svo sjálf í 9. sæti í fjölþrautarkeppninni sem Simone Biles vann með glæsibrag. Mikill titringur hefur verið í hollenskum fimleikum frá því síðasta sumar. Eftir ásakanir fyrrverandi landsliðskvenna um ofbeldi og aðra ólíðandi hegðun þjálfara á vegum hollenska fimleikasambandsins í gegnum árin, ákvað sambandið að hefja rannsókn. Fimm landsliðsþjálfarar, þar á meðal Kiens, voru beðnir um að stíga til hliðar á meðan á rannsókn stæði, þrátt fyrir mótmæli Eyþóru og annarra núverandi landsliðskvenna. Þær sögðust hafa samúð með þeim sem hefðu neikvæða reynslu af því að hafa æft fimleika en að sá veruleiki sem lýst hefði verið, þar sem líkamlegar og andlegar refsingar væru hluti af þjálfun, tilheyrði fortíðinni. Slíkt væri ekki eitthvað sem þær hefðu upplifað í sinni þjálfun. Ótækt að skipta um þjálfara hálfu ári fyrir leikana Kiens neitaði að stíga til hliðar. Fimleikasambandið ákvað svo að hefja landsliðsæfingar að nýju en að óháður aðili myndi fylgjast með æfingum, sem fram færu í Nijmegen. Eyþóra og Kiens tóku í fyrstu þátt en ákváðu svo að færa sig heim til Hoofddorp. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir var í hópi bestu fimleikakvenna heims á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.Getty/Lars Baron „Ég get ekki gefið liðinu mínu allt ef að mér líður ekki vel. Ég vildi aldrei búa hjá fósturfjölskyldu. Ég vil halda áfram með Patrick, annars ekki. Ég fórna svo miklum tíma í þetta. Við Patrick erum lið. Að einhver skipti um þjálfara sex mánuðum fyrir Ólympíuleikana… það virkar ekki þannig,“ segir Eyþóra við hollenska ríkismiðilinn NOS. Vonlítil varðandi viðræður við sambandið En það er einmitt það sem hollenska fimleikasambandið vill; að Kiens hætti. Kiens segir að rökin sem hann hafi fengið fyrir því séu að landsliðskonurnar njóti ekki jafnræðis hjá honum, hann sé ekki liðsmaður og sé erfiður í samskiptum. Kiens þvertekur fyrir þetta: „Ég hef alltaf hagað mínu starfi þannig að árangur hollenska landsliðsins sé í forgangi, þau tíu ár sem ég hef þjálfað það,“ segir Kiens. Eyþóra segist reiðubúinn að ræða áfram við hollenska fimleikasambandið. Í næstu viku ætti hún að mæta í nokkurra daga æfingabúðir. „Ef að mér finnst eitthvað óréttlátt þá berst ég gegn því. Ég geri mér grein fyrir því að það getur haft afleiðingar. Tókýó er áfram markmiðið mitt, skref fyrir skref. En ef ég á að vera hreinskilin þá efast ég um að nokkuð komi út úr viðræðum við sambandið,“ segir Eyþóra og bætir við að hún viti fullvel að hún gæti verið að fórna ferlinum með ákvörðun sinni.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira